Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Asía / Malasía / Orangútan-skógarmaðurinn
17.10.2019 : 13:50 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18 ár
Tungumálakunnátta: Grunnkunnátta í ensku.
Starfsreynsla: Ekki krafist fyrri starfsreynslu, Líkamleg hreysti nauðsynleg.
Sakavottorð: Krafist af öllum sem vinna með börnum
Vegabréfsáritun:  Áritun þarf ekki upp að 90 dögum.
Staðsetning: Í Perak fylki
Vínnutími: Virka daga, helgar frí.
Lengd dvalar: 2 - 12 vikur. 
Upphafstími: Árið 2017. Annan hvern mánudag frá upphafsmánudegi hvers mánaðar að telja. Í júlí allir mánudagar nema sá 31.
Umsóknarfrestur: Bóka þarf helst 2 -3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.
Annað: Ertu opinn fyrir að kynnast nýrri menningu? Hefur þú góða aðlögunarhæfni? Viltu taka þátt í dýraverndunarstarfi? Þá er þetta verkefni í Malasíu eitthvað fyrir þig!

Sjálfboðavinna Orangútur Malasía

Markmið orangútuverkefnisins, sem þér býðst að taka þátt í er að fræða um þessar gáfuðu skepnur, koma í veg fyrir útrýmingu þeirra, vernda heimkynni þeirra, veita nemendum tækifæri til að læra um mikilvægi orangúta í fæðukeðjunni og vistkerfinu, veita hjálp og stuðning við þau dýr, sem eru særð eða hefur verið bjargað og síðast en ekki síst vernda þessa tegund svo komandi kynslóðir eigi kost á að sjá og kynnast þeim.

Griðland þeirra og þar sem starfið fer fram er á eyju í Perak í Vestur- Malasíu. Eyjan er 0,14 km2 að stærð og er umvafin 28 km2 ferskvatni. Griðlandið er hugsað sem tímabundið aðsetur Borneo organgúta sem hefur verið bjargað og eru enn ófær um að vera sleppt í sín náttúrulegu heimkynni. Upphaflega var hlutverk þessa griðlands að vekja meðvitund og fræðslu um orangútur, en svo þróaðist hlutverk þess yfir í að vera viðurkennt verndarsvæði og björgunarmóttaka fyrir Borneo orangútur utan við þeirra náttúrulegu heimkynni. Griðlandið gegnir nú mikilvægu hlutverki í rannsóknum á órangútum og að byggja upp þekkingu heima fyrir með því að kynna gestum mismunandi svið fremdardýrafræðinnar svo sem fróðleik um hegðun og vistkerfi fremdardýra, umönnun og hjúkrun dýra í haldi og líffræðilega verndun.

Griðlandið hefur þróast í að verða mikilvæg þjálfunar og rannsóknarmiðstöð fyrir nemendur í dýralækningum, dýrafræðum og umhverfisverndarvísindum, sem vilja rannsaka orangútur utan og innan náttúrulegra heimkynna þeirra.

Um vinnuna

Vinna sjálfboðaliða með orangútum krefst þess að þeir séu vel hraustir því loftslagið er bæði heitt og rakt. Eins verða þátttakendur að geta sýnt þolinmæði og sveigjanleika vegna óvæntra uppákoma t.d. ef ný orangúta kemur á svæðið eða bara vegna Malasíu “tíma” sem er heldur “hæggengari”, en sá evrópski. Þetta þýðir að það sem var búið að skipuleggja þann daginn gæti kollvarpast. Það sem þú gætir verið að hjálpa við sem sjálfboðaliði er m.a. að aðstoða við almenna umönnun orangútanna með því að leggja lið við ræktun fóðurs þeirra, undirbúning og fóðrun máltíða, þrif í kringum þá, að byggja hengibrýr fyrir þær, útbúa ýmis leikföng fyrir þær að leika sér að því leikurinn örvar náttúrulega hegðun þeirra og vistmuni, þú getur horft svo á úr fjarska, gera gönguplanka fyrir starfsfólk og gesti svo auðveldara sé að komast um, aðstoða við alls konar viðhald því allt sem er gert í frumskógunum gengur hratt úr sér vegna ryðs, fúa eða átu termíta. Því þarf stöðugt að þrífa, mála og gera við.

Innihald og verð