Þátttökugjaldið 2023
Verkefnagjald fyrir árið 2023
- 10 dagar – £995
- 2 vikur – £1145
- 3 vikur – £1345
- 4 vikur – £1545
- 12 vikur – £3145
Fyrir hverja viku sem bætt er við bætast við £200
*Athugið að verðin geta tekið breytingum.
Taktu þátt í alheimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna í að vinna að jafnrétti kynjanna í hinum hefðbundna bæ Afríku, Livingstone.
Í verkefninu Valdefling stúlkna styður þú við, menntar og hvetur ungar stúlkur svo þær verði valdeflandi ungar konur í samfélagi sínu. Blandaðu drengjum og mönnum á staðnum í samræðurnar um leið og þú hvetur til kynjajafnréttis svo útmá megi hefbundnar staðalímyndir karla og kvenna.
Verkefnið er í boði allan ársins hring og hefst alltaf á mánudegi.
Verkefnagjaldið fer eftir lengd dvalar.
Verkefnið fer fram í Livingstone Í Zambíu er í boði allan ársins hring.
Upphafsdagsetningar verkefnisins eru annan hvern mánudag alla mánuði ársins, einnig í desember.
Hægt er að dvelja frá 10 dögum upp í 12 vikur og fer verkefnagjaldið eftir lengd dvalar.
Livingstone í Zambíu er fallegur landsbyggðarbær og kalla margir hann hina “raunverulegu” Afríku. Rétt hjá er eitt af 7 undrum veraldar – Victoríu fossarnir. Livingstone er rétti staðurinn fyrir þá sem dá íþróttir, dýralíf og náttúru. Hvort sem þú ferð í teygjustökk, syndir í “Devil´s Pool”, ferð í flúðasiglingu niður Zambezi eða nýtur hins undursamlega sólarlags þá muntu upplifa það sem aðeins Livingstone hefur að bjóða. Þú munt svo sannarlega ekki missa af dýralífinu. Þar eru margir þjóðgarðar þar sem þú getur virt fyrir þér ljón, nashyrninga, flóðhesta, krókódíla, fíla og gíraffa.
Sem sjálfboðaliði í Livingstone muntu sökkva þér að fullu niður í samfélagið. Á morgnana er í brennidepli valdeflingarnámskeið og starfsemi með stúlkum og drengjum og síðdegis er fjölbreyt dagskrá af þroskandi verkefnum sem styður einnig við samfélagið eins og umönnun nemenda eftir skóla, lesklúbbur, lestrarnám fyrir fullorðna, lífsleikninámskeið og fleira. Þetta gefur þér fjölbreytta reynslu og sýn inn í samfélagið og er í rauninni það sem gerir samfélagslegt sjálfboðastarf í Livingstone svo einstakt.
Á meðan þú tekur þátt í þessu verkefni þá muntu dvelja í sér sjálfboðaliðahúsi innan um hin vinsælu og gestrisnu farfuglaheimili Livingstone. Þú munt hafa aðgang að yndislegri sundlaug, setustofu, grill og barsvæði. Gistingin þín er í 5 mínútna göngufæri frá miðbænum, sem hefur margar búðir og gott úrval af kaffihúsum og veitingahúsum. Þarna mun þér líða vel og svo vel að þú munt jafnvel ekki vilja yfirgefa þitt nýja heimili.
Sjálfboðaliði í nánum tengslum eins og þú vinnur með tveimur aðskildum stúlknahópum á námskeiði sem er byggt upp í kringum 6 valdeflingarstoðir: menntun. sjálfsöryggi, heilsa, frestun barneigna, öryggi og tekjuöflun. Þú hjálpar við að minnka bil kynjanna með því að búa stúlkurnar þeim verkfærum sem þarf til að taka upplýstar ákvaraðanir og að vera valdefld kona.
.
Veittu þekkingu og styddu við námskeið í persónulegu umhverfi með áhugsömum hópi zambískra kvenna. Þessi námskeið eða fundir geta verið um starfsframa eða markmiðssetningu, heilsusamræður eða umræður um öryggi. Skoraðu á hólm staðalímynd kynjanna og hjálpaðu þessum sterku konum að valdeflast í sínu eigin samfélagi.
Byggðu brú á milli kynja með því að mennta zambíska drengi og unga menn. Vertu nauðsynlegur hluti í mótun samfélagsins gagnvart trú og viðhorfum til jafnréttis og aðstoðaðu við að starfrækja námskeið fyrir þá sem leiðbeina um sjálföryggi, virðingu, einelti, samvinnu, heilbrigða vináttu, kynfræðslu, kynjaofbeldi og hvernig á að umgangast konur og styðja þær.
Unnið er að því breyta viðhorfum til ofbeldis gegn stúlkum og að styðja þær sem hafa orðið fyrir misnotkun. Í samvinnu við stofnun sem sérhæfir sig í ofbeldi byggt á kynferði eru haldin námskeið og starfsemi sem fjalla um þessi mikilvægu málefni. Einnig er fundað með kennurum svo þeir geti höndlað betur hegðun eins og til dæmis einelti og nauðganir.
Efldu stúlkur með íþróttum, sem er enn ríkjandi svið drengja og breyttu þessari staðalímynd. Leggðu lið “Tag Rugby Trust” í æfingum fyrir stúlkur eingöngu og ekki aðeins vegna íþróttahæfni heldur líka til að þjálfa samvinnu, aga og ná persónulegum markmiðum. Bættu við til að dýpka æfingarnar samræðum varðandi heilsufar eins og næringu, heilbrigðu líferni og að varast sykurinn.
Taktu þátt í starfi á sérstökum stað og styddu stúlkur 10-12 ára sem þú aðstoðar við að kenna ræktun grænmetis á valdeflingarbýlinu. Vertu hluti af góðum hópi þegar þú hjálpar að sá, reita arfa, vökva og uppskera. Vertu vitni að fjármögnun valdeflingarverkefnisins sem gefur stúlkunum tækifæri að styrkja eigin fjölskyldur. Vertu með í stóru myndinni við tekjuöflun sem gefur stúlkunum færi á að komast af með nýrri kunnáttu.
Staðfestingagjaldið er 20% af heildarverkefnagjaldi og er greitt þegar staðfesting á plássi er komin. Heildarverkefnagjald greiðist 70 dögum fyrir áætlaða brottför.
Verkefnagjald fyrir árið 2023
Fyrir hverja viku sem bætt er við bætast við £200
*Athugið að verðin geta tekið breytingum.
Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að við getum veitt þér bestu mögulegu notendaupplifun. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðastir og gagnlegastir.
This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognizing you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.
Nauðsynlegar vafrakökur ættu að vera virkar öllum stundum svo að við getum vistað stillingar þínar fyrir vafrakökur.
Strictly Necessary Cookie should be enabled at all times so that we can save your preferences for cookie settings.
Ef þú slekkur á þessari vafraköku munum við ekki geta vistað kjörstillingar þínar. Þetta þýðir að í hvert skipti sem þú heimsækir þessa vefsíðu þarftu að virkja eða slökkva á vafrakökum aftur.
If you disable this cookie, we will not be able to save your preferences. This means that every time you visit this website you will need to enable or disable cookies again.
This website uses Google Analytics to collect anonymous information such as the number of visitors to the site, and the most popular pages.
Keeping this cookie enabled helps us to improve our website.
Vinsamlegast virkjaðu nauðsynlegar vafrakökur fyrst svo að við getum vistað kjörstillingar þínar!
Please enable Strictly Necessary Cookies first so that we can save your preferences!