Þú ert hér: Vinna um víða veröld / Ameríka / Bandaríkin
21.11.2017 : 6:11 : +0000

Til/frá Bandaríkjunum

Hægt er að fljúga til Bandaríkjanna með Icelandair, www.icelandair.is og www.wowair.is  

US flugvellir og flugfélög http://www.officialusa.com/travel/airlines/

Leitarvélar m.a. www.dohop.is , www.momondo.com og www.travelocity.com

Hvað segja þátttakendur?

"I had a great time. . . . The managers were so nice to us. They treated us as family and always helped us with any questions or problems that we had. Now I feel more sure of myself and can talk in English anywhere and anytime. Next season, I am coming back with my friends!"

~Monica C., Peru

 

“If you are still a student and have a chance to participate in this program, just do it! This program gives a good chance to see absolutely another world and another life, to meet a lot of friends, to feel that you are already an adult who is able to earn money and make decisions by yourself.”

~Anastasiya T., Russia

Bandaríkin - Sumarstörf!

Allir hafa skoðanir á Bandaríkjunum, ekki hvað síst Bandaríkjamenn sjálfir.  Í þessu víðfema landi finnur þú margar af heimsins mest spennandi borgum s.s. New York, Washington DC., Miami, Los Angeles og Las Vegas svona til að nefna nokkrar. 

 

En Bandaríkin eru svo miklu meira en stórborgir, - hver landshluti hefur sín eigin sérkenni allt frá endalausum trjám og jórtrandi mjólkurkúm í Vermont og Delaware, heillandi Cajun menning í Mississippi og einstök suðurríkjastemming í South-Carolina, arfleið sænskra og norskra innflytjenda í Iowa og Dakota eða til einstakrar arfleiðar indjána og Spánverja í vesturríkjunum.

 

Og íbúarnir, sem eru (þrátt fyrir orðróm um annað...) einir þeir vingjarnlegustu í heimi. Trúðu okkur, enginn veitir betri þjónustu en Bandaríkjamenn og þeir eru sífellt að spyrja hvernig þú hefur það...

 

Eflaust hefur þú þínar skoðanir á Bandaríkjunum, líkt og allir aðrir í heimnum, -  en við bjóðum þér að kynnast landinu frá fyrstu hendi í gegnum Work & Travel USA!

Um landið

Höfuðborg: Washington DC (553.000 íbúar)
Stærð: 9.630.000 km2
Mannfjöldi: 300 milljónir
Tungumál: Enska og spænska (aðallega suður California, New Mexico, Texas og Miami, Florida)
Trúarbrögð: 50% mótmælendur, 25% kaþólikkar, 2% gyðingar, 1% islamstrúar.
Gjaldmiðill: US dollari(US$)
Tímamismunur: -5 GMT (Eastern), -6 GMT (Central), -7 GMT (Mountain), -8 GMT (Pacific Standard).  Sumartími frá byrjun apríl og til lok október. www.worldtimezone.com/time-usa2.htm
Veðurfar: Janúar 1°C, júlí 25°C (meðalhiti Washington DC).  Mjög breytilegt veðurfar eftir landshlutum.
Vegabréfsáritun: J-1 vegabréfsáritun nauðsynleg. Nauðsynlegt er að vera með nýjustu tegund af vegabréfum.
Rafmagn: 110 V 60 Hz
Landsnúmer: +1

Meira um Bandaríkin: www.lonelyplanet.com og http://www.50states.com