Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Ameríka / Ecuador / Um vinnuna
23.10.2019 : 14:20 : +0000

Sjálfboðavinna Ecuador

Í boði er að taka þátt í spennandi dýraverkefnum í Ecuador. Þú getur valið á milli nokkurra verkefna.

Apaverkefni. Verkefnið er staðsett 32 km fyrir utan frumskógarbæinn Puyo. Þetta athvarf er aðallega fyrir apa en einnig fyrir önnur villt dýr. Athvarfið helgar sig því að vernda og endurhæfa primata, sem hefur verið bjargað. Þörf er á sjálfboðaliðum til að annast dýrin, við reksturinn og að byggja ný búr og gerði. Þetta athvarf býður upp á einstakt tækifæri til að prófa að búa í miðjum frumskógi og er líka eina athvarfið sem tekur ekki á móti ferðamönnum til tekjuöflunar.

Dýraathvarf í Amazon. Þetta athvarf er staðsett í regnskógi Ecuador og helgar sig því að bjarga og endurhæfa dýr og ef mögulegt er að sleppa þeim í þeirra náttúrulega umhverfi. Athvarfið vinnur náið með umhverfislöggæslu Ecuador og umhverfisráðuneytinu við að berjast gegn sölu, misþyrmingu, innilokun og veiði villtra dýra. Starfið er mjög vel skipulagt og sjálfboðaliðar hjálpa til við umönnun dýranna og rekstur.

Hvalastöðin við Kyrrahaf. Þetta verkefni er við sjávarbæinn Puerto Lopez og býður sjálfboðaliðum að taka þátt í rannsóknum á hnúfubökum sem koma að ströndum Ecuador á hverju ári frá júní til október. Vinnan skiptis á milli þess að starfa á vettvangi, framkvæma rannsóknir, greina gögn og fleira. Fríar spænskukennslustundir eru innifaldar og heimsókn til Isla de la plata, sem er einnig kölluð Galápagos fátækra manna.

Hestabýli. Á þessum fallega búgarði (Hacienda) eru meira en 75 hestar og 150 kindur og er hann staðsettur nálægt Mojanda vötnum í norður hluta Ecuador, aðeins sunnan við bæinn Otavalo. Sjálfboðaliðar gista í sjálfboðaliðahúsnæði á Hacienda og vinna dagleg störf við rekstur og umönnun hestanna, fara á bak og þjálfa. Reynsla og væntumþykja á hestum er nauðsynleg í þessu verkefni.

Opens internal link in current windowInnihald og verð