Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / San Francisco
29.1.2020 : 10:04 : +0000

San Francisco

San Francisco er einstök borg, sem er og hefur lengi verið með vinsælari áfangastöðum ferðamanna í heiminum. San Francisco var í fyrsta sæti á lista Lonely Planet yfir borgir sem vert er að heimsækja árið 2013 og ekki að ástæðulausu. Borgin státar af svölum sumrum, dularfullri þoku sem líður yfir borgina, miklum fjölda af brekkum innan borgarmarkanna og eru miklar mætur á frjálsri pólitík í borginni. San Francisco er ekki bara vinsæl á meðal matgæðinga og menningar-og viðburðadýrkenda, heldur er hún einnig ein af stærstu viðskiptaborgum heims og hafa mörg hátæknifyrirtæki þar aðsetur. Apple, Google, Gap og Facebook svo fátt eitt sé nefnt. Nokkrir framúrskarandi háskólar eru auk þess í borginni eins og til dæmis Stanford University, University of California – Berkeley og fleiri.

 

Í borginni er eitthvað fyrir alla. Allt frá mörgum spennandi söfnum sem skemmtilegt er að þræða, frægum kennileitum á borð við hina stórbrotnu Golden Gate brú,  ferðalaga með togbrautarvögnum og skoðunarferða í almenningsgörðum til verslunarráps, framúrskarandi veitingastaða, tónlistarhátíða og fjölbreytts menningarlífs. Þannig að hvort sem þú ert að stoppa í lengri eða styttri tíma, hefur þessi stóra þéttbýla, bandaríska borg mikið aðdráttarafl.

 

Nínukot býður þér tækifæri til að bæta enskukunnáttu þína til muna með þátttöku í tungumálanámskeiði í flóanum í San Francisco. Taktu þátt í tungumálanámi í San Francisco og skoðaðu allt sem borgin hefur uppá að bjóða. Tækifærin bíða eftir þér,- Í San Francisco.

 

Langar þig að fara í málanám í San Francisco? Vinsamlegast hafðu samband Nínukot til að fá nánari upplýsingar.