My wonderful year in Iceland

Hi everyone,

 

My name is Chantal, I´m 23 years old and I´m from Holland. Last year I went to Iceland to work there as an au pair. This has been one of the best decisions ever since I´ve had the time of my life. I´ve met so many nice people and I´m sure I´ve made friends for life!

 

During my stay in Iceland I lived with two different families. The first family lived in Reykjavik and had two kids for me to take care of, a boy and a girl. When the kids were at school I took care of the household and also I was babysitting a gorgeous baby from the family. When the kids got home from school I gave them something to eat and played with them or just let them play with friends. I really liked these kids and I loved spending time with them. In my free time I went to a language school to study Icelandic. That was great because this way I got to know new people from all over the world and I was also able to understand the family conversations during dinnertimeJ More...

 

 

 

Ertu að leita af Au pair?

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er hægt að nálgast hjá starfsmönnum Nínukots í síma 561 2700 eða senda tölvupóst á ninukot@ninukot.is

Au Pair á Íslandi

Vantar þig au pair?

 

Nínukot aðstoðar fjölskyldur á Íslandi við að finna au pair frá Evrópu (EES).

 

Innifalið í ráðningargjaldi:

 • Au pair vistráðning og undirbúningur fyrir komu.
 • Aðstoð og leiðbeiningar á frágangi gagna er varða skráningu í Þjóðskrá, eftir að au pair kemur til landsins.
 • Aðstoð varðandi tryggingamál.
 • Tveggja mánaða ábyrgð á ráðningu frá komu Au pair til landsins.
 • Stuðningur á meðan á dvöl au pair stendur.

 

Vistráðningargjaldið er 52.000 ISK án vsk. og er greitt eftir að fjölskylda er búin að ráða au pair og er einungis greitt ef af ráðningu verður. 

 

Au pair umsækjendur

Au pair umsækjendur Nínukots fara í viðtal hjá samstarfsaðilum okkar, hafa reynslu í gæslu barna og skila inn staðfestum meðmælum. Þær tala ensku, skila til okkar ítarlegri umsókn með upplýsingum um reynslu sýna og bakgrunn, sakavottorði, heilbrigðisvottorði ofl. 

 

Vantar þig Au pair? 

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og umsóknareyðublað með því að hafa samband í síma 561 2700 eða að senda tölvupóst á ninukot@ninukot.is

Í stuttu máli

Umsóknarfrestur: við mælum með amk. 2-3 mánuðum, en hægt er að sækja um með styttri fyrirvara.  

Dvalartími Au pairs: yfirleitt sækja au pair um að vera í 6,9 eða 12 mánuði en einnig erum við stundum með au pair umsækjendur sem vilja aðeins vera yfir sumartímann.

Laun & hlunnindi Au pairs: Fullt fæði og sérherbergi, 15.000 ISK á viku og flugstyrkur. Flugmiði heim ef au pair dvelur í 6 mánuði eða lengur. Flugmiði til og frá Íslandi ef au pair dvelur í 12 mánuði eða lengur. Flugmiði er gerður upp við brottför nema um annað sé samið.

Vinnutími Au pairs: 30 klst. á viku. Getur dreifst misjafnlega yfir daginn og vikuna. Au pair fær frí 2 daga í viku. Frídagarnir geta verið á virkum dögum eða um helgar (amk. ein helgi í mánuði).

Ábyrgð Nínukots: 2ja mánaða ábyrgð á ráðningu þ.e. ef au pair fer heim innan tveggja mánaða frá komu til landsins þá leitum við að nýrri au pair að kostnaðarlausu. Nínukot er einnig til ráðgjafar á meðan dvöl Au pair stendur.  

Nánar um starf au pairs og hlunnindi

Au pair kemur til landsins til þess að búa og starfa hjá fjölskyldu með það að markmiði að verða hluti af íslenskri fjölskyldu, hjálpa til á heimilinu og kynnast landi og þjóð. 

 

Starf Au pairs

 • Helstu störf au pair er að sinna börnum og léttum heimilisstörfum. 
 • Au pair vinnur 30 klst. á viku. 
 • Möguleiki er á að au pair vinni fleiri stundir í viku hverri eða tímabundið. Umframvinna verður að vera með samþykki au pairs. Viðmiðið er að aukavinnustundir séu að hámarki 10 klst. á viku, samtals 40 vinnustundir á viku. Au pair fær að lágmarki 500 ISK fyrir hverja auka vinnustund - ath. ný upphæð tekur gildi 1. júlí 2017 og er 650 kr. 

 

Laun & hlunnindi

 • Au pair fær fullt fæði og sérherbergi sem hluti af launum sínum ásamt 15.000 ISK í vasapening fyrir hverja vinnuviku. 
 • Au pair fær frí í eina viku á launum fyrir hverja 6 mánuði í starfi hjá fjölskyldu og er sá tími samkomulag á milli au pairs og fjölskyldu.
 • Ef au pair dvelur í 6 mánuði eða lengur fær au pair flugmiðann heim. Ef au pair dvelur í 12 mánuði fær hún/hann flugmiðann til Íslands einnig endurgreiddann. Mælt er með að gistifjölskyldur aðstoði au pair að finna hagkvæmt flug. Flugmiðar eru greiddir við brottför nema um annað sé samið. Au pair umsækjendur Nínukots koma frá Evrópu (EES). 

 

Tryggingar

 • Ef au pair kemur ekki sjálf með tryggingargögn (sjúkra- og slysatrygging) þá er það í höndum fjölskyldu að greiða tryggingar fyrir dvölina eða allt að 6 mánuði. Ef gengið er frá skráningargögnum au pair eins og leiðbeint er af Nínukoti og á þeim tíma, þá fer au pair inn í sjúkratryggingarkerfið okkar eftir 6 mánuði og því aðrar sjúkratryggingar óþarfar. Kostnaður fyrir tryggingar er misjafn eftir dvalartíma, tegund trygginga og tryggingarfélagi. Nánari upplýsingar varðandi tryggingar er hægt að nálgast hjá starfsmönnum Nínukots.

Umsóknarferlið

Þar til sú rétta Au pair finnst...

 

Au pair umsækjendur okkar sækja bæði um beint til okkar og í gegnum samstarfsaðila okkar þ.e. í gegnum viðurkenndar Au pair skrifstofur víða um Evrópu.

 

 

Viðtal er tekið við allar au pair, gerðar eru kröfur um enskukunnáttu, bílpróf og góða heilsu. Einnig þurfa allir au pair umsækjendur að sýna fram á reynslu í barnagæslu og skila inn skriflegum staðfestum meðmælum. Að sjálfssögðu skila allir au pair umsækjendur inn sakavottorði. Au pair umsækjendur geta verið á aldrinum 18-30 ára.

 

 

Au pair skilar inn umsóknargögnum og au pair bréfi til fjölskyldu þar sem hún segir frá reynslu sinni, fjölskyldu og áhugamálum. Hún skilar inn myndum af sér, börnum sem hún hefur verið að gæta og fjölskyldu sinni.

 

 

Þegar fjölskylda hefur skilað inn umsóknargögnum sínum til Nínukots, sendum við au pair umsókn eða umsóknir sem gæti hentað viðkomandi fjölskyldu. Ýmislegt þarf að skoða við pörun fjölskyldu og au pair t.d. óskir um dvalartíma, aldurskröfur, reynsla, fjöldi barna ofl. ofl. Fjölskylda velur úr umsóknum og óskar eftir viðtali. 

 

 

Bæði fjölskylda og au pair þurfa að samþykkja ráðninguna, og eftir að talað er saman á skype eða í síma.  

 

 

Ef allt gengur að óskum er gengið frá ráðningunni og koma Au pairs til landsins undirbúin.  Annars er talað við næsta Au pair umsækjanda og svo koll af kolli þar til að sú rétta finnst.