Um ráðningu hjá Nínukoti

Nínukot aðstoðar fyrirtæki við að finna starfsmenn í flest almenn störf. 

 

Störfin okkar eru í landbúnaði, ferðaþjónustu, þjónustu og verslun svona til að nefna nokkur.

 

Innifalið í ráðningu hjá Nínukoti er:

  • Ráðning á einum starfsmanni.
  • Frágangur á gögnum er varða skráningu starfsmanna.
  • Tveggja mánaða ábyrgð er á hverri ráðningu.*

 

Athugið:

Starfsmenn þiggja laun samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.

 

Starfsmenn í landbúnaði fá greiddan ferðakostnað til Íslands eftir 6 mánuði í starfi og ferðakostnað frá landinu eftir aðra 6 mánuði.

 

*Ábyrgðin gildir ekki ef atvinnurekandi stendur ekki við skyldur sínar sem atvinnurekandi eða starfsmanni er gert á annan máta ókleift að sinna störfum.