Þú ert hér: Vinna um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Zimbabwe
24.9.2017 : 8:26 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18 ár

Starfsreynsla: Ekki er krafist neinnar fyrri reynslu, en ástríða fyrir villtu dýralífi og verndun þess er mikilvæg í ljónaverkefnunum. Í kennslu og samfélgasverkefninu er mannkærleikur mikilvægur, áhugi fyrir velfarnaði barna og ungmenna og að miðla þekkingu.

Tungumálakunnátta: Enska.

Umsóknarfrestur: Sækja þarf um helst ekki síðar 2-3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Lengd dvalar: Lengd dvalar getur verið lágmark 2 vikur og upp í 12 vikur. Mögulegt er að tengja saman þessi verkefni.

Upphafsdagssetningar: Fyrsta og annan mánudag hvers mánaðar (2017: 02.01, 16.01, 30.01, 13.02, 27.02, 13.03, 27.03, 10.04, 24.04, 08.05, 22.05, 05.06, 19.06, 03.07, 17.07, 31.07, 14.08, 28.08, 11.09, 25.09, 09.10, 23.10, 06.11, 20.11, 04.12, 18.12).

Annað: Vinnan getur verið bæði líkamlega og andlega erfið. En ef þú ert heilsuhraustur, opinn fyrir nýjungum, tilbúinn að leggja þig fram og leita á vit ævintýranna þá eru þetta svo sannarlega verkefni fyrir þig! Enginn hámarksaldur, bara hafa gott heilsufar og vera hærri en 155 cm á hæð í ljónaverkefnunum.

Sjálfboðavinna Zimbabwe

-Viltu kenna ljónsungum að veiða í náttúrunni í Victoria Falls eða í Antelope Park? Eða taka þátt verkefninu: Umönnun munaðalausra barna og kennsla í Victoria Falls?

Zimbabwe er eins og National Geographic mynd af Afríku með hinum stórkostlegu Viktoríufossum, ótrúlegu dýralífi, rústum frá miðöldum og líflegum borgum.  Við bjóðum upp á Sjálfboðavinnu í Zimbabwe þar sem þér gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í að fjölga villtum ljónum úti í náttúrunni og styðja við starfsemi Zambezi þjóðgarðsins.

Menn hafa búið í Zimbabwe frá örófi alda. Á elleftu til fimmtándu öld byggðist upp eitt ríkasta og valdamesta samfélagið í suðaustur Afríku, og nefndist höfuðborgin Mikla Zimbabwe (Great Zimbabwe).  Þar má enn finna rústir og virki sem minna á þessa gullöld. 

Upp úr miðri nítjándu öld mættu Bretar á svæðið í flottum safaríklæðum og tóku yfir landið. Þrátt fyrir viktoríanska kurteisi og fínu klæðin voru heimamenn ekki par hrifnir af nýju landnemunum og oft var tekist harkalega á.  Landið varð þó ekki sjálfstætt fyrr en 1980 þegar Robert Mugabe vann kosningarnar.

Taktu þátt í fyrsta verkefni sinnar tegundar í heiminum, þar sem unnið er að því að fjölga villtum ljónum í náttúrunni.

 

Þú getur valið á milli Sjálfboðavinna Zimbabwe – Antelope Park: Ljón eða Sjálfboðavinna Zimbabwe - Viktoría Falls: Ljón. Í þessum verkefnum færðu tækifæri til að umgangast afrísk ljón, aðstoða við að vernda og fjölga þeim og aðlaga þau að sínu náttúrulega umhverfi aftur. 

Einnig er í boði að taka þátt í Sjálfboðavinna Zimbabwe - Victoria Falls: Umönnun munaðarlausra barna og kennsla. 

Um vinnuna