Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA / FAQ - Algengar spurningar
22.1.2018 : 20:05 : +0000

Algengar spurningar

Áður en sótt er um:

1.     Hver er samstarfsaðili Nínukots í Bandaríkjunum? 

InterExchange Camp USA er samstarfsaðili Nínukots. Aðsetur skrifstofu þeirra er í New York.

2.    Hvernig sæki ég um? 

Þú hefur samband við Nínukot símleiðis, sendir tölvupóst eða bókar fund ef þú ert með spurningar. Best er að hafa samband áður en þú skráir þig til þess að fara í gegnum hvort þú hefur það sem til þarf til að fá samþykkta umsókn þína. Þú getur einnig skráð þig strax beint á vef Nínukots og sent rafrænt. Þá mun starfsmaður Nínukots hafa samband við þig, fara í gegnum verkefnið með þér og svara spurningum þínum.

3.     Get ég fundið starf sjálf/ur í sumarbúðum í USA? 

Ef þú hefur þegar sótt um hjá Nínukoti þá ættirðu að halda ferlinum áfram þar, en ef þú hefur ekki enn hafið umsóknarferilinn ertu frjáls að leita sjálf/ur og athuga hvort þú finnir starf. Ef þú færð starf og ert búinn að fá samning þá getur þú sótt um “Self Placement Program” hjá Nínukoti til að fá rétt leyfi (DS-2019), sem er nauðsynlegt til þess að fá vegabréfsáritun.

4.     Hversu góða enskukunnáttu þarf ég að hafa? 

Ef þú ert að sækja um sem leiðbeinandi (counselor) þá verður þú að vera reiprennandi í ensku(fluent). Þú munt vinna í beinu sambandi við amerísk börn og verður að skilja þau án mikilla útskýringa og svara skýrt með lágmarks hiki. Ef þú ert að sækja um sem aðstoðarmaður (support staff) þá má enska þín vera góð (intermediate). Samt verður þú að vera fær um að skilja þær leiðbeiningar og fyrirmæli sem þú færð og einnig að geta komið hugmyndum þínum á framfæri við þá sem þú talar við. Í báðum störfum verður þú innan um fólk sem hefur ensku að móðurmáli. Þetta er því ákjósanlegt tækifæri til að bæta enskukunnáttu þína sama hversu vel þú talar hana nú þegar.

5.     Getur vinur minn farið með mér í sömu sumarbúðirnar? 

Það er betra að þú upplifir sumarbúðirnar á eigin vegum. Þú munt fá meiri reynslu við að kynnast nýrri menningu ef þú ferðast einn. Þess vegna staðsetjum við vini venjulega í mismunandi búðir. En hafðu ekki áhyggjur – þú eignast fjöldan allan af nýjum vinum þegar þú kemur í sumarbúðirnar.

6.     Hve löngu eftir að ég sæki um fæ ég að vita um starfstilboð? 

Það er reynt að finna stað fyrir alla þátttakendur. Þar sem framkvæmdastjórar sumarbúðanna hafa lokaorðið er ekki hægt að segja ákveðið hvenær starfstilboð kemur. Sumir þátttakendur fá starfstilboð viku eftir að umsókn er samþykkt og aðrir þurfa að bíða í einhverja mánuði. Þú þarft að búa þig undir að þurfa að bíða jafnvel þangað til 1.júní. 

7.     Hvernig er að vinna í sumarbúðum fyrir þá sem hafa sérþarfir? 

Sumarbúðargestir með sérþarfir, börn og fullorðnir geta verið bæði líkamlega og/eða andlega fatlaðir. Framkvæmdastjórar þessara búða kjósa frekar umsækjendur sem hafa reynslu af að vinna með fötluðum, þótt reynslu sé ekki krafist. Þú þarft að vera fær um að fást við einn einstakling í einu og eins hóp. Þú þarft einnig að geta lyft og hjálpað við persónulega umönnun þeirra. Þetta getur verið erfitt starf en það er mjög gefandi.

8.     Get ég fengið að vita meira um sumarbúðir trúfélaganna? 

Það eru nokkrar tegundir af trúfélaga sumarbúðum. Flestar þeirra eru reknar af kristnum og gyðingatrúfélögum. Hversu mikið starfsmenn taka þátt í trúarathöfnum er breytilegt á milli búða. Sumar búðir biðja leiðbeinendur að leiða trúarathafnir og taka þátt í helgiathöfnum. Aðrar munu hins vegar ekki biðja um þátttöku starfsmanna. Að öðru leyti eru þessar búðir reknar eins og hefðbundnar sumarbúðir. Allir sem sækja um trúfélaga sumarbúðir verða að vera opnir og fordómalausir gagnvart trú annarra. 

9.     Hvað er “SEVIS” gjald? 

1. september árið 2004 ákvað utanríkisráðuneyti USA þetta gjald fyrir alla sem koma timabundið (Student and Exchange Visitor) að vinna í USA. SEVIS stendur fyrir Student and Exchange Visitor Information System. Þetta gjald verður að greiða áður en hægt er gefa út skjalið DS-2019. Þátttakendur fá kvittun fyrir SEVIS gjaldinu, sem þeir verða að fara með til bandaríska sendiráðsins sem sönnun á greiðslu.

 

Á meðan á sumarbúðarstarfi stendur:

1.     Hve margar vinnustundir mun ég vinna á dag? 

Vinnustundir geta verið breytilegar eftir hvaða stöðu þú gegnir. Leiðbeinendur hafa að jafnaði eina klukkustund í frí á degi og síðan nokkurra klukkustunda frí á kvöldin. Samt sem áður munt þú sum kvöld vera beðinn að vera með þínum krökkum og leiðbeina þeim. Leiðbeinendur eiga að fá að minnsta kosti einn frídag á viku. ''Support staff'' (almennir starfsmenn) þarf oft að vakna snemma og stundum áður en aðrir vakna til að undirbúa daginn. Sumir dagar geta verið lengri en aðrir eða allt að 10-14 klst. Support staff gæti fengið svo nokkra klukkustunda hlé um daginn en gætu þurft að vinna til 8 eða 9 um kvöldið á meðan kvöldmáltíð og frágang stendur yfir. Vinnutími gæti farið eftir eðli starfs.

2.     Get ég skipt um sumarbúðir ef mér líkar ekki þær sem ég starfa í? 

Reynt er að finna sumarbúðir sem hentar þér sem persónu og hæfileikum þínum. Búist er við því að allir leggi sig fram við að láta hlutina ganga. Ef þú ert óhamingjusamur með sumarbúðir þínar þá máttu ekki vera hræddur við að tala við yfirmann þinn og ræða hvernig hægt er að bæta ástandið. Ef það hjálpar ekki þá þarf að hringja í InterExhcange og ræða vandamálið. Það er mjög sjaldgæft að það þurfi að skipta um búðir. Samt ef aðstæður eru þannig að það sé alveg nauðsynlegt er það reynt. Það er samt engin trygging að það sé hægt og ef það tekst ekki þá verður þú að fara heim.

3.     Hvað gerist ef ég hætti eða er rekinn? 

Hafðu samband við InterExchange í hvelli. Þau verða að tala við þig og framkvæmdarstjóra sumarbúðanna áður en þú yfirgefur búðirnar. 

4.     Hvernig get ég breytt flugmiða mínum heim? 

Hafðu samband við flugfélagið til að breyta dagssetningu á flugmiðum. Mundu að kostnaður vegna breytinga hækkar því nær sem flugið er og því er best að breyta með eins miklum fyrirvara og hægt er.

5.     Hvað ef ég veikist eða slasa mig í sumarbúðunum? 

Sjúkraþjónusta sumarbúðanna ætti að geta hjálpað þér við flest af því sem gæti komið upp á. En ef þú þarft að fara á spítala eða til læknis mundu þá að taka tryggingarskírteinið með þér sem þú færð fyrir brottför. En farðu ekki á bráðamótttöku nema það sé alveg nauðsynlegt. Ef mögulegt er ættirðu að hafa samband í tryggingarfélagið til að fá staðfest að spítalinn eða læknirinn viðurkenni trygginguna sem þú ert með. Þú getur leitað til InterExchange til að fá leiðbeiningar og ráðgjöf. Gleymdu ekki að taka afrit af öllu sem þú sendir tryggingarfélaginu. 

 

Eftir að dvöl lýkur:

1.     Hve lengi get ég dvalið í USA? 

Þú getur dvalið áfram í USA í allt að 30 daga frá og með seinasta vinnudegi. Dagssetningin miðast við seinasta dag DS-2019 skjalsins þíns en ekki er hægt að vera lengur en til 15. október. Allir þátttakendur verða að vera farnir í seinasta lagi 15. október frá USA.

2.     Get ég framlengt dvalarleyfinu mínu? 

Nei, því miður. Framlenging er ekki leyfð. Þegar þú skrifar undir umsókn þína þá samþykkir þú að fara heim innan 30 daga frá því að verkefni þínu lýkur. Það eru alls engar undantekningar. Ef ekki er farið eftir þessum reglum áttu hættu á handtöku og síðan brottvikningu úr landi.

3.     Hve lengi get ég unnið í USA? 

Þátttakendur geta unnið löglega til lokadags á DS-2019 skjalinu. 

4.     Get ég fundið aðra vinnu eftir að sumarbúðarstarfi mínu lýkur? 

Þú hefur ekki leyfi til að vinna neins staðar nema í sumarbúðunum sem þú fékkst starf í. Mundu bara að þú getur ekki unnið í neinum sumarbúðum eftir að lokadagurinn á DS-2019 skjalinu rennur upp.

5.     Sumarbúðir mínar tóku tryggingargjald af launum mínum. Hvernig fæ ég peninga mína til baka? 

Segðu sumarbúðunum þínum frá mistökunum.  Útskýrðu að það eigi ekki að taka tryggingargjald af þér. Biddu um endurgreiðslu. Ef það tekst ekki útbýrðu kröfu á “Internal Revenue Service. Notaðu eyðublað 843 Claim for Refund and Request for Abatement.

6.     Hvernig fæ ég skattana mína til baka? 

Til að fá skattana endurgreidda þarftu að fá launa og skattayfirlit frá sumarbúðum þínum og eyðublað 1040NR-EZ frá Internal Revenue Service. Þú ættir að fá W-2 frá búðum þínum fyrir 15. febrúar.  Þú getur sótt þetta eyðublað og leiðbeiningar á vefsíðunni: www.irs.gov. Notaðu upplýsingarnar á W-2 til að fylla út 1040NR-EZ og sendu til Internal Revenue Service fyrir 15. apríl.  Ef þú ert óöruggur með hvernig á að gera þetta þá eru fyrirtæki sem hjálpa gegn vægu gjaldi. Við mælum með t.d. Taxback (www.taxback.com). Hér er frí reiknivél til að fá upplýsingar um endurgreiðslu.

7.     Hvað geri ég ef ég týni vegabréfi mínu, DS-2019? 

Til að fá nýtt vegabréf þarftu að hafa samband við sendiráð þitt eða ræðismann í USA. Þú finnur lista í USA leiðbeiningabókinni frá InterExchange með sendiráðum og ræðismönnum. Til að fá nýtt DS-2019 sendu þá tölvupóst til InterExchange Camp USA skrifstofunnar eða hringdu í síma 1-800-597-1722.

8.     Hvað ef ég vil vinna í sumarbúðum aftur næsta sumar? 

Þú ættir að tala við framkvæmdarstjórann í sumarbúðum þínum áður en þú ferð. Ef hann vill ráða þig aftur þá getur þú sótt um “Self Placement/Returnees” fyrir næsta sumar. Vinsamlegast hafðu samband við Nínukot til að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar. Ef mögulegt er þá ættu búðirnar að gefa þér skrifleg meðmæli eða mat á frammistöðu þinni sem fylgir svo umsókn þinni árið eftir. Þú vilt kannski líka fá samning eða undirritað samkomulag frá sumarbúðunum til að láta fylgja með næstu umsókn. Ef þú vilt prófa aðra sumarbúðir þá getur þú líka sótt um til Nínukots sem annars árs umsækjandi.