Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Club 50 + / Thanda, Suður-Afríka 30+
28.1.2020 : 11:40 : +0000

Helstu atriði...

Verkefni: leikskólastarf og ýmis samfélagsleg verkefni.

Aldurstakmark: minnst 30 ára, efri mörk miðast við heilsufar.

Skilyrði: Einlæg umhyggja fyrir mannfólki, dýrum og umhverfi, góð heilsa, geta unnið í hóp, vera sveigjanlegur og samvinnufús.

Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í ensku.

Upphafsdagssetningar: Fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar.  Mæting sunnudaginn áður ekki seinna en klukkan 13:30.

Dvalarlengd: 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 eða 12 vikur

Vegabréfsáritun: Ekki er nauðsynlegt að sækja um vegabréfsáritun, aðeins að vera með gilt vegabréf og flugmiða tilbaka.  Við komuna til Suður Afríku er gefinn út 90 daga ferðamannaáritun.  Nauðsynlegt er að vegabréfið gildi allavega í 6 mánuði umfram áætlaðan dvalartíma.

Umsóknarfrestur: Bóka helst  eigi síðar en 2 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Staðsetning: Thanda, þjóðgarðurinn, er á 14.000 hektara landi, í hálfs klukkutíma fjarlægð frá St. Lucia á norðausturströnd Suður - Afríku.

Gisting: þægilegir tveggja til þriggja manna gistiskálar í þjóðgarðinum sjálfum. Sérbygging með matsal, og setustofu þar sem hægt er að slaka á og virða dýrin fyrir sér. Kokkur og ræstingafólk á staðnum. Rúmföt útveguð og þvottur þveginn gegn vægu gjaldi. Bar á staðnum.

Annað: Viltu hjálpa öðrum um leið og þú færð ríkulega til baka?  Viltu öðruvísi dvöl erlendis en þú ert vanur? Hefurðu gaman af  kynnast því óþekkta og vilt stíga út fyrir þægindahring þinn?  Þá gæti verkefnið í Thanda, Suður - Afríku verið rétta verkefnið fyrir þig!

 

Thanda þjóðgarður í Suður-Afríku

Sem sjálfboðaliði í þjóðgarðinum Thanda færðu einstakt tækifæri til að kynnast daglegu lífi, menningu og sögu hins þekkta Zuluættbálks og um leið að búa í þjóðgarði sem hin afrísku villtu dýr oft nefnd hin “Stóru 5” (“The Big 5”) hafa búsvæði.  Héraðið heitir Kwangwenya og er á 46 ferkílómetra svæði og nær frá Tshaneni sveitafélaginu í norðri til Hlaezeni sveitafélagsins í suðri. Að austan er sveitafélagið Muhlekazi og að vestan er Mange. Öll þessi samfélög liggja að landamærum Thanda þjóðgarðsins.

 

Fjöldi íbúanna í þessum sveitarfélögum er um 50.000. Zulumenn í dreifbýli fylgja ennþá hefðbundnum trúarbrögðum og reglum ættbálksins. Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu fá alvöru tækifæri til að kynnast og verða hluti af fornri menningu og venjum hinnar merku Zulu þjóðar.  

 

Sveitafélögin í nágrenni Thanda horfast í augu við margvísleg og stór vandamál. Atvinnuleysi er gríðarlega mikið. Um 75% manna hafa litla eða enga vinnu eftir að skólagöngu þeirra lýkur. Vinnan sem býðst takmarkast við skammtíma ráðningasamninga með engu starfsöryggi og lágmarkslaunum. Eyðnismitaðir eru mjög margir og sést ekki að það sé neitt í rénun. Misnotkun á áfengi og eiturlyfjum er útbreitt vandamál.

 

Sem sjálfboðaliði í Thanda muntu:

Um hálftíma akstursfjarlægð frá gististað þínum er Mange sveitafélagið við rætur hins fallega Lebombo Mountains. Þarna ferðu 4 daga vikunnar og aðstoðar fyrri part dags á Scelokshe dagheimilinu sem tekur á móti allt að 60 börnum. Börnin eru á aldrinum 2 til 6 ára og aðstaðan, sem þau hafa er aðeins ein stofa. Aðstoð þín getur skipt sköpum fyrir þroska barnanna og fyrstu skref þeirra er skólaganga hefst. Þetta er frábært tækifæri til að hjálpa mörgum af börnunum af stað með fræðslu og þroskandi leikjum. Hjá þér, sem sjálfboðaliða geta þau fengið einstaklings athygli, gleði og yl sem þau svo sárlega þarfnast. Þessi aðstoð sjálfboðaliða er alveg ómetanleg viðbót vegna allt of fárra kennara, sem hafa enga formlega menntun hlotið.

 

Við þetta dagheimili er merkilegt tilraunaverkefni í gangi með þátttöku 10 fjölskyldna. Þær eiga aðeins fáeinar hænur á afgirtu svæði með nokkrum litlum byggingum, sem sárlega þarfnast viðgerðar. Með aðstoð sjálfboðaliða allt frá árinu 2012 hefur tekist að hjálpa þeim við að stofna sjálfbært býli og rækta grænmeti. Þetta litla verkefni hefur orðið fyrirmynd fyrir nágranna sveitarfélögin að reyna líka. Þannig að þegar þú ert búinn að hjálpa á dagheimilinu muntu suma daga hjálpa við ýmis störf á þessu býli eða í almenningsgörðum svo áfram sé hægt að vinna að hugmyndafræði þessa þróunarverkefnis. Verkefnin eru ýmis konar en geta verið viðhald, garðvinna, safna vatni, ílátasöfnun, endurvinnsla og ekki hvað síst að styðja við fjölskyldur með því að veita þjálfun og menntun. Þetta er spennandi verkefni í sjálfbærni og njóta heimamenn mjög góðs af frumkvæði, hugmyndum og þekkingu sjálfboðaliða svo hægt sé að fjármagna, framleiða og koma á framfæri þeirra eigin framleiðslu þeim til lífsviðurværis.

 

Einn dag í viku muntu heimsækja Mange klúbbinn. Hann er á einu fátækasta svæði sveitarfélagsins. Þegar skólagöngu lýkur er enga vinnu að hafa fyrir unga fólkið og eykur það hættuna á að það leiðist út í afbrot. Þar sem börnin og unga fólkið af ættbálki Zulu læra að virða og hlusta á eldra fólkið þá er mikilvægt að þú deilir með þeim eigin lífsreynslu til að uppörva þau og hvetja áfram til að ná árangri og gefast ekki upp. Draumur samfélagsins er að skapa öruggan stað fyrir unga fólkið sem hefur lokið skólagöngu svo það geti hist á reglulegum fundum. Sjálfboðaliðar eru komnir af stað með að hjálpa við að raungera þennan draum samfélagsins og þú munt líka verða þátttakandi í þessu grasrótarverkefni.

 • Þú munt segja frá eigin lífi og reynslu
 • Þú munt ræða vandamál og gefa ráð sem einn af þeim eldri
 • Þú munt hjálpa þeim að skrifa starfsferilskrá
 • Þú munt fræða og gefa ráð varðandi vímuefni
 • Þú munt ræða vandamál sem skapast með ofneyslu vímugjafa.
 • Þú munt fræða um eyðni og alnæmi. Námsefni færðu útvegað.
 • Þú munt fræða um næringu.
 • Þú munt jafnvel kynna listir og leiklist.

 

Lesklúbburinn í Mange hefur orðið frábær viðbót við annað starf sjálfboðaliða. Út frá þessum klúbb hefur bókasafni verið komið á fót sem ömmurnar sjá um að reka. Sjálfboðaliðar aðstoða ömmurnar við að bæta enskukunnáttu sína og hjálpa þeim að lesa fyrir barnabörnin. Börnin hafa oft annars engan aðgang að bókmenntum, sem samt er svo mikilvæg fyrir upphaf skólagöngu þeirra. Konurnar blómstra í þessu hlutverki og sjálfboðaliðar halda áfram að hafa bein og mælanleg áhrif.

 

 

Tshaneni sveitarfélagið

Hátt uppi á hæðinni við hinn sögufræga stað, Ghost Mountain liggur Tshaneni sveitarfélagið. Ghost Mountain er samofinn sögu Zulu, sem greftunarstaður Zulu konunga og Zulu stríðsmanna. Hann er þýðingarmikill staður fyrir menningu alls héraðsins í undurfögru umhverfi. Staðurinn mun hrífa þig svo algjörlega að ekki gleymist.

 

Tvisvar í viku hjálpar þú einnig á öðru litlu og fátæklegu dagheimili, sem heitir Etshaneni. Þar styður þú starf heimasjálfboðaliða við að kenna börnunum og koma þeim til þroska fyrir upphaf skólagöngu þeirra. Dagheimilið hefur eingöngu lágmarks útbúnað fyrir þetta mikilvæga starf. Tími sjálfboðaliða og framlag er ómetanleg viðbót fyrir börnin og alla starfsemina.

 

Innihald

Eftirfarandi er innifalið í Sjálfboðavinna, Thanda, Suður Afríka:

 • Handbók Nínukots
 • Brottfararbæklingur
 • Tekið á móti á flugvellinum í Durban og ekið til gististaðar. Komutími sunnudagur fyrir upphafsdag, lending  á milli10:30 til 13:30.
 • Kynningarnámskeið til að kynna land, þjóð og verkefnin og upplýsingar um öryggisatriði, sem nauðsynleg eru þegar búið er innan um dýralífið í Thanda Þjóðgarðinum.
 • Sjálfboðavinna að eigin vali
 • Ferðir á milli verkefna.
 • Tengiliður á meðan á dvöl stendur og verkefnastjóri
 • Fæði (3 máltíðir á dag) og húsnæði á meðan á dvöl stendur 

Ekki innifalið:

 • Flug til/frá Durban í Suður Afríku
 • Símtöl og aðgangur að internetinu
 • Vegabréfsáritanir
 • Bólusetning
 • Ferðatryggingar 
 • Skoðunarferðir umfram það sem getið er í dagsskrá
 • Smá kostnaður vegna þvotta (ca. R60 fyrir 15 flíkur)
 • Brottför til flugvallarins í Durban að verkefni loknu

 

Verð

Skráningargjald 20.000 ÍSK

Hægt að dvelja 2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 og 12 vikur

 

Sjálfboðavinna, leikskóli og samfélagsverkefni, Thanda, Suður Afríka 

2 vikur: GBP 842, (173.974 ISK)

4 vikur: GBP 1295, (267.572 ISK)

6 vikur GBP 1682, (347.534)

8 vikur GBP 2072, (428.116 ISK)

10 vikur GBP 2460, (508.285 ISK)

12 vikur GBP 2849 (588.660 ISK eða 7008/dag)

 

Vinsamlegast hafið samband við ferðaráðgjafa okkar varðandi önnur verð.

 

(Gengi miðast við sölugengi Íslandsbanka þann 6.3.2015, GBP = 206 ISK)