Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Enska / Oxford / Um skólann & námið
21.10.2019 : 13:27 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 15 ára og eldri allt árið um kring. Á sumrin eru í boði sérstök sumararnámskeið fyrir 10-14 ára. Nánari upplýsingar hjá Nínukoti.

Upphafsdagssetingar: Á mánudögum allan ársins hring.

Lokunardagar skólans: í kringum jól og páska, 1. maí og 29. maí.

Sumarpakkar: Aðeins í boði júlí og ágúst.

Hópstærðir: 8 nemendur í hóp venjulega, en geta farið upp í 12 á sumrin.

Kennslustundir: 60 mínútna kennsla, tvö 15 mínútna hlé á milli.

Stöðumat: Morgun fyrsta námskeiðsdag. Kennsla hefst klukkan 9:00

Hópaskipting: Getuskipt, A1-C2

Menning og tómstundir: Skólinn býður upp á margs konar menningaferðir og skoðunarferðir, tómstundastarf og síðdegiskennslu, ýmist sem val eða innifalin í námskeiðinu. Ef það er ekki innifalið þarf að greiða aukagjald vegna þátttöku. Alltaf innifalinn einn viðburður (venjulega á fimmtudögum) í námsskeiðsgjaldi.

Nýtt! Með tungumálanámi fylgir aðgangur að vefsvæði skólans þar sem nemendur 15 ára og eldri geta nálgast upplýsingar varðandi dvöl sína í Oxford ásamt auka námsefni til undirbúnings og til að auka enskukunnáttu. Aðgangur er opinn nokkrum vikum fyrir komuna til Oxford og er opið í 3 mánuði eftir heimkomu. Þarna er dagskrá, námsefni, stöðupróf ofl. 

Frístundir, íþróttir & afþreying

Aðal frístundastarf og skoðunarferðir skólans eru á sumrin.  Öll síðdegi er boðið upp á eitthverja félagsstarfsemi sem val eða hluti af sumarpakkatilboði. Einnig eru í boði skoðunarferðir um helgar fyrir alla nemendur á öllum aldri. Það geta verið heimsóknir til London, Warwick kastala, Shakeespeare´s Stratford-upon-Avon. Roman City of Bath, Stonehenge og aðrir staðir sem eru sögulega og menningarlega áhugaverðir.

Á hefðbundnum skólatíma er líka boðið upp á ýmsa félagsstarfssemi, sem getur verið félagsleg, íþróttatengd, eða menningarleg. Hvað boðið er upp á fer eftir óskum þeirra nemenda sem eru námsskeiðum á hverjum tíma. Þetta getur verið að fara og sjá heimfræg söfn, fara á skauta, horfa á fótbolta og aðrar íþróttir, lautarferð og fleira og fleira. Allar helgar allt árið er hægt komast í spennandi skipulagðar skoðunarferðir  á vegum annarra en skólans. Starfsfólk skólans mun með ánægju hjálpa við bókun í þær skoðunarferðir.  

Ýmislegt spennandi er einnig hægt að gera upp á eigin spýtur. Sterk kaffihúsamenning er í Oxford, ensk hefð er að koma við á bar þar sem ungt fólk hittist og nýtur eins eða tveggja bjórkolla, góð veitingahús bjóða upp á freistandi matseðla og  glaðlegt næturlíf ómar með fjörugri tónlist og dansi. Og ekki er amalegt að geta brugðið sér í verslunarleiðangur t.d. til Cornmarket Street, Queen Street, á hinn frábæra Covered Market eða bara hoppa upp í lest og bruna á klukkutíma til London.

 

 

Um skólann & námið

Allir kennarar skólans eru hæfir, reyndir og faglegir.  Námskeiðin og allt skólastarf skólans er viðurkennt af British Accreditation Counsil (BAC) sem krefst þess að kennarar tungumála námskeiðanna hafi kennararéttindi eins og Cambridge CELTA (gráða til að kenna fullorðnum enska tungu).

 

Aðal staðsetning skólans er í Bocardo House sem er dæmigerð miðbæjarbygging í Oxford. Skólinn er með 6 kennslustofur þar sem allt frá 2 og upp í 8 nemendur geta verið. Í skólanum er sameiginleg stofa, lítið útlána bókasafn og 3 nettengdar tölvur aðgengilegar fyrir nemendur þeim að kostnaðarlausu. Þar er eldhúskrókur er með te og kaffi aðstöðu, örbylgjuofni og ísskáp, sem nemendur geta geymt hádegismat sinn í ef þeir vilja. Í skólanum er einnig móttökusvæði og stofa fyrir stjórnendur. Í viðbót við Bocardo House leigir skólinn húsnæði á nokkrum stöðum hverju sinni eftir þörfum á meðan hefðbundinn skólatími er. Það er stundum Oxford Union, The Parish Church of St. Michael við North Gate, Wesley Memorial Methodist Church eða Oxford Synagogue.

 

Á sumrin er hluti af skólanum í Lady Margaret Hall, sem gerir nemendum kleift að nema í sömu stofum og eru notaðar yfir skólaárið af háskólanemendum. LMH er aðeins í 5 mínútna göngufæri frá Trendy North Parade, sem er lítill staður með galleríum og veitingahúsum og er mjög vinsæll meðal nemenda að rölta um í hádeginu.

 

Við kennsluna er beitt spennandi og áhrifaríkum kennsluaðferðum til að byggja sem best upp enskukunnáttu þína.  Kennslan byrjar klukkan 9:00 á morgnana í hópi með að hámarki 12 nemendum. Kennararnir hjálpa þér við að bæta framburð þinn, auka skilning þinn í hlustun og lestri og svo í ritun. Eftir hádegishlé er í boði að taka þátt í ýmsu frístundastarfi eða hópnámsskeiðum þar sem áhersla er lögð á samræður og hlustun.

 

Ef þú skráir þig í lengra nám en 4 vikur færðu sérstakan umsjónarkennara, sem hittir þig reglulega og tryggir að þú sért ánægður með námið og gistifjölskylduna þína.

Námskeið, dagsetningar & verð

Í boði er 15 kennslustunda (standard), 25 kennslustunda (intensive) enskunámskeið. 

 

Öllum, sem hafa náð 18 ára aldri er ráðlagt að taka fullt nám. Allir nemendur undir 18 ára aldri, sem kjósa ekki  síðdegiskennslu/tómsstundir verða að koma með skriflegt leyfi frá foreldrum eða forráðamanni. Sérstakir sumarpakkar eru í boði fyrir 10-14 ára og einnig fyrir 15 ára og eldri. Sjá nánar fyrir neðan.

 

Námskeið hefjast á mánudögum allt árið um kring.

 

Verð vetur

Innritunargjald 65 GBP

 

Almenn enskunámskeið frá 1.september til 26. júní. Verðdæmi: 

Vikur15 kennslustundir25 kennslustundir verð er í GBP (breskum pundum)
2370500  
4

740

1000
6

1050

1440
81400

1920

1221002880

Hægt er að dvelja frá 1-50 vikur. Vinsamlegast hafið samband við Nínukot til að fá upplýsingar og verð um aðrar tímalengdir á námskeiði.

 

Almenn enskunámskeið frá 26. júní til 31. ágúst. Einnig er í boði sumarpakki fyrir 15 ára og eldri.Verðdæmi einungis enskunám:

Vikur15 kennslustundir25 kennslustundir verð er í GBP (breskum pundum)
2460560  
4

920

1120
6

1320

1620
81760

2160

1226403240

Einkatímar: 5 tímar á viku 225 pund. Einnig er í boði pakkar sem innihalda almennt enskunámskeið og einkatíma.

Sumarpakki fyrir 10-14 ára.

Athugið að það er sérdagskrá fyrir 10-12 ára og svo 13-14 ára. Nemendur raðast í námshópa eftir enskukunnáttu hvers og eins. Tekið er stöðupróf fyrir komuna eða strax á fyrsta degi.

Verð

Námskeið valmöguleikar

2 vikur

3 vikur

4 vikur

Almennt enskunám

£1142

£1587

£2032

Almennt enskunám, félagsstarf virka daga £1262£1767£2272

Almennt enskunám, félagsstarf og helgarferð

£1362

£1917

£2472

 

Innifalið í verði er: 15 klst. enskunám, heimagisting í eins manns herbergi, allar máltíðir (líka heitur hádegismatur), móttaka á flugvelli (bara við komu), bankakostnaður, innritunargjald, gistibókunargjald (félagsstarf og helgarferðir ef það er valið).

Gisting, verð & annar kostnaður

Húsnæði/Heimagisting

Í boði er heimagisting með morgunmat og kvöldmat virka daga og hádegismat einnig um helgar. Þjónusta vegna bókunar húsnæðis er 50 pund (booking fee).

 

Verð

Einstaklingsherbergi á viku er 185 pund

Ef tveir ferðast saman og dvelja í sama herbergi er vikuverð 165 pund á mann.

 

Skólinn býður upp á akstur til/frá flugvallar gegn gjaldi og meðfylgd fyrir yngri en 16 ára.