Ráðningaferlið

Eitt fyrsta skrefið í ráðningaferli Nínukots er að skrá niður upplýsingar um vinnustaðinn, starfssvið, fjölda starfsmanna, fjölda dýra o.s.frv.  Ef ætlast er til að starfsmaðurinn búi hjá atvinnurekanda sínum s.s. í landbúnaði eða Au pair spyrjum við um fjölskylduaðstæður, hversu mörg börn eru á heimilinu og húsnæði.

 

Næst eru teknar niður upplýsingar um starfið sjálf og hvers er ætlast til af starfsmanninum.  Vegna þess að starfsmenn okkar búa oft hjá fjölskyldu atvinnurekanda er ekki óalgengt að fram komi séróskir, t.d. að viðkomandi reyki ekki, sé barngóður eða kunni að elda. Einnig skiptir ráðningartíminn miklu máli fyrir bæði umsækjendur og atvinnurekendur.

 

Hversu langan tíma tekur ráðning?

Ekki er óalgengt að það geti tekið 4-8 vikur að finna starfsmann og lengur ef kröfurnar eru miklar.  Við höfum gagnagrunn með upplýsingum um umsækjendur. Meðal umsóknargagna er meðal annars umsókn, starfsferilskrá, mynd, læknisvottorð og sakavottorð.

 

Þar til að sá rétti finnst.

Við gerum þá kröfu að umsækjendur geti tjáð sig á ensku.  Bæði umsækjendur og atvinnurekendur þurfa að samþykkja ráðninguna, og þá eftir að hafa talað saman í síma.  

 

Ef allt gengur að óskum er gengið frá ráðningunni.  Annars er talað við þann næsta sem hæfir starfinu og svo koll af kolli þar til að sá rétti finnst.

 

Nínukot skipuleggur móttöku starfsmanns og aðstoðar starfsmenn og atvinnurekendur með nauðsynlega skráningar hjá Þjóðskrá Íslands.