Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Um Nínukot / Viltu skrá þig?
23.1.2020 : 18:26 : +0000

Ertu búinn að finna þitt verkefni?

Ef svarið er já, þá ertu eflaust farinn að velta fyrir þér hvernig er hægt að sækja um. 

 

Hægt er að skrá sig (forskráning) á vefnum okkar.  Fyrsta skrefið við skráninguna er að fara inn í skráningarkerfið okkar, skrá þig og greiða skráningargjaldið. Nauðsynlegt er að kynna sér reglur og skilmála Nínukots sem er að finna hér.

 

Skráningargjaldið er óafturkræft. 

 

Um leið og búið er að skrá sig á vefnum og staðfesta skráninguna með greiðslu skráningargjaldsins sendum við þér frekari umsóknargögn en þau eru misjöfn eftir því hvert þú ætlar að fara.  Þegar búið er að finna starf eða staðfesta verkefni þarf að greiða 20% af verkefnagjaldinu (á ekki við Au pair verkefni og Work & Travel Ástralía). Við erum til leiðsagnar þegar umsóknargögnin eru útfyllt og yfirförum umsóknina með þér áður en hún er send út.Hægt er að greiða skráningargjaldið á eftirfarandi máta:

  • Í banka (0586-26-009924, kt. 700796-2139)
  • Með kreditkorti (Visa / MasterCard) (vinsamlegast hafið samband við Nínukot)
  • Á skrifstofunni okkar í Síðumúla 13

 

Kostnaði vegna verkefnanna er hægt að skipta ef greitt er með kreditkorti, en fullnaðargreiðsla verður að hafa farið fram 4 vikum áður en lagt er í hann.