Um nínukot

Nínukot var stofnað  árið 1996 af Svanborgu E. Óskarsdóttur.

Ninukot hóf starfsemi sína einn kaldan vetrardag úti á landi eða á litlum sveitabæ á Suðurlandi með eitt, lítið skrifborð með einum síma sem var líka faxtæki. Þannig var það nú þá.

Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt hefur breyst. Nú rekur Nínukot skrifstofu í Reykjavík og nýtir nýjustu tækni í samskiptum við umsækjendur, atvinnurekendur og á milli starfsmanna. 

Jafnframt því að bjóða upp á miðlun starfa á Íslandi, býður Nínukot upp á margvísleg verkefni erlendis fyrir fólk á ýmsum aldri; s.s. tungumálanám, sjálfboðastörf, leiðangursferðir, starfsnám, og au pair og hefur þannig nýtt langa reynslu sem upphaflega byggðist á samskiptum við fjölda þjóðerna við milligöngu starfa á Íslandi.