Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Ameríka / Ecuador
28.1.2020 : 21:20 : +0000

Sjálfboðavinna Ecuador

Ecuador í Suður Ameríku, þótt lítið sé toppar flesta aðra staði í heiminum þegar litið er til undursamlegrar náttúru, landslags og menningar þess. Með Amazon regnskógunum, 5000 metra háum eldfjöllum, og hinum óviðjafnanlegu  Galágapos eyjum verður Ecuador að teljast hafa eitt af heimsins margbreytilegasta umhverfi.  Menning þess er ótrúlega fjölbreytt, rík af arfleifð og alveg í stíl við landslagið og margbreytilegan uppruna íbúanna.

Ecuador varð þekkt fyrir að flytja út Panama hatta á 19. öld. Veflistin við gerð þeirra er á lista UNESCO yfir óáþreifanlega menningararfleifð þjóða. Nafn hattanna kemur af útflutningi þeirra til Panama þar sem þeir voru mikið notaðir af verkamönnunum sem unnu við byggingu Panamaskurðarins og af gullgröfurum sem flökkuðu um í leit að gulli. Ecuador er líka vel þekkt fyrir útflutning á banönum, blómum og olíu. Í dag er ferðamannaiðnaður Ecuador ört vaxandi.

Í gegnum sögu þeirra hefur landið verið markað af stjórnmála og efnahagslegum vandamálum. Á löngum tímabilum hefur verið herforingjastjórn, ýmist efnahagslegur uppgangur eða lægð og mikill ójöfnuður á skiptingu auðs. 

Ecuador er óvenjulegt meðal landa Suður Ameríku að því leyti að byggst hafa upp tveir megin þéttbýliskjarnar með verslun og þjónustu sem mynda mótvægi hvor við aðra. Annars vegar er það Guayaquil, sem er mikil hafnarborg við Kyrrahafið og hins vegar höfuðborgin Quito, sem er í Andesfjöllum miðsvæðis í norður hluta landsins.

Ecuador hefur lagt mikið af mörkum til umhverfisvísinda. Fyrsti vísindalegi leiðangurinn sem mældi ummál jarðar var staðsettur í Ecuador.  Rannsóknir í Ecuador gerðar af hinum þekktu náttúrufræðingum Alexander von Humbolt og Charles Darwin mynduðu grunnkenningar á nútíma landafræði, vistfræði og þróun lífvera.

Vissir þú að Charles Darwin byggði þróunarkenningu sína út frá rannsóknum sínum á náttúrulífinu í Ecuador?

 

Taktu þátt í spennandi verkefni í Ecuador.

Í boði er spænskunám, spænskunám og ferðalög og sjálfboðastörf.

Gerðu draumaferðina að veruleika – Þitt er valið!

 

Opens internal link in current windowSenda fyrirspurn