Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA
22.1.2018 : 20:03 : +0000
Nínukot on Facebook

Sigrún var í Camp USA - ferðasaga

"Hæ, hæ, allt er búið að ganga rosalega vel og ég gæti ekki verið sáttari með sumarið. Á núna tæplega tvær vikur eftir sem er frekar leiðinlegt þar sem það verður mjög erfitt að kveðja alla. Samt sem áður er ég orðin mjög spennt að koma aftur heim til Íslands þar sem ég hef svo margar sögur að segja!!! Ég er búin að gera svo margt yfir sumarið. Fékk að eyða einni helgi í Boston með nokkrum vinnufélögum. Er búin að fara í River rafting, keilu, á baseball leik og margt fleira. Sumarbúðirnar eru æðislegar þar sem ég fæ að gera svo margt fjölbreytt. Bæði fæ ég að eyða miklum tíma í allskonar íþróttir en einnig fæ ég að vera inni að föndra. Þar sem ég er lifeguard fer ég stundum að synda í vatninu rétt hjá sem er æðislegt! Þetta er klárlega besta sumar sem ég hef upplifað og er ég strax byrjuð að plana heimsóknir útí heim til að hitta vinina aftur." ... Sjá meira hér.

- Sigrún, Camp Stonewall

SUMARIÐ 2017

UMSÓKNARFRESTUR TIL 15. MARS!

Ertu með spurningu?

Hafðu samband 

Ævintýralegasta sumar lífs þíns?

Ertu farin/n að hugsa hvað þú vilt gera næsta sumar? Ef þú vilt kanna nýjar slóðir, kynnast fólki víðs vegar að úr heiminum og prófa eitthvað alveg nýtt þá gæti Camp USA verið kjörið verkefni fyrir þig. 

 

Nínukot býður upp á Camp USA, sumarbúðastörf í Bandaríkunum í samstarfi við InterExchange. Interexchange er með yfir 40 ára reynslu í að vinna með sumarbúðum. Allir, sem starfa hjá InterExchange Camp USA hafa unnið í sumarbúðum og hafa því yfirgripsmikla þekkingu á starfinu og rekstri búðanna. InterExchange veitir hagkvæma, persónulega og örugga þjónustu og leggur metnað sinn í að finna rétta staðinn fyrir hvern þátttakanda. 

 

Allt frá árinu 1861 hefur verið mjög sterk hefð hjá bandarískum ungmennum að fara í sumarbúðir. Á hverju ári eru um 10 milljónir barna og unglinga sem njóta skemmtunar og þess frelsis, sem fylgir því að fara í sumarbúðir. Í landinu eru meira en 12.000 sumarbúðir og því mikið framboð af störfum fyrir ungt fólk hvaðanæva að úr heiminum. 

 

Sumarbúðarstarf er kjörið fyrir þá sem hafa gaman af útileikjum og íþróttum, hafa gaman af börnum, hafa einhverja sérstaka kunnáttu eða hæfileika og líkar vel að vinna í frjálslegu umhverfi.  Að vinna í sumarbúðum er krefjandi en um leið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. 

 

Ef þú kýst að taka þátt og vinna í Camp USA þá getur þú verið viss um að þú munt taka heim með þér dýrmætar minningar og reynslu, sem mun varðveitast ævilangt.

 

Þetta gæti jafnvel orðið ævintýralegasta sumar lífs þíns!!!

Helstu atriði...

Aldurstakmörk: 18-28 ára (þátttakendur verða að vera orðnir 18 ára fyrir 1.júní)

Skilyrði fyrir þátttöku: Að hafa reynslu og áhuga á starfi með börnum eða hafa unnið að æskulýðsmálum eða með fólki með sérþarfir eða hafa sérstaka kunnáttu á sviði frístundaáhugamáls eða íþróttar.

Starfsreynsla: Almennt er ekki krafist fyrri starfsreynslu, en góð starfsferilskrá auðveldar alltaf að koma umsækjendum fyrir.

Laun: sjá töflu.

Tungumálakunnátta: Enska, - umsækjendur verða að geta tjáð sig auðveldlega á ensku.

Umsóknarfrestur: 15. mars. Alltaf er betra að sækja um tímanlega.

Lengd dvalar: 8 - 15 vikur.  Möguleiki að leggja í hann frá fyrstu dögunum í maí til 15. júní. Þátttakendur verða að vera farnir frá Bandaríkjunum í seinasta lagi 15.október vegna vegabréfsáritunar.

Ferðalög: Hægt er að ferðast í 30 daga á eigin forsendum eftir að starfi lýkur (''Grace period'').

Annað: Hreint sakavottorð, heilbrigði, áhugi, sjálfstæði, hraustleiki, aðlögunarhæfni og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag.