Leiðbeinandi í sumarbúðum í Bandaríkjunum – Camp USA

    Ertu farin/nn að hugsa hvað þú vilt gera næsta sumar? Ef þú vilt kanna nýjar slóðir og kynnast fólki víðs vegar að úr heiminum þá gæti Camp USA verið kjörið verkefni fyrir þig.

    Umhverfi sumarbúða er einstakt þar sem þú færð tækifæri til að leiða hópastarf sem tengist færni þinni og reynslu. Samhliða því munt þú kanna náttúruna, eiga yndislegar stundir við varðeldinn, eignast fjölda vina og takast á við ýmsar áskoranir með þeim þar sem þú færð tækifæri til að læra meira um sjálfan þig í leiðinni.

    Flokkar: ,