Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA / Um vinnuna
22.1.2018 : 20:07 : +0000

Flug og tryggingar

Tryggingar eru innifaldar í Camp USA.  Heilbrigðis og slysatryggingin er frá Travel Insurance Services og ferða og ábyrgðartryggingin er frá CareMed. Ef þig vantar aðstoð með að finna flug endilega leitaðu til okkar og við leiðbeinum þér.

Reglur, vinnutími og aðstaða

Reglur 

Starfsfólk verður að hlýða öllum reglum. Reglurnar eru hannaðar til að skapa öruggt umhverfi fyrir alla og þótt þær kunni að þykja strangar þá eru þær nauðsynlegar.

Vinnutími leiðbeinenda (counselor) 

Það að vera leiðbeinandi er sólarhringsvinna. Frítími getur þó verið breytilegur á milli búða, en alltaf er lágmark 24 klst. frí á viku í öllum sumarbúðum.  Að auki gæti verið tveggja kvölda frí á viku. Smástund að deginum til er einnig frístund í 45-60 mín.

 

Svefnaðstaða 

Sumarbúðir eru með mismunandi svefnaðstöðu. Það gætu verið smáhýsi, tjöld eða heimavistir. Öll aðstaða er samt fábrotnari en þátttakendur eiga að venjast t.d. er mögulegt að sumir bústaðirnir hafi ekki rafmagn eða að salernisaðstaða sé utanhúss. Því er nauðsynlegt að vera með opinn huga og búast ekki við of miklu.

 

Einkennisbúningar

Einhverjar sumarbúðir gætu verið með einkennisbúninga á meðan aðrar búðir eru ekki með neina. En hver búð er samt með ákveðna ímynd sem þeir leggja áherslu á t.d gæti þátttakandi verið beðinn að fjarlægja glingur af líkama sínum og að fela húðflúr. 

 

Áfengi og reykingar

Sumarbúðirnar eru með strangar reglur gagnvart áfengi og reykingum. Þeir, sem eru ekki tilbúnir að fylgja þeim reglum ættu ekki að sækja um starf í sumarbúðum.

 

 

Sumarbúðarstarfið

Umhverfi sumarbúða er einstakt. Hver gestur hefur tækifæri til að kynnast útiveru, eignast fjölda vina og læra meira um sjálfan sig. Við þessar aðstæður veita leiðbeinendur leiðbeiningar, öryggi og skemmtun. 

 

Við leitum eftir leiðbeinendum (Camp Counselors)

 

Leiðbeinendur

Leiðbeinendur leiða, stýra og bera ábyrgð á ungmennunum í sumarbúðunum. Þeir þurfa því að vera þolinmóðir, þroskaðir og ábyrgir einstaklingar. Þeir þurfa helst að hafa góða kunnáttu og hæfni í einhvers konar frístundastarfi, listum og/eða íþróttum. Margs konar kunnátta kemur til greina sem framlag leiðbeinenda við kennslu og verkstjórn í sumarbúðum.

 

Eftirfarandi eru dæmi um kunnáttu sem leitað er að hjá leiðbeinendum:

Handiðn & listgreinar: s.s batík, kertagerð, keramik/leirkeragerð, skartgripagerð, leðurvinna, málmvinna, myndlist, leðurvinna, skartgripagerð, ljósmyndun, glerlist, silkiprentun, pappamassi, brúðugerð, litun ofl.

Ævintýraferðir: s.s. Fjallasig, fjallaklifur, veggjaklif, klifurþrautir, útilegur, gönguferðir, fjallahjólreiðar ofl.

Íþróttir og leikir: s.s. hópleikir, körfubolti, fótbolti, blak, hornabolti, golf, hestamennska, hjólaskautar, fimleikar, tennis, götu hokkí, karate, judo tae kwam, tai chi ofl.

Vatnaíþróttir: s.s. kajak/kanósiglingar, björgunar og sundgæsluréttindi, sund, vatnaskíði, sjóbretti, seglbretti, stjórna vélbát, snorkela, köfun ofl.

Leiklistasýningar: s.s dans, söngur, tónlist (gítar, pínaó), leika, leikstýra, handritagerð, leikbúningahönnun og gerð, leikbrúðugerð, leikmyndagerð ofl.

Ýmislegt annað: tölvur, myndbandsgerð, fiskveiðar, vinna hluti úr náttúrunni, leiðsögn úti í náttúrunni, umönnun húsdýra, búverk, trúarbragðanám, go - kart, stjörnufræði  og/eða reynsla af vinnu með fólki með sérþarfir ofl. ofl. 

 

Support staff (almennur starfsmaður)

Einnig er hægt að starfa sem almennur starfsmaður. Almennir starfsmenn sjá um aðra þætti sumarbúðareksturs m.a. viðgerðir, viðhald, eldhúsþrif, matarundirbúning ofl. Þeir sem vilja kynna sér betur um að vera almennur starfsmaður í sumarbúðum geta nálgast þær upplýsingar hér.