Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Ítalska / Róm / Um skólann & námið
11.12.2019 : 1:33 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 16+

Umsóknarfrestur: Skila þarf inn umsókn með lágmark 4 vikna fyrirvara.

Upphafsdagssetningar: Alla mánudaga ársins. Ef hann ber upp á opinberum frídegi á Ítalíu þá er upphafsdagur daginn á eftir. 

Stöðumat: Fer fram fyrsta daginn klukkan 9:00 bæði munnlegt og skriflegt. Námsmat byggir á Common European Framework of References for Languages (CEFR) A1 - C2.

Kennsla: Standard námsskeið 20 klst. á viku 45 mínútna kennslustundir, kennt frá 9:30 – 13:00, hálftíma hlé frá 11:00 til 11:30. Intensive námsskeið, 30 klst. á viku, 9:30 til 15:00. Tvö hálftíma hlé frá 11:00 – 11:30 og 13:00 – 13:30. 

Dvalarleyfi: Sækja þarf um dvalarleyfi eftir komu og aðstoðar skólinn við það.

Viðurkenningarskjal: Veitt að námsskeiði loknu.

Annað: Skólinn skipuleggur námsskeið meðfram tungumálanámsskeiðinu s.s Ítölsk matargerð, ítölsk opera, listasaga, ítölsk bókmenntasaga, ítölsk blaðamennska og mikilvægustu dagblöðin, byggingarlist Rómar, Ítölsk vín og ítalskar kvikmyndir Möguleiki er að fara í starfsnám á eftir 4 vikna tungumálanámsskeiði frá 4 vikum upp að 6 mánuðum ef nemandi er 18 til 28 ára.

 

 

Frístundir, íþróttir & afþreying

 

Í Róm er ótal margt að skoða af fornri byggingarlist og listmunum sem getur svo sannarlega haldið manni uppteknum í mjög langan tíma,. Að auki býður skólinn upp á fjölda spennandi námsskeiða meðfram tungumálanáminu. Hann skipuleggur námsskeið í ítalskri matargerð, ítalskri óperu, listasögu, ítalskri bókmenntasögu ítalskri blaðamennsku og mikilvægustu dagblöðunum, um byggingarlist Rómar, ítölsk vín og ítölskum kvikmyndum.

 

 

 

 


Um skólann & námið

Skólinn er í miðborg Rómar við Via Cola di  Rienzo, sem er  ein af aðal verslunargötunum og aðeins í 5 mínútna fjarlægð frá Sankti Péturskirkjunni. Í nágrenninu er fjöldi kvikmyndahúsa, vetingastaða og verslana. Svæðið er vel tengt almenningssamgöngum og stutt er í tvær neðanjarðarlestarstöðvar (metro).  

 

Námskeiðin miðast við þarfir nemenda hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir. Námskeiðin eru kröftug og örvandi, árangursrík og skemmtileg. Þau krefjast virkni en um leið er námsstíll hvers og eins virtur og enginn neyddur til að tala í kennslustundum fyrr en hann er tilbúinn.

Megin áherslan er á að þjálfa nemendur í að tjá sig munnlega sem getur nýst í starfi og leik, en minni áhersla er lögð á málfræði og ritun þótt því sé að sjálfsögðu sinnt líka. Við kennsluna er reynt að nýta nýjustu þekkingu og tækni í kennsluaðferðum og með því skapa örvandi námsumhverfi.  Reynt er að aðlaga námsstíl og verkefni að hverjum og einum.

Kennararnir eru sérfræðingar í að kenna erlendum námsmönnum ítölsku og þeir hafa líka áhuga á að kynnast menningu annarra þjóða. Kennslustundir eru iðulega tileinkaðar alþjóðlegu efni og hver þáttakandi er beðinn að segja frá sínu landi og menningu. Þessi nálgun á efnisvali tryggir virka þátttöku alls bekkjarins og gefur stórkostleg tækifæri til að virkja nemendur strax svo þeir verði hluti af hópnum Allir geta tjáð sig undir lýðræðislegri leiðsögn kennarans.

Skólinn hefur 10 kennslustofur til umráða og eru hámark 10 nemendur í hóp. Skólinn er útbúinn með tölvustofu með fríum netaðgangi, myndbandsbókasafni og setustofu með kaffistofu. Hver kennslustofa hefur margmiðlunartæki sem er mikið notað við kennsluna.

Námskeið, verð & dagssetningar

Í boði er Standard námskeið, 20 kennslustundir á viku og Intensive námskeið 30 kennslustundir á viku. Standard námskeið er það sem flestir velja, en þeir sem hafa einungis stuttan tíma 1-3 vikur velja oft frekar að taka Intensive ítölskunámskeið. Einnig er í boði fyrir hópa klæðskerasaumuð ítölskunámskeið ásamt menningar og skoðunarferðum.

 

Verðdæmi 2019

Innritunargjald €60

                         

 

Námskeið

 
 

1 vika

 
 

2 vikur

 
 

3 vikur

 
 

4 vikur

 
 

Hver vika eftir 4. viku

 
 

Standard 20

 
 

€150

 
 

€300

 
 

€450

 
 

€600

 
 

€120

 
 

Intensive 30

 
 

€220

 
 

€440

 
 

€660

 
 

€880

 
 

€190

 

 

Námskeið hefjast á mánudögum nema að hann beri upp á opinberum frídegi.  Þá hefst námskeiðið daginn eftir. Mætt er á sunnudegi og farið á laugardegi. Ef annars skipulags er óskað þarf að biðja um það fyrirfram. 

 

6 mánuðir (24 vikur) 20 tímar á viku verð: 2640 EUR

Gisting & verð

Í boði er heimagisting eða íbúð sem er deilt með öðrum. Bæði íbúðirnar og heimagistingin eru staðsettar í nágrenni skólans oftast í stuttu göngufæri við skólann eða 10 – 15 mínútna fjarlægð með almenningsfarartækjum. Ef óskað er eftir því þá er hægt að fá í heimagistinu hálft fæði, þ.e. morgunmat og kvöldmat og er þá greitt aukalega fyrir það.

 

Gisting

 
 

1 vika

 
 

2 vikur

 
 

3 vikur

 
 

4 vikur

 
 

Auka vika

 
 

Heimagisting einsmanns herbergi

 

 
 

€250

 
 

€450

 
 

€600

 
 

€750

 
 

€187.5

 
 

Heimagisting tveggjamanna herbergi (ef tveir ferðast saman)

 

 
 

€180

 
 

€340

 
 

€460

 
 

€560

 
 

€140

 
 

Íbúð einsmanns herbergi

 

 
 

€250

 
 

€450

 
 

€600

 
 

€750

 
 

€140

 
 

Íbúð tveggja manna herbergi (ef tveir ferðast saman)

 
 

€180

 
 

€340

 
 

€460

 
 

€560

 
 

€140

 

Auka nótt í einstaklingsherbergi: €45

Auka nótt í tveggja manna herbergi: €30

Hálft fæði hjá gistifjölskyldu €12

 

Akstur til/frá gistihúsnæði til/frá flugvelli: €65 aðra leið

Akstur til/frá gistihúsnæði til/frá flugvelli: €120 báðar leiðir

Annað

Akstur til/frá flugvelli eða lestarstöð

Akstur aðra leið: 65 EUR

Akstur báðar leiðir: 120 EUR

 

Skólinn hefur getið sér frábært orðspor fyrir gæðakennslu og nútímalegar kennsluaðferðir. Kennsla er í boði á öllum stigum allt frá byrjendum í ítölsku til þeirra sem eru langt komnir. Margs konar áhugaverð námsskeið eru í boði meðfram tungumálanáminu. Einnig er möguleiki á að fara í starfsnám eða sjálfboðastarf á eftir 4 vikna tungumálanámi.

 

.