Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Club 50 + / Malta Club 50+
17.10.2018 : 8:08 : +0000

Helstu atriði?

Aldurstakmark: 50 ára + (tekið er á móti umsóknum frá 45 ára +)

Námskeiðstími: Lágmark 1 vika, hámark 5 vikur.

Umsóknarfrestur: Best ekki síðar en 4 vikum fyrir brottför.

Upphafsdagsetningar 2018: 30. apríl - 1. júní 2018 að vori og að hausti 1. október - 2. nóvember

Opinberir frídagar: Skólinn er lokaður á opinberum frídögum. Þeir eru árið 2018 1. jan. 10. febr. 19, 30 og 31 mars, 1. apr. 1. maí, 29. jún. 15. ág. 8. og 21. sept. 8, 13, 25. og 26. des.

Kennslustundafjöldi: 20 kennslustundir á viku.

Kennslustundir: 45 mínútur hver tími.  Hefst 8:45 til 10:15. Hálftíma hlé. Kennsla hefst aftur 10:45 til 12:15.

Menningar og skoðunarferðir: Dagskrá eftir hádegi, mismunandi hverja viku, 3-4 klst.

Hópstærðir:  6 nemendur í hóp að jafnaði, hámark 8 nemendur

Stöðumat: Stöðumat tekið um morguninn á fyrsta námskeiðsdegi

Námstig: Nemendur geta verið á getustigi A2, B1, B2 og C1 í ensku. Stigin eru byggð á Common European Framework of Reference for Languages, sjá nánar: http://ninukot.is/index.php?id=710

Netaðgangur: Frír netaðgangur í skólanum

Námsefni: Innifalið 

Þátttökuskírteini: Veitt að loknu námskeiði

Komu og brottfarartími: Mætt er á sunnudegi og farið á laugardegi, hægt að bóka viðbótardag/a í gistingu.

Tryggingar: Mælt með að hafa evrópska sjúkratryggingakortið auk ferðatryggingar.

 

Flug og tryggingar

Flug og tryggingar er ekki innifaldar í verkefnagjaldi tungumálanámsins. Þú getur bókað þitt eigið flug eða beðið okkur um að aðstoða þig. Við bjóðum upp á mjög góðar ferðatryggingar frá CareMed. Sjá nánar...

Verðdæmi á ýmsum vörum

Mjólk €0.892/L

Gos €1.3/0,5L

Vatn í flösku frá €0.7/1,5L

Jógúrtdós  frá €0.45/stk

Kjúklingur €7.5/kg

Pasta €0.88/kg

Epli €2/kg

Bíómiði  €6.67

Strætómiði frá €1,5/stk

Strætómiði 7 dagar €6,5

Um Möltu

Höfuðborg: Valetta

Stærð: 316 km²

Mannfjöldi: rúmlega 400 þús.

Tungumál: enska og maltneska

Trúarbrögð: rómversk kaþólskir

Gjaldmiðill: euro €

Þjóðarlén: .mt

Tímamismunur: + 1 klst. (GMT) að vetri. +2 klst að sumri

Rafmagn: 240V 50 HzHz, þriggja pinna spennubreytir

Landsnúmer: +356                                                                                            

Veður: Milt veður allan ársins hring. Sólskin næstum alla daga. Mildir vindar feykja rigningunni burtu. Á heitustu dögum ársins berast svalandi golur frá sjónum.

Meira um Möltu: www.visitmalta.com www.lonelyplanet.com Kort af Möltu

Ferðasögur...

"Þetta er bara búið að vera frábært, skólinn algjörlega til fyrirmyndar og kennararnir sömuleiðis. Íbúðin bara eins og ég bjóst við, hefði örugglega verið hægt að fá meiri lúxus en ég er fyllilega sátt."  - Vilborg, Club50+ Malta

"Það er bara svo gott að vera hér. Ég drekk of mikið, læri of lítið, skil ekki neitt, ferðast mikið og borða yfir mig og eyði peningunum í að versla. Svona án djóks þá er ég mjög ánægð með veru mína hér og hlakka til að upplifa hvern nýjan dag hér á Möltu."  - Emilía, Club50+ Malta

Enskunám á Möltu

Nínukot býður fólki á besta aldri, 50 ára og eldra upp á enskunámskeið á Möltu ásamt menningar- og skoðunarferðum. Ef þú hefur hug á að bæta enskufærni þína og svala fróðleiksþorsta þínum um sögulega tíma og stórkostlega menningararfleifð þá er þetta gullið tækifæri. Er ekki tilvalið að sameina frábært frí og enskunám á sólskins paradísareyju um leið og þú fræðist um stórbrotna sögu eyjaklasans. Þetta er einstakt tækifæri fyrir einstaklinga jafnt sem hópa og félagasamtök að taka þátt í námi sem um leið er einstaklega skemmtilegt, fræðandi og öðruvísi frí.

 

Malta er sannkölluð paradís ferðamannsins þar sem hún er staðsett í hjarta Miðjarðarhafsins. Malta er eyjasklasi, sem samanstendur af sjö eyjum og eru aðeins þrjár þær stærstu byggðar, Malta, Gozo og Comino. Eyjarnar eru staðsettar sunnan við Ítalíu og norður af norðurströnd Afríku. Þær eru syðsta og einnig sólríkasta ríki Evrópu. Landslagið er láglent, þurrt og grýtt og hamrabelti meðfram fjörðóttum ströndum. 

 

Vegna legu eyjanna voru þær gríðarlega hernaðarlega mikilvægar og guldu íbúar þess ítrekað með heimsókn fjölda innrásaraðila. Föníkumenn, Karþagómenn, Grikkir, Rómverjar, Arabar, Normanar, Spánverjar, Ítalir og Frakkar og síðast Bretar gerðu innrás hver á fætur öðrum í aldanna rás, tóku völdin og ríktu í mislangan tíma. Það var því ekki komist hjá því að allar þessar innrásaþjóðir settu mark sitt á eyjarnar. Þær státa nú af 7000 ára gamalli sögu ríkri af ómetanlegri menningu og minjum. Höfuðborgin, Valetta var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1980.

 

Árið 60 e.k. var Páll postuli skipreika á eyjunum á leið sinni til Rómar og var bjargað af Maltverjum. Kannski bjargaði það líka kristninni, en alla vega tókst Páli um leið að breiða út boðskap kristninnar á Möltu.

Í dag eru Maltverjar rómversk-kaþólskir og mjög trúhneigðir, sem sést best á kirkjusókn ungra og aldinna í hinum mörgu, ægifögru kirkjum þeirra. 

 

Stórveldistími Möltu stóð frá árinu 1530 til 1798, þegar Mölturiddarar af reglu Jóhannesar, stofnuð á krossferðartímabilinu, réðu ríkjum á Möltu. Hin miklu mannvirki sem þeir reistu svo sem varnarvirki, hallir og kirkjur vekja verðskuldaða undrun og athygli allra sem heimsækja landið. Í lok 18. aldar birtist svo sjálfur Napóleon Bonaparte og sölsaði eyjarnar undir sig, en gleði hans yfir herfanginu varð skammvinn. Maltverjar brugðust hratt við og báðu Breta ásjár og fengu. Í kjölfarið fengu þeir enn eina herraþjóð yfir sig. Bretar ríktu á Möltu í 160 ár eða til ársins 1964 þegar Malta fékk sjálfstæði og varð svo fullvalda og sjálfstætt lýðveldi árið 1974. Vegna langrar veru Breta varð enska jafnt sem maltneska opinbert tungumál eyjaskeggja.

 

Sólin skín allan ársins hring á Möltu; veðráttan er alveg yndisleg; sjórinn er hlýr og hreinn vegna legu Möltu í miðju Miðjarðarhafi því straumarnir halda sjónum hreinum og ferskum. En það er ekki bara sjórinn, sem er hlýr og bjartur. Fólkið er hæverskt, hjálpsamt, vingjarnlegt, með skopskynið vel í lagi og það tekur svo sannarlega vel á móti þér.

 

Á Möltu er margt skemmtilegt hægt að gera sér til afþreyingar, til dæmis synda í hlýjum sjónum, stunda allskonar sjósport og siglingar, fara á heilsuræktarstöðvar, fara í lengri eða skemmri skoðunarferðir (upplagt að bæta Sikiley á Ítalíu við), kíkja á fjörugt næturlífið, spila golf eða tennis, fara á hina ýmsu tónleika og listviðburði o.fl. o.fl. o.fl.

 

Næsta námskeið 2018 verður í vor 30. apríl - 1. júní og svo aftur í haust 1. október til 2. nóvember. Þú getur valið um þátttöku frá einni viku til fimm vikna.

Kynntu þér málið og skráðu þig í Club 50+, Malta!

 

Ekki að hika – taktu stökkið – láttu drauminn rætast, það er aldrei of seint að læra meira!!!

Um námið

Enskunámskeið fyrir fullorðna 45-50 ára og eldri er í boði á hinni sólríku Möltu ásamt sögu og menningarferðum. Þátttaka á námskeiðinu er frábært tækifæri til að kynnast fjölbreyttri menningu og sögu Maltverja og um leið að bæta enskukunnáttuna.

 

Námskeiðið er aðeins í boði að vori og hausti og getur dvöl verið frá 1 viku upp í 5 vikur. Fyrir hádegi er kennd enska 5 daga vikunnar og eftir hádegi er farið í menningar- og skoðunarferðir með leiðsögn, 4 daga vikunnar.

 

Skólinn er í þægilegu húsnæði, vel staðsettur og aðlagaður að þörfum nemanda. Þar er sólríkur húsagarður þar sem notalegt er spjalla og fá sér hressingu á milli kennslustunda. Skólinn hefur starfað í yfir 50 ár og sérhæft sig í að kenna ensku, sem erlent tungumál. Lögð er áhersla á að kenna í litlum hópum svo nemendur nái sem allra bestum árangri. Kennarar eru reyndir og allir með viðurkennd próf.

 

Mikið er lagt upp úr að hafa glaðlegt og létt andrúmsloft í kennslustundum og ná líflegum samræðum á milli nemenda og kennara. Að nota málið, sem verið er að læra er jú besta æfingin. Markviss hlustun og ritun er einnig þjálfuð þar sem bætt málfræði er æfð og unnið að auknum orðaforða. Kennararnir eru hvetjandi og hafa mikinn metnað til að ná sem bestum árangri nemenda sinna og beita til þess fjölbreyttum kennsluaðferðum.

 

 

Möltu má lýsa sem einu alls herjar útisafni. Margar af fornminjum þeirra eru á heimsminjaskrá UNESCO og sum eiga enga samsvörun annars staðar. Því er ákaflega áhugavert að fræðast um sögu eyjaskeggja, s.s riddara og krossfara fyrri tíma og byggingarlist frá hinum mismunandi tímabilum eins og Catacombur Rómverja. Þetta og margt fleira er skoðað og fræðst um í hinum mörgu menningar og skoðunarferðum sem farið er í síðdegis eftir morgunkennsluna. Fróður leiðsögumaður leiðir ferðirnar og segir frá og að sjálfsögðu er talað á ensku. Stoppað er á matarmörkuðum og bragðlaukanna freistað, boðið er upp á vínsmökkun og hunangsflugnabú er heimsótt svo nokkur dæmi séu nefnd. Þátttakendur fá einnig að kynnast hinum ýmsu listgreinum og handverki og fá smá æfingu í fornum vinnubrögðum t.d. í að prófa að höggva í stein, móta í leir og skera út í við.

 

Verð

Skráningargjald 7500 ISK - greitt þegar búið er að bóka námið

Innritunargjald 75 EUR - greitt eigi síðar en 4 vikum fyrir brottför

 

Verð 2018

Club50+ vikuverð 360 EUR

Hægt er að taka 1, 2, 3, 4 og 5 vikna námskeið

Húsnæði 


Tungumálaskólinn býður upp á að velja á milli 3, 4 og 5 stjörnu hótelgistingu, íbúðir, heimagistingu og stúdenta íbúðir. Stúdenta íbúðirnar eru einfaldar en fullbúnar stúdíóíbúðir. Verð á eins manns stúdíóíbúð með morgunmat er frá 238 EUR vikan og 2ja manna stúdíóíbúð með morgunmat er frá 161 EUR vikan á mann. Hótelgisting á vegum skólans er í samstarfi við hótel á svæðinu. Hótelin eru í göngufæri við skólann. Nánari upplýsingar um úrval og verð hjá starfsmönnum Nínukots.