Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Zambía / Verndun simpansa
23.1.2020 : 18:26 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 18 ár. Aldurshámark miðast við heilbrigði umsækjenda. 60 ára og eldri þurfa að útvega læknisvottorð

Tungumálakunnátta: Vera þokkalega góður í að tjá sig og skilja ensku.

Starfsreynsla: Ekki er krafist starfsreynslu, en gott líkamlegt form nauðsynlegt. Verður að fær um að ganga hið minnsta 4 km í einu.

Vegabréfsáritun: Hægt að fá vegabréfsáritun við komu til Zambíu og er það oftast gert. Nánari upplýsingar er hægt að fá um vegabréfsáritun hjá sendiráði landsins í Bretlandi. Símanúmerið er 00-44-20-7589-6655.

Lengd dvalar:  Hægt að dvelja 2 til 8 vikur. Upp að 12 vikum ef sérstaklega er beðið um það. 

Upphafstími: Annan hvern sunnudag, (2018: 15. og 29. jan. 12. og 26. febr. 12. og 26. mars. 9. og 13. apr. 7. 0g 21. maí. 4. og 18. jún. 2. og 16. júl. 13. og 27. ág. 10. og 24. sept. 8. og 22. okt. 5. og 19. nóv. Sótt á Simon Mwansa Kapepwe alþjóðaflugvöll í Ndola. Gist eina nótt í bænum áður en lagt er í 4 klst. akstur til verkefnis. Lokadagur verkefnis er mánudagur og mætt á flugvöll klukkan 11 AM. 

Umsóknarfrestur: Best að bóka að lágmarki 2-3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Vinnutími: Almennt 7 til 8 klst. á dag. Vinna hefst kl.  7:00 og endar kl. 16:00.

Frítími: tveir dagar í viku.

Fæði og uppihald: Þrjár máltíðir á dag.  Morgunverður, hádegis- og kvöldmatur. Kokkur sér um matseldina.

Húsnæði: Gist er á staðnum í einföldum en notalegum svefnskálum í öruggu umhverfi.  Útveguð eru rúmföt, handklæði, auk reglulegra herbergisþrifa og þvottaaðstöðu. Sólarorka notuð sem sparlega þarf að fara með. Hægt að hlaða tæki (UK innstungur).

Annað: Ef þú er mjög áhugasamur/söm um dýr og dýravernd, ert heilsuhraust/ur, opin/n fyrir nýjungum og tilbúin/n að leggja þig fram þá er þetta svo sannarlega verkefni fyrir þig.  

Ferðasaga Úrsúlu

Úrsúla tók þátt í verndun simpansa í Zambiu

Þessi ferð gerði sumarið svo óvenjulegt og alveg ógleymanlegt.

Ferðin þangað var svolítið erfið þar sem það varð seinkun á flugi, sem leiddi til þess að ég komst ekki á áfangastað fyrr en daginn eftir. En fólkið á Chimfunshi var svo æðislegt, það útvegaði leigubíl handa mér næsta dag þannig allt fór á besta veg. Ég komst á áfangastaðinn á þriðjudagskvöldið 21. júní. Allir voru rosalega almennilegir, og manni leið strax eins og partur af hópnum. Það voru fjórir aðrir sjálfboðaliðar þegar komnir.

Staðurinn var alveg æðislegur, auðvitað frekar langt í burtu frá borginni og vegirnir ekki allt of góðir, en það var það seinasta sem maður tók eftir því maður var svo upptekin af að dást að umhverfinu og menningunni. Eitthvað sem maður hafði aldrei séð áður...lesa meira

Sjálfboðavinna Zambía - Simpansar

Verndun simpansa


Styddu við endurreisn og friðun simpansa. Taktu þátt í umönnun og daglegu lífi þeirra á ægifögru, friðsælu og afskekktu svæði Chimfunshi friðlandsins, rétt við Kafue River í Zambíu. 

 

Nú býðst þér einstakt tækifæri til að kynnast og annast simpansa í þeirra heimsins stærsta friðlandi, sem er í Zambíu. Auk þess að annast simpansa þá munt þú einnig fá tækifæri til að annast fleiri dýr, s.s. afrískar gæsir, páfagauka og apa.

 

Um simpansa

Simpansar eru þau dýr í lífríkinu, sem eru líkust manninum.  Í raun eru þeir líkari manninum en öðrum apategundum. Rannsóknir sýna að 99% samsvara þeir honum erfðafræðilega. Ungarnir þeirra t.d. þroskast á svipuðum hraða og hjá manninum og alast upp hjá móðurinni til 8 ára aldurs.

 

Simpansar eru frumbyggjar í Afríku. Eitt sinn flökkuðu þeir um, milljónum saman um 25 lönd, í vestur, mið og austur Afríku. Endalaust dráp á þeim, útbreiðsla manna og eyðilegging á heimkynnum þeirra hefur orsakað að nú eru þeir færri en 150.000. Þeir eru því flokkaðir með dýrum í útrýmingarhættu.

 

Simpansar eru félagsverur með sterk fjölskyldutengsl. Þeir halda saman í stórum hópum, 25 eða fleiri. Kvensimpansar eru umhyggusamar mæður og sjá oft ekki sólina fyrir afkvæmum sínum fyrstu 4-5 árin í lífi þess. Simpansar eru einnig góðir að veiða og búa til verkfæri. Þeir sýna tilfinningar sem var haldið að einungis maðurinn byggi yfir s.s afbrýðissemi, öfund, samhyggð, græðgi, leti, og illgirni.

 

Simpönsum fækkar um 6000 á ári vegna veiða sem eru stundaðar vegna kjötsins, sölu í erlenda dýragarða og á rannsóknastofur. Ólögleg veiði og sala á fremdardýra kjöti, betur þekkt sem “bush meat” eru blómstrandi viðskipti og fara vaxandi samfara fækkun frumskóganna. Afkvæmi simpansanna, sem upp komast eru iðulega seld sem gæludýr, í sirkus eða dýragarða, og enn önnur enda sem tilraunadýr fyrir lyfjafyrirtæki.

 

Munaðarleysingjaheimili simpansanna

Chimfunshi er fjölskyldurekið heimili í norður Zambíu. Upphaf stofnunar þess var árið 1983 þegar þjóðgarðsvörður kom með illa særðan simpansaunga á nautgripabúgarð við koparbelti Zambíu. Búgarðurinn var í eigu breskra hjóna, sem höfðu búið þar síðan 1950. Hjónin hjúkruðu unganum til heilsu og nefndu hann Paul eða Pál. Þarna mótaðist umönnunarhefð og virðing, sem varð grunnur að stofnun friðlandsins. Þegar orðrómur barst um lækningu Páls voru hjónin áður en þau vissu af komin á kaf við umönnun munaðarlausra simpansa. Síðan þá hefur sá árangur náðst að þótt veiðiþjófar haldi áfram að veiða og smygla simpansaungum og selja þá er jafn mörgum bjargað frá illa reknum dýragörðum og sirkusum í Afríku, Asíu, Evrópu og Suður – Ameríku. Með yfir 100 simpönsum er Chimfunshi orðin stærsta simpansa griðlandið í heimi. 

 

Fræðslumiðstöð 

Árið 2002 var fræðslumiðstöð reist til að hægt væri að kenna æsku Zambíu um vistfræði og verndun villtra dýra. Stöðin er líka notuð til rannsókna bæði af nemendum frá Zambíu og alþjóðlegum nemendum. Sem sjálfboðaliði muntu aðstoða þar einu sinni í viku.

 

Bresku hjónin hafa margsinnið verið heiðruð og verðlaunuð fyrir sitt frábæra starf m.a. af Sameinuðu þjóðunum og Elísabet Bretadrottningu.

Um sjálfboðavinnuna

Dagleg verkefni geta verið þessi:

 • Undirbúa máltíðir dagsins fyrir simpansana og apana
 • Aðstoða við fóðrun dýranna
 • Vera með ungu simpönsunum (einu sinni í viku er farið með ungana í göngutúr í skóginum)
 • Fylgjast með athöfnum utan svæðisins og skrásetja með upptökuvél
 • Aðstoða við fóðrun annarra dýrategunda á munaðarleysingjaheimilinu
 • Aðstoða við rannsóknarverkefni (sjá fyrir neðan)
 • Hreinsa kassa og fötur undir mat
 • Ganga meðfram girðingum til að gá að og fjarlægja greinar sem hanga yfir, svo og grasvöxt og illgresi, sem getur truflað rafmagnið á staðnum
 • Hreinsa plastflöskur sem notaðar eru við að gefa simpönsunum mjólk
 • Tína sítrónur af trjám handa simpönsunum
 • Sópa og þrífa gestasvæði
 • Aðstoða framkvæmdarstjórann í öðrum nauðsynlegum verkefnum

 

Rannsóknarverkefni 

Vísindamenn sem vinna í Chimfunshi eru að vinna stórt rannsóknar-verkefni til að reyna að skilja hvort sé mismunur á félagslegri virkni og/eða breytileika á milli simpansahópanna. Skilningur á þessum mismun mun hjálpa til við að skilja hvort það séu til dæmigerð samfélög meðal þeirra og ef svo er ekki hvort það sé þá mismunur á félagslegum hreyfanleika eða virkni í tengslum við nám og samvinnu. Öðru hvoru mun verða tækifæri fyrir þig sem sjálfboðaliða að taka þátt í þessari rannsóknarvinnu, t.d. með því að dreifa mat til simpansahópanna eða að aðstoða við að safna upplýsingum með myndbandsupptökum og þá með áherslu á ungviðið og háttsetta karlsimpansa.

Sem sjálfboðaliði aðstoðar þú við búverk einu sinni í viku því matur simpansanna er einnig heimaræktaður.

Innihald

Hvað er innifalið? 

Eftirfarandi er innifalið í verkefninu Endurreisn & Friðun Simpansa:

 • Handbók Nínukots
 • Mótttaka á flugvellinum í Ndola og flutningur til gististaðar
 • Kynningarfundur um verkefni, land og þjóð
 • Sjálfboðavinna
 • Ferðir á milli verkefna
 • Tengiliður meðan á dvöl stendur

Ekki innifalið:

 • Flug til/frá Ndola, Zambíu
 • Símtöl & aðgangur að internetinu
 • Vegabréfsáritanir
 • Bólusetningar
 • Tryggingar
 • Persónulegar þarfir, s.s. gjafir, auka matur og drykkir
 • Skoðunarferðir

 

Verð

Skráningargjald 20.000 kr.

Hægt að dvelja 2 - 8 vikur, jafnvel 12 vikur ef um er beðið

Sjálfboðavinna Zambía, Simpansar í Chimfunshi:

2 vikur 1199 GPB (165.642 ISK) 

3 vikur 1522 GPB (210.264 ISK)

4 vikur 1845 GPB (254.887 ISK)

(Gengisútreikningur miðast við sölugengi Íslandsbanka 24.11.2017 = 1 GBP = 138,15 ISK)