Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Camp USA / Innihald & verð
22.1.2018 : 20:06 : +0000

Verð í ÍSK?

Auðveldlega er hægt er að reikna út verð í íslenskum krónum miðað við gengi hvers dags með því að fletta upp sölugenginu á vefsíðum íslenskra banka.

Verð á vefnum eru í evrum, dollurum og pundum ásamt íslenskum krónum.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 561 2700 eða senda tölvupóst.

Innihald

Eftirfarandi er innifalið í verkefninu Camp USA:

 • Handbók Nínukots 
 • Formleg kynning og viðtal
 • Sumarbúðastarf 
 • Laun frá $1500 - ásamt fæði og húsnæði á meðan starfað er
 • Umsýsla vegna dvalar- og atvinnuleyfisins - DS2019
 • Aðstoð og leiðbeiningar vegna umsóknar um J-1 vegabréfsáritun (J-1 áritun er leyfi til þess að fara inn í landið á þeim grundvelli að fara í sumarstarf eða au pair starf)
 • Upplýsingafundur varðandi brottför og dvöl
 • Ferðaleiðbeiningar -  frá Íslandi til sumarbúðar
 • Tengiliður á meðan á dvöl stendur 
 • 24 tíma neyðarþjónusta 
 • Heilbrigðis-,slysa-, ferða- og ábyrgðartrygging, sem gildir í 3,5 mánuði
 • Handbók, leiðsögubók um USA og Camp USA og stuttermabolur
 • Þátttökuskírteini að lokinni dvöl

 

Þátttakendur hafa möguleika á því að ferðast um Bandaríkin eftir að starfstímabili er lokið í allt að 30 daga.

 

 Hvað er ekki innifalið?

 • Kostnaður við að fá sakavottorð (2000 ISK) og læknisvottorð
 • Umsóknargjald v/vegabréfsáritunar ($160)
 • Flug og ferðir

Verð

Staðfestingargjald 20.000 ÍSK - greitt við skráningu en fer upp í umsóknar- og verkefnagjaldið

 

Verð 2017

Verkefnagjald Camp USA er samtals $760 (83.980 ISK)* og sundurliðast á eftirfarandi hátt:

 

1. $590 Umsóknar- og verkefnagjald

    $135 heilbrigðis- og slysatrygging (fyrir dvölina, ef ætlun er að nýta ferðast eftir dvölina, þá bætist við 30 USD.

    $35 SEVIS gjald

   =$760 og greiðist þegar starf hefur verið fundið og samþykkt af þátttakanda.

 

*(Gengi miðast við almennt sölugengi 18.11.2016 ca. =110) Upphæð miðast alltaf við gengið þann dag sem greitt er.

 

Athugið! 

 1. Ef umsókn er hafnað af einhverjum ástæðum, eftir að formlegt umsóknarferli er hafið eða ef sumarbúðarstarf finnst ekki fyrir 1.júní eru öll gjöld til Nínukots endurgreidd. 
 2. Ef umsækjandi dregur umsókn sína tilbaka fyrir 1.júní en er ekki komin með starf er staðfestingargargjald (20.000 ISK) ekki endurgreitt. Umsækjandi greiðir ekki umsóknar og verkefnagjald, SEVIS gjald og tryggingar ef umsókn er dregin tilbaka.
 3. Ef umsækjandi dregur umsókn sína tilbaka eftir að búið er að finna starf fyrir viðkomandi og umsækjandi búinn að samþykkja starfið eru engin gjöld endurgreidd.

Tekið er tillit til skyndilegra veikinda í samræmi við almennar reglur og skilmála Nínukots og InterExchange.

 

Ef þú ert að fara að vinna aftur að vinna í sumarbúðum vinsamlegast skoðaðu ''Self placement'' eða ''Returnies'' eða þú hefur fundið vinnu í sumarbúðum sjálf/ur.