Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Tungumálanám
29.1.2020 : 10:07 : +0000

Flug og tryggingar

Flug og tryggingar er ekki innifalið í verkefnagjaldi tungumálanámsins. Þú getur bókað þitt eigið flug eða beðið okkur um að aðstoða þig. Við bjóðum upp á mjög góðar ferðatryggingar frá CareMed.  Sjá nánar...

           SENDA FYRIRSPURN

 ,,Tungumálin eru lykill heimsins”

Af hverju að læra ný tungumál?

Tungumálanám opnar dyr. Öll tungumál heims eiga sameiginlegt að búa yfir ríkulegum orðaforða sem lýsir landsháttum,  menningu,  gjörðum, tilfinningum og viðhorfum. Annarra þjóða heimur opnast þannig fyrir okkur ef við lærum tungumál þeirra. Tungumálakunnátta verður því aðgangsmiði að nýjum, spennandi heimi sem stöðugt alþjóðavæðist og skreppur saman. 

 

Í dag eru til 7 milljarðar manna. Íslendingar eru aðeins 320.000 og búa þar að auki á eyju út í hinu stóra Atlantshafi.  Það er því að miklu að keppa að læra nýtt tungumál og stækka sjóndeildarhring sinn. Heill ævintýraheimur mun opnast fyrir þér eins og aðgangur að fólki, tónlist, sögu, menningu, veraldarvefnum og síðast en ekki síst fleiri atvinnumöguleikum. 

 

Eða eins og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands orðar svo snilldarlega:            

 

                ,,Tungumálin eru lykill heimsins”

 

Er þetta ekki einmitt það sem við viljum - aðgang að stærri heimi!

 

Nínukot býður nú upp á tungumálanámskeið í ensku, frönsku, ítölsku, spænsku og þýsku.