Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Au Pair
27.1.2020 : 13:55 : +0000

           SENDA FYRIRSPURN

Au Pair

Má bjóða þér að gerast hluti af erlendri fjölskyldu?

 

Au Pair upplifir viðkomandi land sem hluti af fjölskyldu.  Þannig kynnist Au Pair daglegu lífi fólks í viðkomandi landi, eignast vini alls staðar úr heiminum og fær jafnframt næg tækifæri til að ferðast.

Svo má ekki gleyma hlunnindum eins og litlum knúsum og mjúkum faðmlögum frá yndislegum skjólstæðingum.

Ef þú ert 18-26 ára, talar ensku og finnst fátt skemmtilegra en að gæta barna þá ættirðu að kíkja á möguleika þína til að vinna sem Au pair um víða veröld.

Við bjóðum upp á Au pair í Bandaríkjunum og í sumum löndum Evrópu.

 

Nínukot er í samstarfi með Au pair skrifstofum í Bandaríkjunum, Englandi, Írlandi, Spáni, Þýskalandi og Frakklandi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá starfsmönnum Nínukots í síma: 561 2700, í gegnum fyrirspurnarkerfið á vefsíðunni eða með því að senda tölvupóst á netfangið ninukot(at)ninukot(dot)is.