Við aðstoðum þig við að finna rétta starfsmanninn fyrir þitt fyrirtæki!

Hvað gerum við?

Við sérhæfum okkur í að finna starfsfólk fyrir ferðaþjónustu t.d. gistihús, hótel, afgreiðslu og önnur tengd störf og öll almenn landbúnaðarstörf.

Þú hefur samband eða skráir starfið hér og gefur okkur nánari upplýsingar um starfsemi þína og um starfið. Við leitumst við að finna rétta starfsmanninn fyrir þig. Einfaldara getur það ekki verið.

Við hvetjum atvinnurekendur að hafa samband við okkur tímanlega en stundum erum við með umsækjendur sem sækja um með skömmum fyrirvara.

Þjónustan okkar

 • Þú hefur samband eða skráir starfslýsingu á vef Nínukots
 • Við skoðum líklega umsækjendur sem falla að þínum óskum
 • Þú skoðar umsóknir og velur umsækjanda í viðtal
 • Umsækjandi eða umsækjendur fá starfslýsinguna þína og ákveða hvort áhugi er á viðtali
 • Umsækjandi hefur samband við þig og þið skipuleggið viðtalstíma ykkar á milli
 • Ákvörðun um ráðningu er tekin eftir viðtal
 • Ef af ráðningu verður þá er koma starfsmanns undirbúin í samvinnu við atvinnurekanda

Um starfsmenn

Umsækjendur eru ríkisborgarar frá evrópska efnahagssvæðinu, sem hafa mikinn áhuga á að ráða sig til tímabundinna starfa á Íslandi og kynnast þannig landi og þjóð frá fyrstu hendi. Flest þeirra eru á aldrinum 18 – 30 ára.

Til að tryggja sem hæfasta umsækjendur eru þeir beðnir um ýmis gögn með umsókninni sinni. Þeir þurfa m.a. að fylla út formlega umsókn, gera hvatabréf, starfsferilskrá, framvísa meðmælabréfum og sakavottorði. Eins er gerð krafa um góða enskukunnáttu eða B2.

Umsækjendur eru ennþá staddir í heimalandi og því mjög gott að geta boðið upp á húsnæði gegn vægu leigugjaldi.

Við aðstoðum við umsókn um kennitölu ofl. eftir að starfsmaður er kominn til landsins. 

Verð

Það kostar ekkert að skrá starfið hjá okkur

Ráðningargjaldið er 41 þús án vsk.

Eftir komu og á meðan á dvöl stendur

 • Þau þurfa ekki atvinnuleyfi þar sem þau er frá EES svæðinu
 • Þau hafa sömu réttindi og starfskjör og íslenskir ríkisborgarar
 • Þau þurfa kennitölu
 • Þau greiða skatta, í lífeyrissjóð og í verkalýðsfélag
 • Þau gera skattaframtal
 • Þau verða að skrá sig úr landi við brottför

   

 

 
Skrá starf

Þitt fyrirtæki er í góðum höndum hjá okkur!

Við leggjum okkur fram um að bjóða persónulega og góða þjónustu til viðskiptavina okkar.

Á undanförnum tuttugu árum hef ég notið ráðningaþjónustu Nínukots og er mjög ánægður með verklag skrifstofunnar í þágu okkar bænda. Samskiptin hafa verið mjög góð og hnökralaus með öllu. Starfsmennirnir sem skrifstofan hefur ráðið hafa allir verið duglegir og samviskusamir og engin vandamál komið upp. Ég mæli eindregið með Nínukoti ef þú þarft að ráða starfsmann.

Gullfosskaffi hefur notið þjónustu Nínukots í um tvo áratugi og líkað mjög vel. Vandvirkni þeirra og fagmennska hefur skilað okkur mjög góðu starfsfólki í gegnum árin. Við getum svo sannarlega mælt með Nínukoti þegar kemur að mannaráðningum í alþjóðlegu umhverfi og munum sjálf halda áfram að eiga viðskipti við Nínukot.