Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Kruger to Cape / Innihald og verð
28.1.2020 : 21:20 : +0000

Flug og tryggingar

Flug og tryggingar eru ekki innifaldar í verkefnum Nínukots.  Þú getur bókað þitt eigið flug eða beðið okkur um að aðstoða þig.  Við bjóðum upp á mjög góðar ferðatryggingar frá CareMed.  Sjá nánar...

Verð í ÍSK?

Hægt er að reikna út verð í íslenskum krónum með því að fletta upp genginu á www.islandsbanki.is

Verð á vefnum eru í íslenskum krónum, evrum, pundum eða dollurum.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 561 2700 eða senda tölvupóst.

Innihald

Eftirfarandi er innifalið í verkefninu Kruger til Höfðaborgar:

 • Móttaka á flugvellinum OR Tambo í Jóhannesarborg og akstur til Svasílands
 • Kynningar- og undirbúningsnámskeið í upphafi dvalar
 • Fullt fæði (3 máltíðir á dag) og gisting – Sjálfboðaliðar hjálpa til við matargerðina
 • Safaríferð til Kruger - daglegur akstur í Kruger þjóðgarðinum
 • Göngutúrar í  þjóðgarðinum með leiðbeinanda, sólarlagsferðir eða næturferðir 
 • Allan útbúnað sem þarf í verkefnið - nema svefnpoka
 • Ferð til menningarþorps Svasí
 • Ferðalag til strandbæjarins Tofo í Mósambík
 • Ævintýraferð á sjónum – snorkað með hvalahákörlum
 • Eyju kajakferð
 • 6 daga ferðalag um Garden Route, Suður - Afríku
 • Stuðningur og daglegar leiðbeiningar frá verkefnastjóra, aðstoðarmanni hans og aðalskrifstofunni.
 • Akstur á flugvöll við brottför.

 

Ekki innifalið:

 • Heilbrigðis-, ábyrgðar- og ferðatrygging
 • Flugferðir og fargjöld í verkefni þitt
 • Hádegis- og kvöldverðir í Garden Route ferðalaginu
 • Persónulegir hlutir eða persónulegar þarfir eins og t.d. gjafir og föt símtöl, internet, auka matur og drykkir
 • Áritanir
 • Aðrar skoðunarferðir og afþreying, sem eru ekki í dagsskránni.

Verð

Sjálfboðavinna og ferðir: Kruger til Höfðaborgar, 8 vikur $4524 (563.826 ISK)

Sjálfboðavinna og ferðir: Kruger til Höfðaborgar, 11 vikur $5233 (652.189 ISK)

Sjálfboðavinna og ferðir: Kruger til Höfðaborgar, 12 vikur $5469 (681.601 ISK)

 

 

(Gengisútreikningur miðast við sölugengi Íslandsbanka 24.06.2019, 1$ = 124,63 ISK)