Ert þú að leita að au pair?

 
Au Pair er ungur einstaklingur frá öðru landi sem býr hjá gistifjölskyldu í allt að 12 mánuði og veitir aðstoð við börnin og létt heimilisstörf í skiptum fyrir fæði, húsnæði og vasapening. Vegna þess að Au Pair býr á heimilinu þá eykst sveigjanleiki til að mæta mismunandi þörfum fjölskyldna. Au Pair aðstoðar við að annast börnin miðað við breytilega dagskrá hverrar fjölskyldu. Au Pair getur þannig verið í mörgum hlutverkum sem hjálpar fjölskyldu þinni að dafna og þrífast betur. Au pair verður meðlimur í fjölskyldunni, tekur þátt í daglegu lífi og kynnist landi og þjóð. Aftur og aftur heyrum við aðdáunarverðar sögur frá fjölskyldum og Au Pairum hvað Au Pair hlutverkið hefur gefið þeim báðum mikið og varanleg tengsl myndast.
 
 

Við hjá Nínukoti leggjum okkur fram að aðstoða í leit þinni að  kröftugri og hæfileikaríkri au pair sem verður góð viðbót við fjölskyldu þína og veitir börnunum afbragðs umönnun.

Au pair færir heiminn inn á heimili þitt með veru sinni og kennir börnum þínum um nýja menningu. Bráðlega læra börnin jafnvel að segja takk og góðan daginn á nýju tungumáli.

Að finna hæfileikaríka og áreiðanlega au pair er eitt af því mikilvægasta sem þú gerir. Þar kemur Nínukot inn og veitir þér aðstoð við leitina.

Au Pair umsækjendur okkar sækja bæði um beint til okkar og í gegnum samstarfsaðila okkar þ.e. í gegnum viðurkenndar Au Pair skrifstofur víða um Evrópu.

Au Pair skilar inn ítarlegum umsóknargögnum og Au Pair bréfi til fjölskyldu þar sem hún segir frá reynslu sinni, fjölskyldu og áhugamálum. Hún skilar inn myndum af sér, börnum sem hún hefur verið að gæta og fjölskyldu sinni.

Einnig fáum við staðfest að viðkomandi sé með hreina sakaskrá og hafi góða heilsu.

Yfirleitt sækja Au Pair um að vera í 6, 9 eða 12 mánuði en einnig erum við stundum með umsækjendur sem vilja vera í styttri tíma.

Þegar fjölskylda hefur skilað inn umsóknargögnum sínum til Nínukots, sendum við au pair umsókn eða umsóknir sem gætu hentað viðkomandi fjölskyldu. Ýmislegt þarf að skoða við pörun fjölskyldu og au pair t.d. óskir um dvalartíma, aldurskröfur, reynsla, fjöldi barna ofl. ofl. Fjölskylda velur úr umsóknum og óskar eftir viðtali.

Bæði fjölskylda og Au Pair þurfa að samþykkja viðtal í gegnum fjarfundarforrit (Skype, Zoom, Google Meet o.fl.) eða í síma.

Ef viðtalið gengur að óskum og báðir aðilar samþykkja fær Au Pair formlegt boðsbréf og koma til landsins er undirbúin. Annars er talað við næsta Au Pair umsækjanda og svo koll af kolli þar til að sá rétti finnst.

 • Au Pair fær fullt fæði og sérherbergi sem hluta af launum sínum ásamt 15.000 ISK í vasapening fyrir hverja vinnuviku.
 • Au Pair fær frí í eina viku á launum fyrir hverja 6 mánuði í starfi hjá fjölskyldu og hvenær sá frítími er tekinn er samkomulag á milli au pair og fjölskyldu.
 • Ef Au Pair dvelur í 6 mánuði eða lengur fær au pair flugmiðann heim greiddan (hámark 35.000 kr). Ef au pair dvelur í 12 mánuði fær hún/hann flugmiðann til Íslands einnig endurgreiddan (hámark 35.000 kr). Mælt er með að gistifjölskyldur aðstoði Au Pair að finna hagkvæmt flug. Flugmiðar eru greiddir við brottför nema um annað sé samið.
 • Vinnutími er 30 klst. á viku eða að jafnaði 6 klst. 5 daga vikunnar. Hann getur dreifst misjafnlega yfir daginn og vikuna. Au Pair fær frí 2 daga í viku. Frídagarnir geta verið á virkum dögum eða um helgar, en skilyrt er minnst ein fríhelgi í mánuði.
 • Möguleiki er á að Au Pair vinni fleiri stundir í viku hverri eða tímabundið. Umframvinna verður að vera með samþykki au pairs. Viðmiðið er að aukavinnustundir séu að hámarki 10 klst. á viku, samtals 40 vinnustundir á viku. Au Pair fær að lágmarki 1000 ISK fyrir hverja auka vinnustund.
 • Au Pair getur sinnt verkefnum sínum á daginn og tekið að sér einstaka kvöldpössun. Ekki er gert ráð fyrir að au pair sjái um næturpössun t.d. á meðan foreldar ferðast.
 • Gistifjölskyldur bera ábyrgð á sjúkratryggingum Au Pair fyrstu 6 mánuðina en eftir 6 mánuða dvöl hér á landi fer Au Pairin sjálfkrafa inn í kerfið hjá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta á einungis við ef Au Pair á ekki og getur ekki komið með samevrópska sjúkratryggingakortið. 
Viðtal er tekið við allar Au Pair, gerðar eru kröfur um enskukunnáttu, helst að hafa bílpróf og vera við góða heilsu. Einnig þurfa allir Au Pair umsækjendur að sýna fram á reynslu af barnagæslu og skila inn skriflegum staðfestum meðmælum. Að sjálfssögðu skila allir au pair umsækjendur inn sakavottorði. Flestir umsækjendur eru á aldrinum 18-25 ára.

Vistráðningargjaldið er 69.500 kr. m/vsk. og er greitt eftir að fjölskylda er búin að ráða Au Pair og er einungis greitt ef af ráðningu verður.

Innifalið í þjónustugjaldi er:

 • Au Pair vistráðning og undirbúningur fyrir komu.
 • Aðstoð og leiðbeiningar á frágangi gagna er varða skráningu í Þjóðskrá, eftir að au pair kemur til landsins.
 • Upplýsingagjöf varðandi tryggingar.
 • Tveggja mánaða ábyrgð á vistráðningu frá komu Au Pair til landsins. Ekki er tekin ábyrgð á vistráðningum sem eru gerðar fyrir 3 mánuði eða styttri tíma.
 • Stuðningur á meðan á dvöl Au Pair stendur.
 • Au Pair fundir á vegum Nínukots öðru hvoru.

Við mælum með að gistifjölskyldur sendi inn umsókn 2-3 mánuðum áður en óskað er eftir að au pair komi til landsins.  Stundum er hægt að verða við beiðnum þótt sótt sé um með styttri fyrirvara svo ekki hika við að kanna stöðuna hverju sinni ef óskað er eftir að fá Au Pair fyrr. Gistifjölskyldur þurfa að fylla út umsóknareyðublað, útvega sakavottorð fullorðinna einstaklinga á heimilinu og einnig er gott að fá 2-3 myndir af fjölskyldunni, sem gerir umsóknina persónulegri.

Fylltu út skráningarformið hér að neðan eins vel og ítarlega og þú getur. 

Um leið og þú sendir skráninguna inn til okkar getum við farið að leita að Au Pair sem hentar þörfum og óskum þinnar fjölskyldu. 

Sækja um sem gistifjölskylda