Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám / Þýska / Heidelberg / Um skólann & námið
21.10.2019 : 16:12 : +0000

Helstu atriði...

Lágmarksaldur: 17 ára

Upphafsdagsetningar: Alla mánudaga nema það sé opinber frídagur, þá er það daginn eftir. Algjörir byrjendur byrja: Jan 8, Mar 5, May 28, Jul 2, Jul 30, Aug 27, Oct 22. Þeir sem eru lengra komnir geta byrjað hvenær sem er. Stöðumat áður en námskeið hefst.

Opinberir frídagar: Mar 30, Apr 2, May 1, May 10, May 21, May 31, Oct 3, Nov 1.

Christmas break: Dec 17, 2018 – Jan 6, 2019. Classes begin: Jan 7, 2019 

Hópastærðir: 3 – 12 nemendur í hóp

Kennslustundir: 45 mínútur hver kennslustund og kennsla hefst klukkan 8:30

Stöðumat: Um morguninn, fyrsta námskeiðsdag. 

Hópaskipting: 5 getustig. A1, A2, B1, B2, C1. Byggt á Common European Framework of Reference (CEFR)

Menningaratburðir/frístundaval: boðið er upp á fjölbreytt úrval, lágmark þrisvar í viku. Allir nýkomnir boðnir í skoðunarferð fyrsta námskeiðsdag. Boðið er reglulega upp á ferðir og er þá ferða- og aðgangseyrir greiddur af þátttakendum.

Frístundir, íþróttir & afþreying

Skólinn býður upp á margs konar menningar og frístunda starf að minnsta kosti þrisvar í viku.  Kynningarferð er í boði fyrir nýkomna á mánudögum og eru nemendur hvattir til að koma með jafnt til að kynnast hver öðrum eins og að sjá borgina.
Ferðir með leiðsögn gegnum gamla bæinn, Heidelberg kastala og söfnin í nágrenninu er hluti af almenna námsefninu.
Þar fyrir utan eru skipulagðar dagsferðir til annarra þýskra borga t.d  Karlsruhe, Speyer, Frankfurt og Stuttgart. Frístundastarf skólans inniheldur einnig hjólreiðar, kanóferðir, göngutúra, vínsmökkun, heimsókn í brugghús, heimsókn í Max – Planck – Institute, kvikmyndakvöld eða alþjóðleg matarpartý í skólanum o.s.frv.
Þeir sem hafa gaman af íþróttum geta tekið þátt í ýmsum íþróttum í Háskóla Heidelberg gegn sanngjörnu gjaldi. Heidelberg hefur líka upp á bjóða að taka þátt í margvíslegu öðru sporti  s.s tennis, sundi, fótbolta, líkamsrækt, hestamennsku, golfi og fleira og fleira.
Allt árið eru svo margs konar spennandi uppákomur.

Um skólann & námið

Tungumálaskólinn ih Heidelberg – Collegium Palantinum er staðsettur í friðlýstri byggingu umvöfðum garði. Hann hefur 10 kennslustofur, tvennar svalir, setustofu fyrir nemendur og fallegan garð. Aðgangur er að tölvustofu og þráðlausri nettengingu.  Skólinn er aðeins í nokkurra mínútna göngufæri frá hinum sögufræga, gamla miðbæ Heidelberg.

 

Auður skólans eru mjög hæfir kennarar. Allir kennararnir hafa háskólagráður eða nám sem jafngildir háskólanámi. Þeir eru sérfræðingar í að kenna þýsku sem erlent tungumál. Allir tala að minnsta kosti eitt erlent tungumál og sumir nokkur. Þeir hafa mikla reynslu af samvinnu og að vinna með fólki með margbreytilegan menningarbakgrunn alls staðar að úr heiminum.

 

Þýska er töluð við kennsluna alveg frá fyrstu kennslustund.  Þú munt þjálfast i tungumálinu með samskiptaaðferðum og hlustunaræfingum.

 

Kennarar skólans munu leiðbeina þér í átt að námsmarkmiðum þínum eins vel og þeir geta. Fagmennska þeirra og kennslureynsla mun tryggja þér hágæða námskeið.

Námskeið, dagsetningar & verð

Námskeið í boði

Almennt námskeið 20 (Standard)

Öflugt námskeið 25  (Intensive)

Öflugt plús námskeið 30 (Intensive plus)

20 kennslustundir á viku

25 kennslustundir á viku

30 kennslustundir á viku

 

Dagsetningar

Upphafsdagur námskeiða er almennt 1. mánudagur hvers mánaðar nema hann beri upp á opinberum frídegi. Sérstakir upphafsdagar eru fyrir algjöra byrjendur. Sjá upphafsdagsetningar hér til vinstri.

Verðdæmi 

Innritunargjald 45 EUR

 

Verð

Námskeið í 1-4 vikur

20 kennslustundir

190 EUR

25 kennslustundir

220 EUR

30 kennslustundir

290 EUR

Námskeið í 5- 11 vikur

20 Kennslustundir

180 EUR

25 Kennslustundir

205 EUR

30 Kennslustundir

275 EUR

Námskeið í 12 – 24 vikur +

20 Kennslustundir

160 EUR

25 Kennslustundir

180 EUR


 

Nám í 25 vikur eða lengur 20 kennslustundir 140 EUR og 25 kennslustundir 160 EUR.

Kennslugögn: frá 23 EUR - 36 EUR verð fer eftir námsstigi og lengd dvalar

Einkatímar: 55 EUR

Blandað námskeið: 20 kennslustundir og 5 einkatímar á viku verð 430 EUR vikan

 

Einnig er í boði þýskunám sem er sérstaklega miðað að undirbúningi fyrir próf t.d. vegna framhaldsnáms.

Gisting & verð

       Stúdentaíbúð                                        Heimagisting

Einstaklingsíbúð með baðherbergi og eldhúsi 205 EUR á viku. Auka nótt 31 EUR.

Eins manns herbergi með morgunmat 210 EUR á viku. Auka nótt 35 EUR.

Tveggja manna íbúð. Tvö einstaklingsherbergi í íbúð. Eitt baðherbergi og eldhús. 185 EUR á viku. Auka nótt €31.

Eins manns herbergi með hálfu fæði 280 EUR á viku. Auka nótt 47 EUR.

 

Tryggingargjald 250 EUR þarf að greiða við komu og endurgreiðist ef engar skemmdir hafa orðið í íbúð á meðan dvöl stóð. Allt gistihúsnæði er með góðu aðgengi að almenningssamgöngum til/frá skólanum (15-20 mín. ferðalag). Gistifjölskyldur eru í hámark 30 mínútna fjarlægð frá skólanum miðað við að almenningssamgöngur séu notaðar.

 

Stúdentaíbúðir sameiginleg aðstaða

  • Háhraða internet
  • Námsaðstaða
  • Setustofa
  • Nútímaleg líkamsræktaraðstaða
  • Sjónvarpssetustofa
  • Stórt sameiginlegt eldhús

 

Rúmföt eru í öllum íbúðum en nemendur þurfa að koma með sitt eigið handklæði. Þvottaðstaða er á staðnum gegn vægu gjaldi.

 

 

Akstur frá flugvelli (''pick up'')

Akstur frá Frankfurt flugvelli til/frá Heidelberg: 48 EUR önnur leið/ 90 EUR báðar leiðir.

Af hverju að velja þennan skóla?

Falleg, gömul og tiltölulega lítil, en heimsþekkt borg og lítill persónulegur skóli með úrvals kennurum, góðu úrvali af frístundastarfi jafnt á vegum skólans sem og úti í borginni valið af hverjum og einum gerir ih Heidelberg – Collegium Palatinum að góðum valkosti fyrir alla þá sem vilja læra þýsku.