Ert þú að leita að au pair?
Au pair umsækjendur okkar sækja bæði um beint til okkar og í gegnum samstarfsaðila okkar þ.e. í gegnum viðurkenndar Au pair skrifstofur víða um Evrópu.
Au pair skilar inn ítarlegum umsóknargögnum og au pair bréfi til fjölskyldu þar sem hún segir frá reynslu sinni, fjölskyldu og áhugamálum. Hún skilar inn myndum af sér, börnum sem hún hefur verið að gæta og fjölskyldu sinni.
Einnig fáum við staðfest að viðkomandi sé með hreina sakaskrá og hafi góða heilsu.
Yfirleitt sækja au pair um að vera í 6, 9 eða 12 mánuði en einnig erum við stundum með umsækjendur sem vilja vera í styttri tíma.
Þegar fjölskylda hefur skilað inn umsóknargögnum sínum til Nínukots, sendum við au pair umsókn eða umsóknir sem gætu hentað viðkomandi fjölskyldu. Ýmislegt þarf að skoða við pörun fjölskyldu og au pair t.d. óskir um dvalartíma, aldurskröfur, reynsla, fjöldi barna ofl. ofl. Fjölskylda velur úr umsóknum og óskar eftir viðtali.
Bæði fjölskylda og au pair þurfa að samþykkja viðtal á skype eða í síma.
Ef viðtalið gengur að óskum og báðir aðilar samþykkja fær Au pair formlegt boðsbréf og koma til landsins er undirbúin. Annars er talað við næsta Au pair umsækjanda og svo koll af kolli þar til að sú rétta finnst.
Vistráðningargjaldið er 69.500 kr. m/vsk. og er greitt eftir að fjölskylda er búin að ráða au pair og er einungis greitt ef af ráðningu verður.
Innifalið í þjónustugjaldi er:
- Au pair vistráðning og undirbúningur fyrir komu.
- Aðstoð og leiðbeiningar á frágangi gagna er varða skráningu í Þjóðskrá, eftir að au pair kemur til landsins.
- Upplýsingagjöf varðandi tryggingamál.
- Tveggja mánaða ábyrgð á vistráðningu frá komu Au pair til landsins.
- Stuðningur á meðan á dvöl au pair stendur.
- Au pair fundir á vegum Nínukots öðru hvoru.
Við mælum með að gistifjölskyldur sendi inn umsókn 2-3 mánuðum áður en óskað er eftir að au pair komi til landsins. Stundum er hægt að verða við beiðnum þótt sótt sé um með styttri fyrirvara svo ekki hika við að kanna stöðuna hverju sinni ef óskað er eftir að fá au pair fyrr. Gistifjölskyldur þurfa að fylla út umsóknareyðublað, útvega sakavottorð fullorðinna einstaklinga á heimilinu og einnig er gott að fá 2-3 myndir af fjölskyldunni, sem gerir umsóknina persónulegri.
