Au Pair í Þýskalandi

Finnst þér gaman að sjá um börn? Hefur þig dreymt um að vera eitt ár erlendis, búa hjá gistifjölskyldu, kynnast nýrri menningu og læra nýtt tungumál? Þá gæti það verið það rétta fyrir þig að gerast Au Pair í Þýskalandi!

Nínukot, í samstarfi við Ayusa, hjálpar þér að finna fjölskyldur og aðstoðar þig með umsóknarferlið frá A-Ö. Þú verður hluti af þýskri fjölskyldu, gætir barns/barna fjölskyldunnar þinnar og færð frítíma til að skoða Þýskaland með nýju vinum þínum. 

Byrjaðu Au Pair ævintýrið þitt núna! 

Hefja umsókn fyrirspurn

Helstu atriði

 • Fyrir 18-26 ára (mögulega eldri) einstaklinga sem hafa gaman af því að sjá um börn og vilja kynnast þýskri menningu
 • Hægt að sækja um allan ársins hring
 • Umsóknarferli: 2-3 mánuðir en getur tekið einungis 2-4 vikur.
 • Flug (ef dvalið er í 12 mánuði), tryggingar, 90 EUR mánaðarlegur námsstyrkur til að sækja tungumálanám o.fl. innifalið
 • Vasapeningur 280 EUR á mánuði ásamt fæði og húsnæði
 • Verð 50.000 ISK. 

Ayusa

Nínukot vinnur með Ayusa international, þýskri au pair skrifstofu sem helgar sig menningarskiptum og að tengja fólk saman.

Ayusa International var stofnað árið 1990 í Stuttgart og hefur nú aðsetur í Berlín í Þýskalandi. Þau bjóða upp á margs konar verkefni eins og Au Pair, framhaldsskólaskipti og tungumálakennslu, fyrir nemendur og ungmenni frá öllum heimshornum sem vilja fá tækifæri til að skoða Þýskaland.

Ayusa er með margra ára reynslu í starfi með Au Pair, tungumálakennurum, skiptinemum og gistifjölskyldum. Allir starfsmenn Ayusa hafa sjálfir unnið eða búið erlendis, stundað nám erlendis, dvalið sem Au Pair eða stundað skiptinám í framhaldsskóla.

Samtökin eiga um 70 fulltrúa, staðsetta um allt Þýskaland sem sjá um að taka á móti og aðstoða fólk sem er að koma í menningarskiptaverkefni í gegnum Ayusa.

Vinátta og ferðalög

Þú hefur tækifæri á að hitta og kynnast öðrum au pair á skipulögðum au pair fundum sem eru haldnir í níu mismunandi þýskum borgum. Þar færðu tækifæri til að kynnast fólki á þínum aldri og mynda vináttu sem endist þér alla ævi. 

Þú getur notað frítíma þinn í að uppgvöta spennandi staði innan Þýskalands eða ferðast til einhvers af nágrannalöndunum í Evrópu.

Aukin tungumálaþekking

Þú hefur tækifæri til að sækja þýskunámskeið en það og dvölin sjálf mun hjálpa þér að auka tungumálakunnáttuna þína. Í lok dvalar þinnar muntu geta átt þæginleg samskipti á þýsku en það, ásamt þessari reynslu, getur styrkt umsóknin um nám og störf.

Tækifæri til að vaxa

Að vera au pair er ný áskorun sem gefur þér tækifæri til að vaxa persónulega. Reyndar mun það breyta þér að eilífu. Au Pair gefur þér tækifæri til að auka sjálfstraustið með auknum þroska, víðsýni og sjálfsbjörgun. Full/ur af stolti muntu endurspegla reynslu þína og segja: „Ég gerði það!“ 

Hvernig eru þýskar gistifjölskyldur

Gistifjölskyldur hafa yfirleitt mikinn áhuga á að kynnast Au Pair þeirra vel og deila menningu sinni með þeim. Þú tekur þátt í lífi fjölskyldunnar sem hluti af fjölskyldunni. Sem Au Pair muntu skapa sérstök tengsl við fjölskylduna sem endist þér lengur en dvöl þín. Meirihluti fjölskyldna okkar sem taka þátt eru tvíforeldrafjölskyldur með tvö til fjögur börn sem eru á aldrinum 1 til 10 ára. Á meðan sumar fjölskyldur búa í rúmgóðum íbúðum býr meirihlutinn í húsum.

Hvar búa gistifjölskyldurnar?

Ayusa International er með fjölmargar gistifjölskyldur víðsvegar um Þýskaland og býður nú upp á vistun í níu spennandi þýskum borgum og umhverfi þeirra. Gistifjölskyldur Aysa búa í og ​​við: Hamborg, Berlín, Düsseldorf, Köln, Frankfurt, Hannover, Bielefeld, Ulm, Stuttgart og Munchen. Þó að við reynum að koma til móts við allar svæðisbundnar óskir sem þú gætir haft, hvetjum við alltaf Au Pair okkar til að vera opinn fyrir staðsetningu vegna þess að mikilvægasti þátturinn er að þú komist eins vel og best með gestgjafafjölskyldunni þinni! Meðan á dvöl þinni sem Au Pair stendur hefurðu fullt af tækifærum til að ferðast og skoða Þýskaland og nágrannalöndin.

Þátttökuskilyrði

Hér eru upplýsingar um þá eiginleika, þekkingu og reynslu sem umsækjendur þurfa að hafa.

 • Aldurstakmörk: 18-26 ára
 • Nám: Umsækjendur verða að hafa lokið helming af stúdentsprófi eða því sem samsvarar high school diploma, þegar þeir fara út.
 • Starfsreynsla:  Umsækjendur verða að hafa góða reynslu af barnagæslu. Dæmi um barnagæslu er t.d. starf á leikskóla, barnapössun fyrir nágranna eða vinafólk, starf í sumarbúðum fyrir börn, kennsla barna í íþróttum, frístundaleiðbeinandi, stuðningsfulltrúi o.fl. sem getur komið til greina sem reynsla.
 • Tungumálakunnátta: Enska, – umsækjendur verða að geta tjáð sig auðveldlega á ensku (B2). Þýskukunnátta er kostur en ekki nauðsynleg.
 • Umsóknarfrestur: helst minnst 8 vikum fyrir áætlaðan brottfarardag en mögulegt er að sækja um með aðeins styttri fyrirvara. 
 • Lengd dvalar: 6-12 mánuðir.  Hægt er að leggja í hann allan ársins hring. 
 • Ökuskírteini: Ökuskírteini er kostur en ekki skilyrði.
 • Annað: Au pair þarf að vera ógift/ur og barnlaus. Hreint sakavottorð, reyklaus og góð andleg og líkamleg heilsa.

Við erum að leita eftir þroskuðum, sjálfstæðum og jákvæðum einstaklingum og síðast en ekki síst Au Pair sem hafa gaman af því að vera með og umgangast börn!

Laun, vinnutími ofl.

Vinnutími: Vinnuvikan er mest 30 klst. á viku. Hámark 6 klst. á dag.

Frítími: 1 og 1/2  dagur í hverri viku.

Laun: Lágmark €280 í vasapening á mánuði. Sérherbergi og fullt fæði er hluti af launum.

Önnur laun:  €90 í námsstyrk fyrir þýskunámskeið. 2 greiddir orlofsdagar á mánuði sem jafngildir u.þ.b. 2 vikum fyrir 6 mánaða dvöl og u.þ.b. 4 vikum fyrir 12 mánaða dvöl.

Flug: Gistifjölskyldan greiðir fyrir farseðil fyrir au pair sem dvelur hjá þeim í a.m.k. 12 mánuði og einnig fyrir farseðilinn heim fyrir þær au pair sem standa við samninginn og dvelja í a.m.k. 12 mánuði. 

Tryggingarpakki: Alhliða tryggingarpakki sem inniheldur þar á meðal sjúkra-, slysa- og ábyrgðartryggingu. 

Innihald

 • Öll aðstoð og viðtöl vegna umsóknar.
 • Handbók Nínukots um Au Pair.
 • Gistifjölskylda sem þú velur sjálf/ur/t.
 • Farseðill fram og tilbaka frá heimalandi þínu til gistifjölskyldu ef þú dvelur í 12 mánuði eða lengur.
 • Minnst €280 í vasapening á mánuði
 • €90 mánaðarlegur námsstyrkur fyrir þýskunámskeið.
 • 1 og hálfur frídagur á viku auk 2  greiddra orlofsdaga á mánuði sem jafngildir u.þ.b. 2 vikum fyrir 6 mánaða dvöl og u.þ.b. 4 vikum fyrir 12 mánaða dvöl.
 • Fullt fæði og sérherbergi á meðan á dvöl stendur.
 • Sjúkra-, slysa- og ábyrgðartrygging. 
 • Reglulegir skipulagðir Au pair hittingar á þínu svæði með svæðisstjóra.
 • Stuðningur frá Au Pair svæðisstjóra á meðan á dvöl stendur.
  Neyðarnúmer 24/7.
 • Fundur við komu til Þýskalands með þínum svæðisstjóra. 
 • Vottorð um þátttöku þína sem Au Pair. 

Verð árið 2024

Umsýslu- og þátttökugjald: 50.000 ISK.*

*25.000 ISK greiðist eftir að umsækjandi hefur skilað inn öllum gögnum til Nínukots og hefur verið boðaður í formlegt viðtal. Þetta gjald er óafturkræft.

Seinni hluti greiðslunnar, 25.000 ISK greiðist þegar Au Pair umsækjandinn hefur fundið gistifjölskyldu.

Umsóknarferlið… skref fyrir skref

Frá þeim tíma sem þú skilar inn umsókn þinni fullbúinni til Nínukots getur þú verið komin til Þýskalands 8-12 vikum síðar, stundum getur ferlið jafnvel tekið styttri tíma eða 2-4 vikur. Það getur líka tekið aðeins lengri tíma en það fer eftir hversu margar fjölskyldur eru að leita að Au Pair með þína sérstöku reynslu eða hæfni.

Hérna eru skrefin sem þú tekur frá því umsóknaferlið hefst þar til þú kemur til gistifjölskyldu þinnar í Þýskalandi.

Umsóknarferlið
Þú fyllir út forumsókn sem má nálgast hér.
Við höfum samband og förum yfir umsóknarferlið með þér og svörum spurningum þínum.
Þegar þú hefur skilað inn öllum umsóknargögnum til Nínukots boðum við þig í formlegt viðtal. Eftir viðtalið mun Nínukot senda umsóknargögnin þín áfram til Auysa. Auysa staðfestir umsóknina þína tengir þig við fjölskyldur sem gætu hentað þér.

Viðtöl við gistifjölskyldur
Þú færð tilkynningu í tölvupósti þegar gistifjölskylda biður um viðtal við þig. Mikilvægt er að kynna sér vel allar upplýsingarnar um fjölskylduna. Fjölskyldan verður svo í sambandi, hringir eða sendir tölvupóst til að skipuleggja viðtal. Þú getur líka haft samband við þau af fyrra bragði til að skipuleggja viðtalið ykkar.

Viðtalið

Viðtöl fara fram að minnsta kosti tvisvar við sömu fjölskyldu áður en ákveðið er að para sig saman. Þetta er gert svo öllum helstu spurningum Au Pair umsækjanda og gistifjölskyldu sé örugglega svarað. Undirbúðu vandlega hvert viðtal. Þú færð gögn frá Nínukoti sem geta hjálpað þér við undirbúninginn.

Fjölskylda fundin og komudagur valinn

Þegar gistifjölskyldan þín hefur boðið þér að koma til sín og þú hefur samþykkt það munt þú og gistifjölskyldan þín velja komudag. Þú færð sendan samning sem gildir milli þín og gistifjölskyldunnar.

Undirbúningur fyrir brottför

Þú undirbýrð brottför í samráði við gistifjölskylduna þína. Ef þú ákveður að dvelja hjá þeim í a.m.k. 12 mánuði sér gistifjölskyldan þín um að bóka flugið. Starfsmaður hjá Nínukoti mun hjálpa þér að undirbúa þig undir menningarskiptin og dvölina þína. Þú færð góða handbók afhenta sem og lokaviðtal fyrir brottför. 

Koman til gistifjölskyldunnar
Flogið er til gistifjölskyldunnar. Þú hefur 24 tíma aðgang að tengilið (local representative) sem mun einnig heimsækja þig í upphafi dvalar. Fulltrúinn á staðnum tekur út heimilið áður en dvölin þín hefst. Eitt foreldri eða annar meðlimur gistifjölskyldunnar mun vera með þér fyrstu þrjá dagana til að setja þig inn í starfið. Þetta mun auðvelda aðlögunarferlið.

Nínukot aðstoðar umsækjendur með allt ferlið frá A-Ö

Tilbúin að sækja um? Þú getur tekið fyrsta skrefið og hafið umsóknarferlið með því að fylla út forumsókn á vefsíðu Nínukots hér fyrir neðan og séð hvort þú uppfyllir þátttökuskilyrðin.