Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Kruger to Cape
28.1.2020 : 21:16 : +0000

Í stuttu máli

 

Lágmarksaldur: 18 ár – 55 ára, hámarksaldur fer samt eftir heilsu viðkomandi.

Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í ensku.

Starfsreynsla: Ekki er krafist starfsreynslu,

Sakavottorð: Krafist af öllum sem vinna með börnum

Vegabréfsáritun:  Áritun þarf að fá fyrir brottför til Svasílands. Áritun til Mósambík og Suður – Afríku fæst á staðnum.

Lengd dvalar: 8, 10 eða 12 vikur. 

Upphafstími: Fyrsta mánudag í hverjum mánuði nema nóvember og desember.

Umsóknarfrestur: Bóka þarf helst 2 -3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Annað: Ertu opinn fyrir nýjungum?  Ertu sveigjanlegur?  Hefurðu gaman af ævintýrum?  Þá er Kruger til Höfðaborgar verkefni fyrir þig!

,,Þetta var mesta vegalengd og lengsti tími sem ég hef eytt í öðru landi en án efa sá skemmtilegasti, reynsluríkasti og mest fræðandi í senn.''

Jón Vigfússon

Kruger til Höfðaborgar

Í þessu verkefni býðst þér að flétta saman sjálfboðavinnu og ferðalögum um þrjú lönd Afríku; Svasíland, Mósambík og Suður-Afríku...

 

Svasíland

Svasíland er minnsta landið á suður hveli jarðar. Það er einnig eitt af síðustu konungsríkjunum í Afríku. Það er samt eitt áhugaverðasta landið þar sem þú getur verið öruggur um að eiga frábæra dvöl, öðlast dýrmæta reynslu og að fara heim með ógleymanlegar minningar. Svasíland er eins og smækkuð útgáfa af Afríku með sterkum hefðum, fjörugum hátíðum og vinsamlegu, rólegu fólki. Þrátt fyrir sína stöðugu sögu og friðsamlegt orðspor er Svasíland með eitt hæsta hlutfall eyðnismitaðara (HIV, AIDS) í heimi og atvinnuleysi er um 50%.  Næstum ¾ af mannaflanum vinna við landbúnað. Þetta er land með sláandi náttúrufegurð og hefur mikla möguleika, sem landfræðilega vel staðsett á milli Suður – Afríku og Mósambík og það hefur tiltölulega vel þróaða innviði. Svasíland hefur miklar víðáttur af friðlýstum landssvæðum og þjóðgörðum miðað við svona lítið land. Þú getur komist í ótrúlega nálægð við svarta og hvíta nashyrninga og fíla á sumum af þessum svæðum. Í Svasílandi finnast 14% af öllum skráðum plöntutegundum Afríku. Fyrir utan að rannsaka villt dýralífið er margt annað hægt svo sem að fara á hestbak, göngutúra, fjallahjólreiðar, flúðasiglingar innan um stórkostlegt fjallalandslag, dvelja í dreifbýlinu og verða gjörsamlega heillaður af menningu Svasíbúa.

 

Mósambík

Heillandi strandlengja og töfrandi eyjaklasar, frábær aðstaða til köfunar, litrík þjóðarmenning og aðlaðandi höfuðborg, - gera Mósambík að einu best geymda leyndarmáli suðurhluta Afríku. Átök innanlands eru að baki og landið er á góðri leið að verða fastur liður á lista ferðamanna sem vilja sjá það besta sem Afríka býður upp á. Þjóðfélag Mósambíkur er einstök blanda af afrískum, arabískum, indverskum og portúgölskum áhrifum, - maturinn er kryddaðri, tónlistin jazzaðri og takturinn almennt afslappaðri en hjá enskumælandi nágrönnum landsins.

Í þessu verkefni er boðið upp á viku flatmögun og margs konar afþreyingu á ströndinni í strandbænum Tofo. 

 

Suður –Afríka

Suður Afríka er heillandi og flókið land.  Mikil gerjun hefur átt sér stað eftir að aðskilnaðarstefnan var aflögð, og stundum er nánast eins og hægt sé að taka á henni.  

Fyrir hinn klassíska ferðamann er nóg að sjá og gera: hefja daginn með því að flatmaga á hvítum og óendanlegum baðströndum, eyða eftirmiðdeginum í nánast snertifjarlægð frá rymjandi flóðhestum, gíröffum og fílum á gresjunum og ljúka deginum yfir lúxusveitingum undir blóðrauðu sólarlaginu.

En til að virkilega skilja fólkið og landið er nauðsynlegt að sjá allar hliðarnar og það gerir þú svo sannarlega í gegnum ferðatengdu sjálfboðavinnuna Kruger til Höfðaborgar.  Fátækt er mikil, alnæmi er faraldur og þeir sem einna helst verða fyrir barðinu á þessu eru konur og börn.

 

Alsnægtir og þægindi - fátækt og örbirgð. Suður Afríka er allt þetta og svo margt fleira.

 

Eina leiðin til að skilja þessa heillandi blöndu andstæðnanna er að búa þar og starfa.  Með þátttöku í þessu verkefni býðst þér tækifæri til að kynnast landinu og fólkinu, og leggja þitt fram.

Um vinnuna

Ferðasögur

Um landið

Innihald og verð