Þú ert hér: Vinna um víða veröld / Tungumálanám / Franska / París / Um skólann & námið
22.8.2017 : 7:11 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 17 ára

Tímalengd: 2 til 36 vikur

Hópstærðir: 8-12 nemendur í hóp. 

Kennslustundir:  1 kennslustund er 45 mínútur. Getur valið um 20, 26 eða 30 kennslustundir á viku. Þegar tekið er 26 eða 30 tímar á viku þá eru sérstakir tímar fyrir talþjálfun.

Upphafsdagar: Alla mánudaga nema hann lendi á opinberum frídegi. Algjörir byrjendur hefja námskeiðið á sérstökum dögum. 1. mánudagur hvers mánaðar í janúar til október. Einnig 31.október og 28.nóvember eru upphafsdagar byrjendanámskeiða.

Opinberir frídagar: Skólinn er lokaður þann. 28.mars, 5.maí, 16.maí, 14.júlí, 15.ágúst, 1. nóvember, 11.nóvember 2016. Skólinn er lokaður frá 24.desember 2016 til 8.janúar 2017.

Stöðupróf: er tekið um morguninn fyrsta daginn.

Hópaskipting: Frá byrjendum til reiprennandi, 6 getustig; A1, A2, B1, B2, C1. Byggt á Common European Framework of Reference (CEFR).

Menningaratburðir/frístundaval: Á miðvikudögum er alltaf boðið upp á menningarferðir. 

Franska í bland við mat og menningu

Tungumálaskólinn býður upp á námskeið þar sem þú getur blandað saman námskeið í frönsku og námskeið í franskri matargerð eða námskeið í frönsku og ''Parisian immersion''. Þá er boðið upp á óvenjulegar ferðir um Parísarborg þar sem leiðsögumenn eru Parísarbúar. 

Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Nínukots. Senda fyrirspurn.

Frístundir, íþróttir & afþreying

Í París er ótal margt að skoða af byggingarlist, sögu og listmunum sem getur svo sannarlega haldið manni uppteknum í mjög langan tíma. Að auki býður skólinn upp á afþreyingadagskrá á miðvikudögum eftir tungumálanámið. Skipulagðar eru meðal annars heimsóknir á söfn, bátsferðir, gönguferðir um hverfin í París og margt fleira. Einnig er möguleiki á að taka námskeið í franskri matargerð og læra um menningu Frakka.

Um skólann & námið

Skólinn var stofnaður árið 1992. Skólinn hefur sett sér þau markmið að bjóða upp á hágæða nám í frönsku og að deila og dreifa þekkingu um franska tungu og menningu um heiminn. 

 

Skólinn er staðsettur í hjarta Parísar í húsakynnum FIAP Jean Monnet sem er líka íbúa hótel (residental) með 200 herbergjum. Þar geta nemendur fengið gistingu (herbergi með eigin baðherbergi) og hafa þá allt við höndina: veitingahús, kaffiteríu, bar, svalir, tölvu og netaðgang, ferðaupplýsingar, diskó, menningaratburði, sýningar og tónleika.

 

Kennarar skólans eru sérhæfðir í að kenna og leiðbeina nemendum í frönsku sem erlendu tungumáli. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig munnlega við margvíslegar hversdagslegar athafnir sem byggja á námi með samtölum og textum. Til þess að ná þeim markmiðum sem stefnt er að er notuð röð nýrra og árangursríkra aðferða s.s samtöl, leikir, hlutverkaleikir, skapandi hópæfingar, hlustun og myndbandsupptökur, söngvar, greinar úr dagblöðum, frönskum bókmenntum og fl. Þannig verða framfarir jafnt og þétt í orðaforða, málfræðinotkun, skilningur á heyrðu máli og getunni að tala sjálfur.

 

Framburður er leiðréttur gegnum allt námsskeiðið og heimavinna er sett fyrir við lok hvers dags. Námsefni við hæfi er valið. Nemendum er skipt í litla hópa miðað við kunnáttu. 8-12 nemendur eru hámark í hóp. Smæð hópsins gefur hverjum og einum nemanda tækifæri til að vera virkur þátttakandi í náminu. Í hverjum mánuði er boðið upp á 6 hópa, einn fyrir hvert getustig þ.e. algjöra byrjendur, aðeins komna af stað, nokkuð vel af stað, sæmilega, góða og svo þá sem eru mjög góðir.

 

Námsskeið hefjast alla mánudaga nema nemendur séu algjörir byrjendur. Þeir verða að byrja á sérstökum dögum og verða því að athuga hvenær þeir dagar eru. 

Námskeið, dagsetningar & verð

Í boði er frönskunámsskeið í 20, 26 eða 30 kennslustundir á viku. Námskeiðin hefjast alla mánudaga nema námskeið fyrir algjöra byrjendur. Sjá dagssetningar hér til hliðar í helstu atriði. Hægt er taka frönskunámskeið 2-36 vikur.

 

Verðdæmi 2016

 

Skráningargjald 7500 ISK 

Innritunargjald 50 evrur

Vikur20 kennslustundir26 kennslustundir30 kennslustundir
2€450€560  

€620

4

€840

€1040€1160
6

€1260

€1560

€1740

8€1560€1920

€2160

12€2160€2640€3000

Vinsamlegast hafið samband við Nínukot til að fá upplýsingar og verð um lengri dvöl.

Gistimöguleikar & verð

Stúdentagarðar í miðborg Parísar

 • Staðsett hjá tungumálaskólanum. 
 • Hægt að vera allt árið um kring.
 • Tveggja manna herbergi með baðherbergi.
 • Rúmföt og handklæði eru útveguð.
 • Herbergin eru þrifin á hverjum degi.
 • Innifalið er morgunmatur og kvöldmatur.
 • Í húsnæðinu er veitingastaður, kaffitería, bar, verönd frítt Wi-Fi, er á staðnum.
 • Skipulagðir viðburðir og afþreying, ferðir ofl. ofl. 

Verð: 59,50 EUR nóttin.

 

Heimagisting hjá vandlega völdum fjölskyldum

 • Einstaklingsherbergi með aðgangi að eldhúsi og baðherbergi. 
 • Morgunmatur innifalinn.
 • Hægt er að bæta við kvöldmat gegn gjaldi.
 • Allar fjölskyldurnar búa innan við 30 mín. frá skólanum með almenningssamgöngum.

Verð: €40 nóttin m/morgunmat. €49 nóttin m/morgunmat og kvöldmat.