Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Kenýa / Kenýa - Masai Mara
9.12.2019 : 19:28 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18+, hámarksaldur miðast við heilsufar. Eldri en 60 ára þurfa að útvega læknisvottorð.
Upphafsdagssetningar:
Annan hvern mánudag. (2018: 8. 15. og 29. jan. 12. og 26. febr. 12. og 26. mars. 9. og 23. apr. 7. og 21. maí. 4. og 18. jún. 2. 16. og 30 júl. 13. og 27. ág. 10. og 24. sept. 8. og 22. okt. 5. og 19. nóv. 3. des. (hámarks dvöl tvær vikur ef valin er þessu dagssetning).
Lengd dvalar: 
2 - 8 vikur. Upp að 12 vikum ef beiðni þar um berst
Umsóknarfrestur:
Bóka þarf helst eigi síðar 2-3 mánuðum fyrir áætlaða brottför
Þátttökuskilyrði:
Enskukunnátta.
Staðsetning:
Masai Mara þjóðgarðurinn í Kenýa
Húsnæði: Einföld og notaleg, kynjaskipt heimavist í Koiyaki leiðsögumannaskólanum
Vinnutími/frítími: Vinnutími: Getur verið mismunandi eftir verkefnum, en almennt frá 4- 8 klst á dag.
Frítími: Yfirleitt tveir dagar í viku, um helgar.
Fæði og uppihald: Þrjár máltíðir á dag.
Móttaka:
Tekið á móti á Jomo Kenyatta International flugvellinum í Nairobi og ekið til gististaðar.
Annað: Dagskrá getur breyst þegar frí er í Koiyaki leiðsögumannaskólanum og Olesere skólanum.

Þegar frí eru taka sjálfboðaliðar þátt í öðrum verkefnum.

Kattardýr - verndun og rannsóknir í Masai Mara, Kenýa

Maasai Mara þjóðgarðurinn í Kenýa umlykur nyrsta hlutann af Serengeti-Mara vistkerfinu. Þjóðgarðurinn er búsetusvæði hinna 5 stóru ásamt flestum hinna stóru spendýra Afríku og er hann frægur fyrir fjölda stórra kattardýra. Meiri fjöldi villts dýralífs finnst ekki annars staðar. Þjóðgarðurinn er líka einn stórfenglegasti og víðfrægasti áfangastaður Afríku vegna  búferlaflutninganna miklu. Frá Serengeti þjóðgarðinum í Tanzaníu á tímabilinu júlí til október flytjast meira en tvær milljónir dýra til Maasai Mara þjóðgarðsins í Kenýa. Hvergi annars staðar í heiminum eiga sér stað svona gríðarlegir flutningar dýra. Hjarðirnar virðast halda af stað skipulagslaust í leit að betri haga, en líklega er forystunaut gnýja sem af eðlishvöt segir til um hvenær tíminn er kominn að leggja af stað og elta úrkomuna í norðvestri í áttinni að Viktoríuvatni og svo aftur til baka suður á móti regninu í október. Svo magnaðir eru þessir búferlaflutningar að þeir hafa verið útnefndir sem eitt af sjö undrum veraldar.

En vá er fyrir dyrum. Villtum  dýrum Afríku fer hraðfækkandi vegna ýmissa ástæðna eins og mannfjölgunar, aukningu landbúnaðarsvæða, veiðþjófnaða og afgirtra svæða. Með sama áframhaldi gæti þessum mestu búferlaflutningum villtra dýra verið lokið innan fárra ára.

 

Maasai Mara þjóðflokkurinn, sem er þekktur fyrir sérkennilegar venjur og menningu býr í þjóðgarðinum og í nálægð við hann. Þeir eru hálf hirðingjar, sem rækta og lifa á nautgripum. Þjóðflokkurinn skiptist í nokkra ættbálka, sem dreifast um svæðið. Þeir hafa lifað erfiða tíma og verið undir þrýstingi að aðlagast nútímasamfélagi. Augu margra hafa samt opnast fyrir hversu merkileg menning þeirra er og lífshættir þeirra mikilvægir fyrir áframhaldandi búsetu á þessu svæði. Það er því afar mikilvægt verkefni að finna jafnvægi á milli búsetu dýranna og Masai Mara þjóðflokksins svo bæði geti lifað í sátt og samlyndi.

Um vinnuna

Búsetusvæði stórra kattardýra hefur þrengst svo mjög með þeim afleiðingum að þau sækja stöðugt meira í búpening sér til matar. Þetta veldur svo auknum árekstrum og spennu á milli þeirra og manna. Það er því mikilvægt að finna jafnvægi þarna á milli svo búseta beggja geti þrifist hlið við hlið. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að safna upplýsingum um ferðir þessara kattardýra.

Í þessu sjálfboðastarfi muntu búa á frægasta safarí áfangastað heims í afskekktum og ekta safaríbúðum. Þú munt aðstoða dýralífsfræðinga og vísindamenn á Mara Naoisha verndarsvæðinu, sem liggur að Masai Mara þjóðgarðinum við rannsóknir á ljónum, hlébörðum og blettatígrum. Þú munt uppgötva hinar stórkostlegu sléttur Kenýa í félagsskap fíla, flóðhesta, gnýja, gíraffa, sebrahesta, antílópa, fugla og fleiri og fleiri villtra dýra. Þú vinnur með Maasai Mara fólki. Þú kynnist lífsháttum þeirra, sögu og menningu og aðstoðar við menntun þeirra og margt, margt fleira.

 

Í þessu verkefni er ekki hægt annað en nota tækifærið og ná stórkostlegum dýralífsmyndum.