Hver erum við?

Svanborg Óskarsdóttir

Svanborg er eigandi og stofnandi Nínukots.  Hún sinnir m.a. ráðningum og Leonardo da Vinci nemendum okkar s.s. með því að kenna þeim fullt af íslensku og aðstoða þá við að kaupa sér bíl, hmmm...

 

Eygló Harðardóttir

Eygló sér um ráðningar, samskipti við erlenda samstarfsaðila og markaðsmál  Hún fékk feiknar áhuga á vinnu um víða veröld eftir að hafa sjálf dvalið við nám og störf í Bandaríkjunum og Svíþjóð.  Draumur hennar er að geta einhvern tímann dvalist hálft árið í Frakklandi og hinn helminginn á Svalbarða. 

 

Eða var það Vestmannaeyjar og Svalbarði? 

 

Kristrún Sveinsdóttir

Kristrún tryggir að ekki eitt einasta pappírsnifsi týnist á leiðinni út og heim aftur.  Trúið okkur, það er fátt leiðinlegra en þegar eitthvað klikkar varðandi kennitöluumsókn eða tryggingarmálin. Auk þess að halda öllu í röð og reglu, leggur hún stund á nám við Háskólann í Reykjavík og dreymir um langt frí í Mozambique. 

 

Sigurður Vilhelmsson

Sigurður, eða Siggi eins og flestir kalla hann, er tæknigúru-inn okkar.  Hann ber ábyrgð á vefnum okkar, umsýslukerfinu og að tölvupósturinn þinn skilar sín til okkar.  Áður en hann settist að í stórborginni Vestmannaeyjar, fór hann í heimsreisu til Malasíu, Ástralíu og Fiji og stoppaði svo í nokkur ár á rannsóknastofu í New York borg.