Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / New York
27.1.2020 : 13:54 : +0000

Helstu atriði...

Umsóknarfrestur: Umsóknarfrestur er 4 vikur. Við mælum þó með að bókað sé með um 2 til 4 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Aldurstakmark: 17 ára og eldri (einnig eru í boði sérstök unglinganámskeið fyrir 13 til 17 ára á sumrin og fjölskyldunámskeið þar sem börn frá 8 ára aldri geta tekið þátt)

Upphafsdagsetningar: Á mánudögum allan ársins hring, nema á hátíðisdögum. 

Staðsetning: í miðborg Manhattan m.a. stutt frá Grand Central Terminal, Sameinuðu Þjóðunum, Chrysler byggingunni og Empire state building.

Hópstærðir: allt að 10 nemendur í hóp

Kennslustundir: 50 mín. hver kennslustund. Geta verið fyrripart eða seinnipart dags.

Stöðumat: Morguninn fyrsta námskeiðsdag. 

Hópaskipting: Skipt eftir kunnáttu og getu hvers og eins. Einnig byrjendur. 10 stig eru í boði.

Afþreying: Skólinn býður upp á margs konar afþreyingu fyrir utan kennslutíma og er hún leidd af kennurum skólans t.d. menningaferðir, tómstundir, ofl . Einnig er boðið upp á helgarferðir.

Listanámskeið: Fjöldi listanámskeiða eru í boði hjá skólanum sem hægt er að taka samhliða náminu. Þau eru dans ,,Steps on Broadway'', tónlist, kvikmyndagerð, leiklist, námskeið í myndatöku og 3D animation. Nánari upplýsingar og verð er hægt að nálgast hjá starfsmönnum Nínukots. Hafa samband.

Um New York ,,The Big Apple''

New York borg, öðru nafni kölluð “Stóra Eplið” eða “The Big Apple” er borgin sem aldrei sefur.  Að mörgu leiti er hún tákn hins vestræna heims. Hún er alþjóðlegri en flestar aðrar borgir vegna fjölda þjóðerna sem hafa valið hana sem heimili sitt og er því oft skírskotað til hennar sem Suðupott Ameríku.

 

En hvort sem við köllum hana; Borgin sem aldrei sefur, Stóra Eplið, Suðupott Ameríku eða höfuðborg menningar þá er þetta sannarlega borg sem er þess virði að heimsækja. Þú getur gengið á milli margra ólíkra menningarheima og þú getur verið viss um að finna eitthvað spennandi og áhugavert nótt sem dag allan ársins hring.

 

Borginni má líkja við stóra mauraþúfu þar sem ríflega 8 milljónir ganga um strætin og þar sem bílaumferð er hvergi meiri, en samt gengur hún eins og vel smurð vél. Hún er öll á iði, en samt taktföst og skipulögð.

 

Borgin er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, en um 50 milljónir sækja hana árlega heim til að upplifa spennandi andrúmsloft, sjá mannmergðina, finna ysinn og hraðann, að ógleymdu öllum þeim merkilegu stöðum sem þar er að sjá og finna. Empire State byggingin, Rockefeller Center, Times Square, Central Park, American Museum of National History, Litla Ítalía, Kínahverfið, Ellis eyjan og frelsisstyttan heimsfræga eru aðeins brot af því sem hægt er að verða vitni að í New York.

 

Nú býður Nínukot þér upp á tungumálanámsskeið í borginni sem aldrei sefur – New York!

Um tungumálaskólann

Áralöng reynsla, litlir bekkir og persónuleg kennsla einkennir tungumálaskólann öðru fremur. Í fjóra áratugi eða allt frá árinu 1973 hefur tungumálaskólinn verið að kenna námsfúsum einstaklingum frá yfir fimmtíu löndum ensku með góðum árangri. Tungumálaskólinn státar sérstaklega af minnstu bekkjarstærðum í New York, með að hámarki 10 nemendum í hverjum hóp. Kennararnir eru allir faglærðir og hafa reynslu og mikinn metnað fyrir starfi sínu. Þeir lífga uppá kennsluna með miklum samskiptum og samræðum í tímum og með því að taka kennsluna út fyrir hússins dyr með daglegum viðburðum á vegum skólans.

 

Tungumálaskólinn býður nemendum uppá lista-og menninganámskeið samhliða tungumálanáminu. Þar er hægt að velja úr fjölda námskeiða, allt eftir áhugasviði nemandans.  Í New York er  hægt að velja um dans, tísku, tónlist, eldamennsku, förðun, list og kvikmyndagerð.

 

Tungumálaskólinn er staðsettur á frábærum stað í miðborg Manhattan, á austurhlið New York borgar. Hann er í nálægð við lestarstöðina, Grand Central Terminal og skrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Kennslustofurnar og skrifstofur skólans eru á tveimur efstu hæðum byggingarinnar sem skólinn er í og eru allar stofur með frábært útsýni yfir borgina.

 

Upphafsdagur námskeiða er almennt 1. mánudagur hvers mánaðar nema hann beri upp á opinberum frídegi. Þeir sem eru byrjendur verða að athuga á hvaða dögum þeir þurfa að byrja.

 

Tungumálanámskeiðin sem í boði eru, eru Vacation N‘ Learn (16 kennslustundir á viku), Rapid Progress 20 (20 kennslustundir á viku) og Rapid Progress 30 (30 kennslustundir á viku)

 

 

VACATION ‘N LEARN

Að hámarki 10 nemendur (16 kennslustundir á viku)

Þú ættir að taka þetta námskeið ef..
... þú vilt bæta enskukunnáttu þína á meðan þú skoðar þig um í stórfenglegu borginni New York. Í öllum kennslustundum er lagt mikla áherslu á samræður og samskipti á meðal kennara og nemenda, að nemendur bæti jafnt og þétt við orðaforða sinn, læri orðatiltæki og frasa og bæti grunn sinn í málfræði.

16 kennslustundir á viku, fjóra daga vikunnar og fjórar kennslustundir á dag (mæting á föstudögum er valfrjáls).

Hægt er að taka ýmis list- eða íþróttatengd námskeið samhliða náminu t.d. steps on Broadway, tíska, tónlist, ljósmyndun, förðun, kvikmyndataka og leiklist. 

 

RAPID PROGRESS 20
Að hámarki 10 nemendur (20 kennslustundir á viku)

 

Þú ættir að taka þetta námskeið ef..

.. ef þig langar að bæta enskukunnáttu þína til muna með að læra í skemmtilegu og spennandi enskumælandi landi, þar sem þú hefur nóg af tækifærum til að nota tungumálið. Lagt er áherslu á að nemendur öðlist færni í samskiptum, bæti málfræðikunnáttu sína, bæti við sig orðaforða og bæti framburð sinn.

20 kennslustundir á viku, fimm daga vikunnar og fjórar kennslustundir á dag.

 

RAPID PROGRESS 30
Að hámarki 10 nemendur (30 kennslustundir á viku)

 

Þú ættir að taka þetta námskeið ef..
.. þig langar að ná miklum framförum í ensku á stuttum tíma. Þetta námskeið hjálpar þér að bæta framburð þinn, auka skilning þinn í hlustun og lestri og svo í ritun. Þú getur svo aðlagað tungumálanámið að þínum þörfum með þátttöku í sérstökum valáföngum þar sem þú getur valið það sem þú vilt leggja áherslu á, hvort sem það tengist menningu eða framburði. Þú getur tekið valáfanga sem tengist til dæmis ensku í gegnum amerískar bíómyndir, orðfimi, amerískri menningu í gegnum gamanleik, blaðamennsku og fjölmiðla.

30 kennslustundir á viku, fimm daga vikunnar og sex kennslustundir á dag.

 

Verðskrá yfir tungumálanámskeið

Innritunargjald $155

Tungumálanámskeið

1-6 vikur

7-11 vikur

12-19 vikur

20 vikur

Vacation N‘ Learn

374 USD

 

348 USD

 

 Hámark 11 vikur í Vacation N'Learn

 

Rapid Progress 20

20 kennslustundir á viku

374 USD

 

348 USD

 

319 USD

 

299 USD

 

Rapid Progress 30

30 kennslustundir á viku

456 USD

 

430 USD

 

404 USD

 

347 USD

 

Gisting

Í New York stendur nemendum til boða að dvelja í íbúðum, vera í heimagistingu eða í nemendagörðum. Verðlag er mismunandi eftir því hvað valið er. Fjarlægð frá tungumálaskólanum er misjöfn eftir staðsetningu gistingar. Ef nemendur dvelja í Manhattan getur það tekið allt að 20-35 mínútur fyrir nemendur að komast í skólann. Þeir geta annað hvort gengið í tungumálaskólann eða tekið almenningssamgöngur á borð við neðanjarðarlest og strætisvagn. Ef nemendur dvelja í Brooklyn eða Queens tekur það hins vegar allt að 40-60 mínútur að komast í tungumálaskólann með neðanjarðarlest.

 

Íbúðir í Manhattan

Nemendur geta valið um eins herbergis íbúð eða einstaklingsherbergi í tveggja eða þriggja herbergja íbúð sem þeir deila með öðrum nemendum af báðum kynjum. Til að eiga kost á því að dvelja í íbúð á meðan tungumálanáminu stendur, verða nemendur að vera í íbúðinni í að lágmarki 14 daga. Íbúðir er í göngufæri frá skólanum eða stutt er að fara með almenningssamgöngum.

 

Verð frá: $385 hver vika

 

Heimagisting
Í heimagistingu fá nemendur einstaklingsherbergi og er baðherbergisaðstöðu deilt með gistifjölskyldu. Ef tveir ferðast saman stendur þeim til boða að vera í tveggja manna herbergi hjá gistifjölskyldu. Í New York eru gistifjölskyldurnar sem í boði eru staðsettar á Manhattan, Brooklyn og Queens og eru þetta yfirleitt einstaklingar, par eða fjölskyldufólk. Innifalið í verði er morgunmatur alla daga vikunnar, en kvöldmatur er einungis í boði hjá sumum gistifjölskyldum en ekki öllum.

 

Verð frá $245 hver vika

 

Nemendagarðar
Nemendur geta valið um einstaklings eða tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi, sem hver hæð deilir. Þarna dvelja ungir ferðamenn frá öllum heimshornum. Aðstaðan er opin allan ársins hring, er notaleg og þrifaleg og á viðráðanlegu verði. í göngufæri frá skólanum.

 

Verð frá: $370 hver vika 

 

Nemendaleyfi

Þeir sem fara í Vacation & Learn (16 kennslustundir á viku) þurfa aðeins ESTA leyfi/ferðamannaleyfi. Þeir sem skrá sig í fleiri klukkustundir á viku, 20 eða 30 kennslustundir þurfa að sækja um nemendaleyfi. Nínukot aðstoðar og leiðbeinir umsækjendur að sækja um nemendaleyfi. Nemendaleyfi hjá ameríska sendiráðinu kostar núna $160 USD og hluti af því er að greiða SEVIS gjald sem kostar $200 USD. SEVIS er kerfið sem heldur utan um alla sem eru á J og F visa.

Langar þig að fara í málanám í New York? Vinsamlegast hafðu samband Nínukot til að fá nánari upplýsingar eða forskráðu þig hér.