Au pair í Bandaríkjunum

Í yfir 30 ár hefur AuPairCare stutt ungt fólk sem vill verða au pair í Bandaríkjunum. AuPairCare hjálpar þér að finna fjölskyldu, sér um flugið þitt til og frá Bandaríkjunum og við hjálpum þér með umsóknarferlið frá A-Ö. Þú verður hluti af amerískri fjölskyldu, gætir barna og færð frítími til að skoða Ameríku með nýju vinum þínum.  

Hefja umsókn fyrirspurn

Helstu atriði

  • Fyrir 18-26 ára einstaklinga sem hafa gaman af því að sjá um börn og vilja kynnast amerískri menningu
  • Hægt að sækja um allan ársins hring en um 2-3 komudagar á mánuði
  • Umsóknarferli minnst 2 mánuðir
  • Flug, tryggingar, námsstyrkur ofl. innifalið
  • Vasapeningur 215 USD á viku ásamt fæði og húsnæði
  • Verð 350 USD

AuPairCare

Nínukot vinnur með AuPairCare, sem hefur aðstoðað yfir 85.000 Au Pair við að finna sína gistifjölskyldu i Bandaríkjunum.

AuPairCare er ein örfárra skrifstofa sem hafa leyfi frá bandaríska innanríkis- ráðuneytinu til að ráða Au Pair til Bandaríkjanna á J-1 vegabréfsáritun.

 

Þátttökuskilyrði

Hér eru upplýsingar um þá eiginleika, þekkingu og reynslu sem umsækjendur þurfa að hafa.

  • Aldurstakmörk: 18-26 ára
  • Nám: Umsækjendur verða að hafa lokið helming af stúdentsprófi eða því sem samsvarar high school diploma, þegar þeir fara út.
  • Starfsreynsla:  Umsækjendur verða að hafa reynslu af barnagæslu hjá öðrum en ættingjum. Dæmi um barnagæslu er t.d. starf á leikskóla, barnapössun fyrir nágranna eða vinafólk, starf í sumarbúðum fyrir börn, kennsla barna í íþróttum, ofl. ofl. sem getur komið til greina sem reynsla.
  • Tungumálakunnátta: Enska, – umsækjendur verða að geta tjáð sig auðveldlega á ensku.
  • Umsóknarfrestur: minnst 8 vikum fyrir áætlaðan brottfarardag.
  • Lengd dvalar: lágmark 12 mánuðir.  Hægt er að leggja í hann allan ársins hring. Möguleiki er að framlengja dvöl um 6, 9 eða 12 mánuði.
  • Annað: Ökuskírteini, hreint sakavottorð og góð andleg og líkamleg heilsa.

Við erum að leita eftir þroskuðum, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingum og síðast en ekki síst Au Pair sem hafa gaman af því að vera með og umgangast börn!

Laun, vinnutími ofl.

Vinnutími: Vinnuvikan er mest 45 klst á viku. Hámark 10 klst. á dag.

Frítími: Einn til tveir dagar í viku.

Laun: Lágmark $215 í vasapening á viku. Sérherbergi og fullt fæði er hluti af launum.

Önnur laun:  Fjölskyldan greiðir fyrir farseðil til og frá New York og farseðil innanlands til fjölskyldunnar. Au pair fær allt að $500 námsstyrk. Einnig fær Au pair sjúkra-, ferða- og ábyrgðatryggingu ásamt ökutækjatryggingu þar sem við á.

Námskeið: Það er hluti af au pair leyfinu að ljúka stuttu námskeiði í Bandaríkjunum. Námskeiðið er yfirleitt stutt t.d. yfir 2-3 helgar og getur hver au pair ráðið því hvers konar námskeið hún sækir, dæmi um námskeið sem au pair hefur tekið er t.d. prjónanámskeið, enskunámskeið, yoga, starfsþróun ofl. ofl. Úrvalið fer eftir því hvaða námskeið eru í boði þar sem gistifjölskyldan þín býr. Au pair fær aðstoð hjá tengilið sínum á svæðinu að finna námskeið sem hentar. Námskeiðið er hægt að taka hvenær sem er á meðan dvöl stendur. Ef ætlunin er að vera lengur en eitt ár, þá þarf að ljúka þessu námskeiði áður en sótt er um framlengingu.

Annað: Allar Au Pair sem eru hafa parað sig við fjölskyldu fá undirbúningsnámskeið fyrir brottför í formi myndbanda og námskeiða í beinni útsendingu. Farið er meðal annars yfir fyrstu hjálp, akstur í Bandaríkjunum, upplýsingar varðandi heilbrigðiskerfið ofl. 

Innihald

  • Öll aðstoð, umsýsla og viðtal vegna umsóknar.
    Yfirgripsmikil handbók um prógrammið frá A-Ö.
  • Gistifjölskylda sem þú velur sjálf/ur/t.
  • 12 mánaða J-1 vegabréfsáritun.*
  • SEVIS gjald v/umsóknar um vegabréfsáritun.
  • Farseðill fram og tilbaka frá heimalandi þínu til gistifjölskyldu.
  • Minnst $215 í vasapening á viku.
  • Allt að $500 námsstyrkur.
  • 1 og hálfur frídagur á viku auk 10 daga frí á launum á 12 mánaða tímabilinu.
  • Mánuður til að ferðast í lok dvalar.**
  • Fullt fæði og sérherbergi á meðan á dvöl stendur.
  • Sjúkra- og slysatrygging.
  • Ábyrgðar- og ferðatrygging.
  • Aksturstrygging (ef við á).
  • Möguleiki á að framlengja dvölina um 6, 9 og 12 mánuði.
  • Móttaka á flugvellinum við komu og akstur í tengiflug (ef við á)
  • Au Pair þjálfunarnámskeið á netinu
  • Skipulagt tómstundalíf með öðrum Au Pair á þínu svæði.
  • Stuðningur frá trúnaðarmanni/ Au pair svæðisstjóra á meðan á dvöl stendur.
    Neyðarnúmer 24/7.

* Til að vera Au pair í Bandaríkjunum þarf J-1 vegabréfsáritun. Þátttakendur fá réttindi til að starfa sem Au pair í 12 mánuði með hjálp AuPairCare og að ferðast í 30 daga (Grace Period) eftir að starfi þeirra er lokið. Gjald vegna vegabréfsáritunar er greitt af þátttakanda þegar farið er í viðtal hjá Bandaríska sendiráðinu ($160) eftir að fjölskylda er fundin. SEVIS gjald er innifalið í þátttökugjaldi. Nínukot gefur allar upplýsingar og aðstoðar við umsókn um vegabréfsáritun.** Þrettándi mánuðurinn.

Verð árið 2023

Umsýslu- og þátttökugjald: USA $350

 
Greitt þegar umsækjandi hefur lokið umsókn, hefur mætt í formlegt viðtal og umsókn hefur verið samþykkt af AuPairCare.

Umsóknarferlið… skref fyrir skref

Frá þeim tíma sem þú skilar inn umsókn þinni fullbúinni til Nínukots getur þú verið komin til Bandaríkjanna 8-12 vikum síðar. Það getur líka tekið aðeins lengri tíma en það fer eftir hversu margar fjölskyldur eru að leita að Au pair með þína sérstöku reynslu eða hæfni. Hérna eru skrefin sem þú tekur frá því umsóknaferlið hefst þar til þú kemur til gistifjölskyldu þinnar í Bandaríkjunum:

 

Umsókn skilað inn
Þegar þú hefur farið í formlegt viðtal og skilað inn öllum umsóknargögnum til Nínukots mun Nínukot senda umsóknargögnin áfram til Au Pair Care. Au Pair Care staðfestir umsóknina þína og opnar umsóknina fyrir fjölskyldur sem gætu hentað þér.

Viðtöl við gistifjölskyldur í Bandaríkjunum
Þú færð tilkynningu í tölvupósti þegar gistifjölskylda biður um viðtal við þig. Þú átt að fara inn á My Au pair care (þitt netsvæði) til að sjá upplýsingar um fjölskylduna sem biður um viðtalið. Lestu allar upplýsingarnar um fjölskylduna og samfélag hennar. Fjölskyldan verður svo í sambandi, hringir eða sendir tölvupóst til að skipuleggja viðtal. Þú getur líka haft samband við þau af fyrra bragði til að skipuleggja viðtalið ykkar.

Viðtalið

Viðtöl fara fram að minnsta kosti tvisvar við sömu fjölskyldu áður en ákveðið er að para sig saman. Þetta er gert svo öllum helstu spurningum Au pair umsækjanda og gistifjölskyldu sé örugglega svarað. Undirbúðu vandlega hvert viðtal og vertu tilbúin að spyrja viðeigandi spurninga varðandi þarfir barnanna og lífstíl. Þú færð gögn frá Nínukoti sem geta hjálpað þér við undirbúninginn.

Fjölskylda fundin og komudagur valinn

Þegar gistifjölskyldan þín hefur boðið þér að koma til sín og þú hefur samþykkt það munt þú og gistifjölskyldan þín velja komudag.

Undirbúningur fyrir brottför

Þú munt hafa að minnsta kosti fjórar vikur til að undirbúa komu þína til Bandaríkjanna. Á þessum tíma þarftu að sækja um J-1 áritunina þína, klára námskeiðin ofl. En ekki hafa áhyggjur… starfsmaður hjá Nínukoti mun leiðbeina þér og hjálpa þér með undirbúninginn.

Au pair námskeið
Þú munt þurfa að taka Au pair undirbúningsnámskeið Au Pair Care fyrir brottför. Námskeiðið er núna á netinu í formi myndbanda og life training í skyndihjálp. Þar lærir þú m.a. um heilbrigðiskerfið, akstur í Bandaríkjunum, öryggi barna ofl. 

Koman til gistifjölskyldunnar
Au pair care sér um að bóka flugið þitt og gefa þér allar upplýsingar um ferðalagið. Flogið er til gistifjölskyldunnar. Eitt foreldri eða annar meðlimur gistifjölskyldunnar mun vera með þér fyrstu þrjá dagana til að setja þig inn í starfið. Þetta mun auðvelda aðlögunarferlið.  Tengiliður þinn (area director) mun einnig vera í sambandi við þig innan tveggja sólahringa eftir komu þína til þess að bjóða þig velkomna/velkominn/velkomið.

Upplýsingafundur
Innan tveggja vikna frá komu þinni til gistifjölskyldunnar mun tengiliður þinn koma í heimsókn til að fara yfir helstu atriði með þér og gistifjölskyldu þinn m.a. leiðbeina þér við að sækja um social security number. 

Nínukot aðstoðar umsækjendur með allt ferlið frá A-Ö

Tilbúin að sækja um? Þú getur hafið umsóknarferlið á vefsíðu AuPairCare hér og séð hvort þú uppfyllir þátttökuskilyrðin.