Enskunám og frí fyrir alla fjölskylduna
Upplifðu frí og nám fyrir alla fjölskylduna á hinni sólríku eyju, Möltu. Njóttu með fjölskyldu þinni að læra ensku á morgnana, fara skoðunarferðir eða njóta sólar og sunds eftir hádegið og að kvöldi sækja heim hina frábæru veitingastaði sem Malta hefur upp á bjóða. Byrjunardagar eru alla mánudaga allan ársins hring.
Í boði er enskunámskeið fyrir einstaklinga og fjölskyldur/hópa sem ferðast saman og vilja taka þátt í námi 5 daga vikunnar.
Í boði er annaðhvort 20 kennslustunda einstaklingskennsla eða kennsla í litlum hóp fyrir fyrir börnin, 5-13 ára og unglinga 14-17 ára, 5 daga vikunnar, á sama tíma og hinir fullorðnu. Systkini geta fengið samkennslu ef getustig þeirra er svipað.
Um sumarið frá ca. 12.06 til 15.08 eru þau sem eru aldrinum 10-13 ára í tímum með nemendum krakkasumarbúðanna og 14-17 ára eru í tímum með unglingasumarbúðunum.
Boðið er upp á leikskóla fyrir 3-5 ára í nágrenni skólans með enskumælandi börnum á meðan að foreldrarnir eru á námskeiði.
Foreldrar, ömmur og afar geta valið almenna enskukennslu, almenna- og viðskipta enskukennslu, viðskipta eða einstaklingsenskukennslu. Amma og afi geta svo einnig valið að taka þátt í Klúbb 50+ sem er tvisvar á ári í maí og október og hægt að taka þátt í í 1 til 4 vikur við nám og skipulagðar ferðir með leiðsögn.
Enskukennsla og sumarbúðir fyrir börn og unglinga.
Sumarið 2023 er í boði fyrir unglinginn þinn, 14 – 17 ára að taka þátt í unglingasumarbúðum þar sem kennd er enska og svo eru skipulagðar tómstundir og afþreying með leiðsögn og eftirliti. Ef barnið þitt er 10 -13 ára er einnig í boði að taka þátt í krakkasumarbúðum þar sem fram fer enskunám, tómstundir og afþreying, gæsla og leiðsögn.
Hægt að skrá nemendur að lágmarki í 2 vikur. Komudagur getur verið hvort sem laugardagurinn eða sunnudagurinn fyrir upphaf þeirra viku sem valin er þátttaka í.
Innifalið í sumarbúðunum:
- gisting, hönnuð fyrir búðirnar.
- fullt fæði,
- skipulagt enskunám
- afþreying/tómstundir
- flutningur til/frá flugveilli
- umönnun
- eftirlit og leiðsögn allan tímann.
Á sama tíma getur þú einnig skráð þig á enskunámskeið valið hvort börn þín:
- Taka eingöngu þátt í enskunámskeiðinu með nemendunum í sumarbúðunum.
- Taka þátt bæði í enskunáminu og afþreyingunni.
- Taka þátt í námi og afþreyingu en gista með þér í húsnæði sem þú velur eða með nemendum í sumarbúðunum.
Verð 2023
Sendið email á ninukot@ninukot.is til að fá nánari upplýsingar um verð.