Ef þú:
- ert 18-28 ára.
- Hefur reynslu af starfi með börnum og unglingum, æskulýðsmálum eða hefur einhverja sérstaka kunnáttu eða hæfileika á sviði frístundaáhugamáls eða íþrótta sem þú getur miðlað áfram.
- Ert með góða enskukunnáttu.
- Getur hafið störf frá byrjun fram í miðjan júnímánuð.
- Getur starfað í 8-15 vikur.
- Hefur mikinn áhuga á að starfa í sumarbúðum.
Þá er þetta mögulega starfið fyrir þig!
Hér fyrir neðan má finna helstu upplýsingar um Camp USA. Skráðu þig hér að neðan ef þú hefur áhuga á að sækja um hjá Camp USA.
SkráningLíflegt og skemmtilegt sumarstarf
Ertu farin/nn að hugsa hvað þú vilt gera næsta sumar? Ef þú vilt kanna nýjar slóðir og kynnast fólki víðs vegar að úr heiminum þá gæti Camp USA verið kjörið verkefni fyrir þig.
Nínukot býður upp á Camp USA, sumarbúðastörf í Bandaríkunum í samstarfi við InterExchange. Interexchange er með yfir 50 ára reynslu í að vinna með sumarbúðum. Allir, sem starfa hjá InterExchange Camp USA hafa unnið í sumarbúðum og hafa því yfirgripsmikla þekkingu á starfinu og rekstri búðanna. InterExchange veitir hagkvæma, persónulega og örugga þjónustu og leggur metnað sinn í að finna rétta staðinn fyrir hvern þátttakanda.
Allt frá árinu 1861 hefur verið mjög sterk hefð hjá bandarískum ungmennum að fara í sumarbúðir. Á hverju ári eru um 10 milljónir barna og unglinga sem njóta skemmtunar og þess frelsis, sem fylgir því að fara í sumarbúðir. Í landinu eru meira en 12.000 sumarbúðir og því mikið framboð af störfum fyrir ungt fólk hvaðanæva að úr heiminum.
Sumarbúðastarfið er kjörið fyrir þá sem hafa gaman af útileikjum og íþróttum, hafa gaman af börnum, hafa einhverja sérstaka kunnáttu eða hæfileika og líkar vel að vinna í frjálslegu umhverfi. Að vinna í sumarbúðum er krefjandi en um leið ótrúlega skemmtilegt og gefandi.
Ef þú kýst að taka þátt og vinna í Camp USA þá getur þú verið viss um að þú munt taka heim með þér dýrmætar minningar og reynslu, sem mun varðveitast ævilangt.
Þetta gæti jafnvel orðið ævintýralegasta sumar lífs þíns!!!
Um sumarbúðirnar
Sumarbúðirnar hafa mismunandi áherslur og markhópa. Helstu gerðir sumarbúða eru eftirfarandi:
Um sumarbúðirnar
Sumarbúðirnar hafa mismunandi áherslur og markhópa. Helstu gerðir sumarbúða eru eftirfarandi:
Hefðbundnar sumarbúðir
Þetta eru algengustu sumarbúðirnar og eru þær venjulega í einkaeigu. Flestar af þessum sumarbúðum eru staðsettar úti í guðs grænni náttúrunni og bjóða upp á margs konar útivistatómstundir. Sem leiðbeinandi munt þú vinna náið með börnunum og líklega leiða hópastarf sem tengist færni þinni og reynslu. Sumar sumarbúðir eru kynjaskiptar þar sem bræðra- eða systrasumarbúðirnar eru þá yfirleitt í næsta nágrenni.


Sumarbúðir trúfélaga
Trúfélög starfrækja margar sumarbúðir í Bandaríkjunum. Kristnar sumarbúðir eru algengastar. Þessar sumarbúðir eru yfirleitt minni en hefðbundnar sumarbúðir og ekki jafn algengar. Þau leggja mikla áherslu á trúna í gegnum hefðbundið starf búðanna. Þátttaka starfsliðsins í trúarathöfnum er breytileg á milli búða.
Dagsumarbúðir
Í þeim búðum koma þátttakendur daglega í eina viku eða lengur, en fara alltaf heim í lok dags. Búðirnar eru staðsettar á margvíslegum stöðum, s.s. í borgum, á háskólalóðum eða á hefðbundnum sumarbúðastöðum. Starfsfólk býr ýmist í búðunum eða í heimagistingu.


Sumarbúðir fyrir ungmenni sem búa við fátækt
Þessar búðir bjóða börnum sem eiga erfitt sökum fátæktar að komast í sumarbúðir svo þau eignist jákvæðar minningar og reynslu. Börnin eru yfirleitt frá stórborgum. Venjulega starfrækja góðgerðafélög án hagnaðarsjónarmiða þessar búðir. Þessar búðir sækjast eftir fólki sem hefur reynslu af félagsstörfum eða af vinnu að æskulýðsmálefnum. Starf í þessum búðum er oft ögrandi en ótrúlega gefandi.
Sumarbúðir fyrir fólk með sérþarfir
Þessar búðir eru fyrir börn og/eða fullorðna einstaklinga sem eru með líkamlegar eða andlegar fatlanir. Þær eru mun minni en hefðbundnar sumarbúðir þar sem miðað er við að það sé sama hlutfall af starfsmönnum og sumarbúðagestum. Boðið er upp á hefðbundið frístundastarf sem jafnframt stuðlar að sjálfstæði þátttakendanna í daglegu lífi. Markmið með dvöl í þessum sumarbúðum er að auka samskiptahæfileika sumarbúðagestanna, auka sjálfstraust þeirra og kenna þeim viðeigandi félagsleg samskipti. Þeir geta líka þurft að aðstoða við persónulegar þarfir sumarbúðagestanna t.d að baða eða lyfta. Þetta er vissulega ögrandi starf en að sama skapi mjög gefandi.

Umhverfi sumarbúðanna er einstakt þar sem þú færð tækifæri til að leiða hópastarf sem tengist færni þinni og reynslu. Samhliða því munt þú kanna náttúruna, eiga yndislegar stundir við varðeldinn, eignast fjölda vina og takast á við ýmsa áskoranir með þeim og læra meira um sjálfan sig.
Leiðbeinendur leiða, stýra og bera ábyrgð á ungmennunum í sumarbúðunum. Þeir þurfa því að vera þolinmóðir, þroskaðir og ábyrgir einstaklingar. Þeir þurfa helst að hafa góða kunnáttu og hæfni í einhvers konar frístundastarfi, listum og/eða íþróttum. Margs konar kunnátta kemur til greina sem framlag leiðbeinenda við kennslu og verkstjórn í sumarbúðum.
Eftirfarandi eru dæmi um kunnáttu sem leitað er að hjá leiðbeinendum:
- Handiðn & listgreinar: s.s kertagerð, keramik/leirkeragerð, skartgripagerð, leðurvinna, málmvinna, myndlist, ljósmyndun, glerlist, silkiprentun, pappamassi, brúðugerð, litun ofl.
- Ævintýraferðir: s.s. Fjallasig, fjallaklifur, veggjaklif, klifurþrautir, útilegur, gönguferðir, fjallahjólreiðar ofl.
- Íþróttir og leikir: s.s. hópleikir, körfubolti, fótbolti, blak, hornabolti, golf, hestamennska, hjólaskautar, fimleikar, tennis, götu hokkí, karate, judo tae kwam, tai chi ofl.
- Vatnaíþróttir: s.s. kajak/kanósiglingar, björgunar og sundgæsluréttindi, sund, vatnaskíði, sjóbretti, seglbretti, stjórna vélbát, snorkela, köfun ofl.
- Leiklistasýningar: s.s dans, söngur, tónlist (gítar, pínaó), leika, leikstýra, handritagerð, leikbúningahönnun og gerð, leikbrúðugerð, leikmyndagerð ofl.
- Ýmislegt annað: tölvur, myndbandsgerð, fiskveiðar, vinna hluti úr náttúrunni, leiðsögn úti í náttúrunni, umönnun húsdýra, búverk, trúarbragðanám, go – kart, stjörnufræði og/eða reynsla af vinnu með fólki með sérþarfir ofl. ofl.
Þátttökuskilyrði fyrir leiðbeinendur (camp counselor):
- Aldurstakmark er 18 – 28 ára. Umsækjendur verða að vera orðnir 18 ára fyrir 1. júní.
- Reynsla af starfi með börnum og unglingum eða að leiðbeinandi hafi unnið að æskulýðsmálum, hafi einhverja sérstaka kunnáttu eða hæfileika á sviði frístundaáhugamáls eða íþrótta sem hann getur miðlað áfram til sumarbúðagesta.
- Góð enskukunnátta.
- Geta mætt í formlegt viðtal og á undirbúningsfund hér heima.
- Geta starfað í 8 -15 vikur.
- Geta hafið störf í byrjun júní eða í allra síðasta lagi um miðjan júní.
- Hreint sakavottorð og góð heilsa.
- Mikill áhugi á að starfa í sumarbúðum.
Í boði eru tvær mismunandi leiðir. Ef þig vantar vinnu í sumarbúðum þá sækir þú um sumarbúðastarf en ef þú ert búinn að fá vinnu í sumarbúðum og þarft aðeins J-1 visa þá getur þú fengið aðstoð hjá okkur við að fá það. Sjá meira í Self placement.
Laun
Við tryggjum þér $1750 fyrir 9 vikna starf (63 daga). Sumar sumabúðir gætu mögulega boðið þér hærri laun en þú munt aldrei fá lægri laun.
Hver aukadagur umfram 9 vikur er $30.
Allir leiðbeinendur fá frítt húsnæði og fullt fæði á meðan þú starfar.
Eftirfarandi er innifalið í verkefninu Camp USA:
- Handbók Nínukots
- Formleg kynning og viðtal
- Starf í sumarbúðum
- Laun frá $1750 – ásamt fæði og húsnæði á meðan starfað er
- Umsýsla vegna dvalar- og atvinnuleyfisins – DS2019
- Aðstoð og leiðbeiningar vegna umsóknar um J-1 vegabréfsáritun (J-1 áritun er leyfi til þess að fara inn í landið á þeim grundvelli að fara í sumarstarf eða au pair starf)
- Upplýsingafundur varðandi brottför og dvöl
- Ferðaleiðbeiningar – frá Íslandi til sumarbúða
- Tengiliður á meðan á dvöl stendur
- 24 tíma neyðarþjónusta
- Heilbrigðis-, slysa-, ferða- og ábyrgðartrygging, sem gildir í 3,5 mánuði
- Handbók, leiðsögubók um USA og Camp USA og stuttermabolur
- Þátttökuskírteini að lokinni dvöl
Þátttakendur hafa möguleika á því að ferðast um Bandaríkin eftir að starfstímabili er lokið í allt að 30 daga.
Hvað er ekki innifalið?
- Kostnaður við að fá sakavottorð (2700 ISK) og læknisvottorð
- Umsóknargjald v/vegabréfsáritunar ($160)
- Flug og ferðir
- Tryggingar yfir Grace period. Hægt er að kaupa CareMed tryggingar fyrir auka daga sem dvalið er á ferðalagi.
Staðfestingargjald 20.000 ÍSK – greitt við skráningu en fer upp í umsóknar- og verkefnagjaldið. Heildarupphæð greiðist þegar starf hefur verið fundið og samþykkt af þátttakanda. Staðfestingargjaldið er óendurkræft nema í þeim tilvikum þar sem umsókn er hafnað eða umsækjandi fær ekkert starfstilboð fyrir 1. maí.
Verð 2023
Verkefnagjald Camp USA er samtals $590 (85.213 ISK)* ef sótt er um fyrir 1. mars 2023. Eftir þann tíma og fram að 15. apríl 2023 er verkefnagjaldið $650 (93.879 ISK)*.
Innifalið í verði:
- Umsóknar- og verkefnagjald
- heilbrigðis- og slysatrygging **
- SEVIS gjald
*Gengi miðast við almennt sölugengi 10.01.2023 ca. =144. Upphæð miðast alltaf við gengið þann dag sem greitt er.
** á meðan á dvöl stendu, ef ætlun er að ferðast eftir dvölina, þá er hægt að kaupa auka tryggingu.
Athugið!
- Ef umsókn er hafnað af einhverjum ástæðum, eftir að formlegt umsóknarferli er hafið, eða ef sumarbúðastarf finnst ekki fyrir 1. maí eru öll gjöld til Nínukots endurgreidd.
- Ef umsækjandi dregur umsókn sína til baka fyrir 1. maí en er ekki kominn með starf er staðfestingargjald (20.000 ISK) ekki endurgreitt.
- Ef umsækjandi dregur umsókn sína til baka eftir að búið er að finna starf fyrir viðkomandi og umsækjandi búinn að samþykkja starfið eru engin gjöld endurgreidd.
- Þeir sem geta ekki sótt um J-1 Visa vegna ferðabanns milli landa eða fá neitun á J-1 Visa umsókninni sinni fá öll gjöld til Nínukots endurgreitt að undanskildu staðfestingagjaldinu.
Tekið er tillit til skyndilegra veikinda í samræmi við almennar reglur og skilmála Nínukots og InterExchange.
Ef þú ert að fara að vinna aftur að vinna í sumarbúðum vinsamlegast skoðaðu „Self placement“ eða „Returnies“ eða þú hefur fundið vinnu í sumarbúðum sjálf/ur.
Umsóknarferlið
- Þú fyllir út skráningarformið á vef Nínukots.
- Við höfum samband og förum yfir helstu upplýsingar með þér og svörum þeim spurningum sem þú ert með.
- Ef þú uppfyllir þátttökuskilyrði fyrir InterExchange þá gefum við þér aðgang að umsóknarkerfi þar sem þú fyllir inn upplýsingar um sjálfan þig og svarar nokkrum spurningum ásamt því að hlaða inn þeim skjölum sem óskað er eftir eins og meðmælandabréfum og sakavottorðum.
- Á meðan að umsóknarferlinu stendur bókum við þig í viðtal.
- Þegar umsóknin er fullkláruð og samþykkt af okkur sendum við hana áfram til InterExchange.
- Þegar InterExchange hefur samþykkt umsóknina þína fá framkvæmdastjórar sumarbúðanna aðgang að umsókninni þinni. Þú færð sömuleiðis aðgang að upplýsingum um þær sumarbúðir sem í boði eru. Ef umsóknin þín, áhugamál og það sem þú hefur fram á að færa á vel við ákveðnar sumarbúðir mun framkvæmdastjóri mögulega boða þig í viðtal eða hafa samband. Þú getur einnig skoðað þær sumarbúðir sem eru í boði og sent umsóknina þína beint á þær sumarbúðir sem þú hefur áhuga á.
Starfstilboð
- Ef þú færð starfstilboð er mikilvægt að svara því sem fyrst eða innan sólarhrings. Ef þú ákveður að hafna starfstilboðinu þá er ekki er hægt að tryggja að þú fáir atvinnutilboð frá öðrum sumarbúðum.
- Ef þú samþykkir starfstilboðið þá aðstoðum við þig með framhaldið, leyfisumsóknir og undirbúning fyrir dvölina/starfið og áður en þú veist af ert þú á leiðinni til Bandaríkjanna í mögulega skemmtilegustu upplifun lífs þíns.
Aldurstakmörk: 18-28 ára (þátttakendur verða að vera orðnir 18 ára fyrir 1.júní)
Skilyrði fyrir þátttöku: Að hafa reynslu og áhuga á starfi með börnum eða hafa unnið að æskulýðsmálum eða með fólki með sérþarfir eða hafa sérstaka kunnáttu á sviði frístundaáhugamáls eða íþróttar.
Starfsreynsla: Almennt er ekki krafist fyrri starfsreynslu, en góð starfsferilskrá auðveldar alltaf að koma umsækjendum fyrir.
Laun: sjá töflu.
Tungumálakunnátta: Enska, – umsækjendur verða að geta tjáð sig auðveldlega á ensku.
Umsóknarfrestur: 1. mars/15. apríl. Alltaf er betra að sækja um tímanlega til að eiga meiri líkur á starfi.
Lengd dvalar: 8 – 15 vikur. Möguleiki að leggja í hann frá fyrstu dögunum í maí til 15. júní. Þátttakendur verða að vera farnir frá Bandaríkjunum í seinasta lagi 15.október vegna vegabréfsáritunar.
Ferðalög: Hægt er að ferðast í 30 daga á eigin forsendum eftir að starfi lýkur (“Grace period“).
Annað: Hreint sakavottorð, heilbrigði, áhugi, sjálfstæði, hraustleiki, aðlögunarhæfni og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag en það síðast nefnda er mjög mikilvægt þar sem ýmislegt getur komið upp á, veikindi barna og annað sem þarf mögulega að sinna utan „vinnutíma“.
Camp USA „returnees” er fyrir fólk sem hefur starfað áður í sumarbúðum í USA og ætlar að ráða sig aftur í sumarbúðir. Oft er starfsmönnum boðið að koma aftur til starfa næsta sumar á eftir. Þátttakendur semja sjálfir um launin.
Camp USA “Self placement“ er fyrir þá sem hafa sjálfir fundið starf og vantar tilskilin leyfi til að taka þátt. Þátttakendur semja sjálfir um launin.
Þegar um er að ræða „self placement” eða „returnees” þá sér Nínukot um að aðstoða þig í gegnum umsóknarferlið, að ganga frá vegabréfsáritun og leyfum, útvegar tryggingar, ofl. Eins og áður eru Nínukot og InterExchange til stuðnings á meðan dvöl stendur í USA.
Umsóknarfrestur fyrir “Self placement“ er 1. maí hvers árs. Mælt er sterklega með því að “Self placement“ þátttakendur sæki um fyrir 1. mars hvers árs.
Eftirfarandi er innifalið í verkefninu “Self placement“ Camp USA:
- Handbók Nínukots
- Formleg kynning og viðtal
- Umsýsla vegna dvalar- og atvinnuleyfisins – DS2019
- Aðstoð og leiðbeiningar vegna umsóknar um J-1 vegabréfsáritun (J-1 áritun er leyfi til þess að fara inn í landið á þeim grundvelli að fara í sumarstarf eða au pair starf)
- Heilbrigðis- og slysatryggingar á samningtímabili.
- Upplýsingafundur varðandi brottför og dvöl (valkvætt fyrir “self placement“ en mælum með að þeir mæti sem eru að fara í fyrsta skipti í Camp USA)
- Tengiliður á meðan á dvöl stendur
- 24 tíma neyðarþjónusta
- Handbók, leiðsögubók um USA og Camp USA
- Þátttökuskírteini að lokinni dvöl
- Möguleiki að ferðast á eftir sumarbúðavinnunni – 30 daga „Grace period“
Hvað er ekki innifalið?
- Kostnaður við að fá sakavottorð (2700 ISK) og læknisvottorð
- Umsóknargjald v/vegabréfsáritunar ($160)
- Flug og ferðir
- Tryggingar yfir Grace period. Hægt er að kaupa CareMed tryggingar fyrir auka daga sem dvalið er á ferðalagi.
Verð 2023
Verkefnagjald “Self placement“: 800 USD*. Innifalið er: umsýslugjald, tryggingar og SEVIS gjald.
Verkefnagjald “returnees“: 650 USD*. Innifalið er: umsýslugjald, tryggingar og SEVIS gjald.
*Gengið er hægt að reikna á vefsíðu (forsíða) Íslandsbanka. Þegar verkefnagjald er greitt, miðast upphæð við það sölugengi dags þegar greitt er.
Áður en sótt er um:
- Hver er samstarfsaðili Nínukots í Bandaríkjunum?
InterExchange Camp USA er samstarfsaðili Nínukots. Aðsetur skrifstofu þeirra er í New York. - Hvernig sæki ég um?
Þú hefur samband við Nínukot símleiðis, sendir tölvupóst eða bókar fund ef þú ert með spurningar. Best er að hafa samband áður en þú skráir þig til þess að fara í gegnum hvort þú hefur það sem til þarf til að fá samþykkta umsókn þína. Þú getur einnig skráð þig strax beint á vef Nínukots og sent rafrænt. Þá mun starfsmaður Nínukots hafa samband við þig, fara í gegnum verkefnið með þér og svara spurningum þínum. - Get ég fundið starf sjálf/ur í sumarbúðum í USA?
Ef þú hefur þegar sótt um hjá Nínukoti þá ættirðu að halda ferlinum áfram þar, en ef þú hefur ekki enn hafið umsóknarferilinn er þér frjáls að leita sjálf/ur og athuga hvort þú finnir starf. Ef þú færð starf og ert búin/nn að fá samning þá getur þú sótt um “Self Placement Program” hjá Nínukoti til að fá til að fá rétt leyfi (DS-2019), sem er nauðsynlegt til þess að fá vegabréfsáritun. - Hversu góða enskukunnáttu þarf ég að hafa?
Ef þú ert að sækja um sem leiðbeinandi (counselor) þá verður þú að vera reiprennandi í ensku(fluent). Þú munt vinna í beinu sambandi við amerísk börn og verður að skilja þau án mikilla útskýringa og svara skýrt með lágmarks hiki. Þetta er því ákjósanlegt tækifæri til að bæta enskukunnáttu þína sama hversu vel þú talar hana nú þegar. - Getur vinur minn farið með mér í sömu sumarbúðirnar?
Það er betra að þú upplifir sumarbúðirnar á eigin vegum. Þú munt fá meiri reynslu við að kynnast nýrri menningu ef þú ferðast einn. Þess vegna staðsetjum við vini venjulega í mismunandi búðir. En hafðu ekki áhyggjur – þú eignast fjöldan allan af nýjum vinum þegar þú kemur í sumarbúðirnar. - Hve löngu eftir að ég sæki um fæ ég að vita um starfstilboð?
Það er reynt að finna stað fyrir alla þátttakendur. Þar sem framkvæmdastjórar sumarbúðanna hafa lokaorðið er ekki hægt að segja ákveðið hvenær starfstilboð kemur. Sumir þátttakendur fá starfstilboð viku eftir að umsókn er samþykkt og aðrir þurfa að bíða í einhverja mánuði. Þú þarft að búa þig undir að þurfa að bíða jafnvel þangað til 1.júní. - Hvernig er að vinna í sumarbúðum fyrir þá sem hafa sérþarfir?
Sumarbúðargestir með sérþarfir, börn og fullorðnir geta verið bæði líkamlega og/eða andlega fatlaðir. Framkvæmdastjórar þessara búða kjósa frekar umsækjendur sem hafa reynslu af að vinna með fötluðum, þótt reynslu sé ekki krafist. Þú þarft að vera fær um að fást við einn einstakling í einu og eins hóp. Þú þarft einnig að geta lyft og hjálpað við persónulega umönnun þeirra. Þetta getur verið erfitt starf en það er mjög gefandi. - Get ég fengið að vita meira um sumarbúðir trúfélaganna?
Það eru nokkrar tegundir af trúfélaga sumarbúðum. Flestar þeirra eru reknar af kristnum og gyðingatrúfélögum. Hversu mikið starfsmenn taka þátt í trúarathöfnum er breytilegt á milli búða. Sumar búðir biðja leiðbeinendur að leiða trúarathafnir og taka þátt í helgiathöfnum. Aðrar munu hins vegar ekki biðja um þátttöku starfsmanna. Að öðru leyti eru þessar búðir reknar eins og hefðbundnar sumarbúðir. Allir sem sækja um trúfélaga sumarbúðir verða að vera opnir og fordómalausir gagnvart trú annarra. - Hvað er “SEVIS” gjald?
1. september árið 2004 setti utanríkisráðuneyti USA þetta gjald á alla sem koma tímabundið (Student and Exchange Visitor) að vinna í USA. SEVIS stendur fyrir Student and Exchange Visitor Information System. Þetta gjald verður að greiða áður en hægt er gefa út skjalið DS-2019. Þátttakendur fá kvittun fyrir SEVIS gjaldinu, sem þeir verða að fara með til bandaríska sendiráðsins sem sönnun á greiðslu.
- Hve margar vinnustundir mun ég vinna á dag?
Vinnustundir geta verið breytilegar eftir hvaða stöðu þú gegnir. Leiðbeinendur hafa að jafnaði eina klukkustund í frí á degi og síðan nokkurra klukkustunda frí á kvöldin. Samt sem áður munt þú sum kvöld vera beðinn að vera með þínum krökkum og leiðbeina þeim. Leiðbeinendur eiga að fá að minnsta kosti einn frídag á viku. - Get ég skipt um sumarbúðir ef mér líkar ekki þær sem ég starfa í?
Reynt er að finna sumarbúðir sem hentar þér sem persónu og hæfileikum þínum. Búist er við því að allir leggi sig fram við að láta hlutina ganga. Ef þú ert óhamingjusamur með sumarbúðir þínar þá máttu ekki vera hræddur við að tala við yfirmann þinn og ræða hvernig hægt er að bæta ástandið. Ef það hjálpar ekki þá þarf að hringja í InterExhcange og ræða vandamálið. Það er mjög sjaldgæft að það þurfi að skipta um búðir. Samt ef aðstæður eru þannig að það sé alveg nauðsynlegt er það reynt. Það er samt engin trygging að það sé hægt og ef það tekst ekki þá verður þú að fara heim. - Hvað gerist ef ég hætti eða er rekinn?
Hafðu samband við InterExchange í hvelli. Þau verða að tala við þig og framkvæmdarstjóra sumarbúðanna áður en þú yfirgefur búðirnar. - Hvernig get ég breytt flugmiða mínum heim?
Hafðu samband við flugfélagið til að breyta dagsetningu á flugmiðum. Mundu að kostnaður vegna breytinga hækkar því nær sem flugið er og því er best að breyta með eins miklum fyrirvara og hægt er. - Hvað ef ég veikist eða slasa mig í sumarbúðunum?
Sjúkraþjónusta sumarbúðanna ætti að geta hjálpað þér við flest af því sem gæti komið upp á. En ef þú þarft að fara á spítala eða til læknis mundu þá að taka tryggingarskírteinið með þér sem þú færð fyrir brottför. En farðu ekki á bráðamóttöku nema það sé alveg nauðsynlegt. Ef mögulegt er ættirðu að hafa samband við tryggingarfélagið til að fá staðfest að spítalinn eða læknirinn viðurkenni trygginguna sem þú ert með. Þú getur leitað til InterExchange til að fá leiðbeiningar og ráðgjöf. Gleymdu ekki að taka afrit af öllu sem þú sendir tryggingarfélaginu.
- Hve lengi get ég dvalið í USA?
Þú getur dvalið áfram í USA í allt að 30 daga frá og með síðasta vinnudegi. Dagsetningin miðast við seinasta dag DS-2019 skjalsins þíns en ekki er hægt að vera lengur en til 15. október. Allir þátttakendur verða að vera farnir í seinasta lagi 15. október frá USA. - Get ég framlengt dvalarleyfinu mínu?
Nei, því miður. Framlenging er ekki leyfð. Þegar þú skrifar undir umsókn þína þá samþykkir þú að fara heim innan 30 daga frá því að verkefni þínu lýkur. Það eru alls engar undantekningar. Ef ekki er farið eftir þessum reglum áttu hættu á handtöku og síðan brottvikningu úr landi. - Hve lengi get ég unnið í USA?
Þátttakendur geta unnið löglega til lokadags á DS-2019 skjalinu. - Get ég fundið aðra vinnu eftir að sumarbúðarstarfi mínu lýkur?
Þú hefur ekki leyfi til að vinna neins staðar nema í sumarbúðunum sem þú fékkst starf í. Mundu bara að þú getur ekki unnið í neinum sumarbúðum eftir að lokadagurinn á DS-2019 skjalinu rennur upp. - Sumarbúðir mínar tóku tryggingargjald af launum mínum. Hvernig fæ ég peninga mína til baka?
Segðu sumarbúðunum þínum frá mistökunum. Útskýrðu að það eigi ekki að taka tryggingargjald af þér. Biddu um endurgreiðslu. Ef það tekst ekki útbýrðu kröfu á “Internal Revenue Service. Notaðu eyðublað 843 Claim for Refund and Request for Abatement. - Hvernig fæ ég skattana mína til baka?
Til að fá skattana endurgreidda þarftu að fá launa og skattayfirlit frá sumarbúðum þínum og eyðublað 1040NR-EZ frá Internal Revenue Service. Þú ættir að fá W-2 frá búðum þínum fyrir 31. Janúar. Þú getur sótt þetta eyðublað og leiðbeiningar á vefsíðunni: www.irs.gov. Notaðu upplýsingarnar á W-2 til að fylla út 1040NR-EZ og sendu til Internal Revenue Service fyrir 15. apríl. Ef þú ert óöruggur með hvernig á að gera þetta þá eru fyrirtæki sem hjálpa gegn vægu gjaldi. Við mælum með t.d. Taxback (www.taxback.com). Hér er frí reiknivél til að fá upplýsingar um endurgreiðslu. - Hvað geri ég ef ég týni vegabréfi mínu, DS-2019?
Til að fá nýtt vegabréf þarftu að hafa samband við sendiráð þitt eða ræðismann í USA. Þú finnur lista í USA leiðbeiningabókinni frá InterExchange með sendiráðum og ræðismönnum. Til að fá nýtt DS-2019 sendu þá tölvupóst til InterExchange Camp USA skrifstofunnar eða hringdu í síma 1-800-597-1722. - Hvað ef ég vil vinna í sumarbúðum aftur næsta sumar?
Þú ættir að tala við framkvæmdastjórann í sumarbúðum þínum áður en þú ferð. Ef hann vill ráða þig aftur þá getur þú sótt um “Self Placement/Returnees” fyrir næsta sumar. Vinsamlegast hafðu samband við Nínukot til að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar. Ef mögulegt er þá ættu búðirnar að gefa þér skrifleg meðmæli eða mat á frammistöðu þinni sem fylgir svo umsókn þinni árið eftir. Þú vilt kannski líka fá samning eða undirritað samkomulag frá sumarbúðunum til að láta fylgja með næstu umsókn. Ef þú vilt prófa aðra sumarbúðir þá getur þú líka sótt um til Nínukots sem annars árs umsækjandi.