Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Ítalska / Róm
28.1.2020 : 11:39 : +0000

Ítölskunám í Róm

Róm, höfuðborg Ítalíu í héraðinu Lazio er engin venjuleg borg heldur gimsteinn fyrir alla, sem elska sögu, listir og fagurt umhverfi. Gamli miðbærinn er ekki að ósekju oft kallaður stóri, litli gimsteinninn. Hluti af gamla miðbænum er Páfagarður, sem er miðstöð kaþólskrar trúar og minnsta ríki veraldar, Vatikanið með um 900 manna íbúatölu. 

 

Fyrir um 100 árum var Róm lítil, róleg borg með íbúafjölda um 226.000. Þetta var borg sem lifði að mestu leyti í fortíðinni. Í dag er hún ekki einungis höfuðborg Ítalíu og miðstöð landsins heldur hefur hún öðlast þann sess að vera ein af mikilvægustu stórborgum heims með 4,3 milljónir íbúa.

 

Róm býður upp á allt það sem nútímaborg þarf að hafa, en að auki er hún paradís ferðamannsins þar sem óendanlega margt er að skoða.  

 

Nánar um skólann & námið...