Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Kruger to Cape / Um vinnuna
28.1.2020 : 21:18 : +0000

Vinnu- og frítími

Vinnutími: Almennt frá 4- 8 klst á dag. 
Frítími: Frí um helgar. Valfrjálst að taka þátt í ýmsum skoðunarferðum.
Fæði og uppihald: Fullt fæði, en sjálfboðaliðar aðstoða við matargerð
Húsnæði: Sjálfboðaliðar búa saman og deila svefnskálum með nokkrum öðrum og hafa sameiginleg baðherbergi.  

Um vinnuna

Eftir að búið er að koma sér fyrir í Svasílandi og kynningu er lokið er farið í fimm daga ferð í Kruger þjóðgarðinn. Þar muntu taka þátt í safaríferð.  Ekið er um þjóðgarðinn í leit að hinu ótrúlega fjölbreytta, villta lífi og á nóttunni er tjaldað undir stjörnubjörtum afrískum himni, setið í kringum eld og hlustað á sögur af afrísku skóglendi. Í Kruger kennir leiðsögumaður um dýr og plöntur hinna afrísku sléttna og hversu áríðandi er að varðveita þessi vistkerfi.

 

Þegar komið er til baka í konungsríkið Svasíland breytist hlutverk þitt úr ferðamanni í sjálfboðaliða.  Þú munt taka þátt í verkefnum næstu tvær vikurnar, sem hafa það markmiði að bæta og gera léttbærara líf munaðarleysingja og barna, sem standa höllum fæti.  Það eru þúsundir barna í Svasílandi sem eru annað hvort munaðarlaus eða sýkt af HIV veirunni eða eyðni. Þitt hlutverk er að vera í beinu sambandi við börnin, hjálpa við að sinna daglegum þörfum þeirra og veita þeim umhyggju og kærleika, sem þau þarfnast mest. Einnig er í boði að aðstoða við að hlaða kennslustofur og viðhalda görðum eða taka þátt í íþróttum fyrir börn þar á meðal sundi og hestastökki. 

 

Í fjórðu viku er farið í vikuferð til hinna gullnu, ósnortnu hitabeltisstranda í Tofo í Mósambík. Mósambík er sérstaklega töfrandi vegna strandanna og þess lífs sem þar hrærist fyrir utan. Þarna eru ein bestu tækifæri heims til að snorka með stærsta fiski veraldar, hvalahákarlinum. Með hinum margbreytilegu kóralrifum, hvölum og sjávarskjaldbökum er sjávarlífið þar hreinasta paradís. Ef þú ert með köfunarréttindi færðu að kafa. Einnig er farið í dagsferð á kajak yfir hið bláa vatn til pálma vöxnu eyjanna, sem eru fyrir utan ströndina. Ótal önnur afþreying er í boði fyrir utan ferðáætlunina, sem hver og einn getur tekið þátt í að eigin vali svo sem að fara í reiðtúr á ströndinni, fjórhjólatúra, brimbretti, sjóbretti (body boarding), veitt fisk, tekið þátt í flúðasiglingu eða bátasiglingu.  Að sjálfsögðu eru eitt eða tvö strandapartý alveg örugg.

 

Þá er haldið til baka til Svasílands og þar er hafist handa við sjálfboðastarfið á nýjan leik næstu 10 dagana og unnið að sömu verkefnum og áður. 

 

Nú er Svasíland kvatt og haldið á vit ævintýranna aftur.  Á degi 45 er farið með rútu til Jóhannesarborgar og þaðan flogið til Höfðaborgar (flugið ekki innifalið). Þú færð einn dag til að skoða borgina en svo er haldið í ferðalag um hina óviðjafnanlegu Garden Route. Garden Route er fræg leið með sínum fallegu strandþorpum og bæjum með forna skóga og fjöll í bakgrunni. Þú ferð m.a. í friðland fíla og apa og í kajak ferð niður eina af ánum. Þú getur einnig  tekið þátt í mörgu öðru skemmtilegu að eigin vali á þessari leið með aukagjaldi eins og að fara í heimsins hæsta teygjustökk (bungee jump) farið í sjóinn í búri til að sjá hákarla og fleira og fleira. Þú getur einnig valið að taka því bara rólega og ganga gegnum frumskóga eða rölta um þorp og versla.

 

Að lokum er komið aftur til Höfðaborgar (Cape Town) þar sem þú færð tækifæri til að kynnast enn betur eftirsóttustu borg Afríku. Þú getur rannsakað barina og verslanir í Löngu götu (Long street), farið með fluglest, klifið tinda Table Mountain, skoðað mörgæsirnar á Boulder Beach, siglt með báti út til Robben Island þar sem Nelson Mandela var haldið í fangelsi í 27 ár og fleira og fleira.

 

Í fiskiþorpinu Hout Bay, sem er rétt utan við Höfðaborg dvelstu svo að lokum og tekur þátt í sjálfboðastarfi í einu bæjarhverfinu síðustu vikurnar af dvöl þinni. Þarna muntu líka aðstoða við umönnun barna sem standa höllum fæti. Útbreiðsla HIV veirunnar eða eyðni ásamt mikilli fátækt víða er mikið vandamál í Afríku, einnig í Suður Afríku.  Með því að veita börnunum grunnþjálfun og menntun og að styrkja þau með athygli og kærleika leggur þú þitt af mörkum til að bæta og auðga líf þeirra. Einnig er í boði að aðstoða í miðstöð fyrir fatlaða.