Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Work&Travel / Evrópa / Austurríki
23.2.2018 : 22:39 : +0000

Work & Travel Austurríki

Fátt toppar Austurríki sem áfangastað allan ársins hring.  Alparnir bjóða upp á óendanlega möguleika til iðkunar vetraíþrótta og aldalöng valdaseta Habsburga skildi eftir nóg af stórfenglegum eða uppskrúfuðum byggingum, allt eftir því hvernig maður fílar barokk stílinn.

 

Tónlistarhefðin er alls staðar, og meira segja hin syngjandi Julie Andres og von Trapp fjölskyldan gat ekki flekkað hana.  Varla þarf að kynna Wolfgang Amadeus Mozart sem var fæddur í Salzburg, og Jóhannes Strauss yngri skapaði Vínarvalsinn í höfuðborg Austurríkis, Vín. 

 

En ef klassísk tónlist er ekki beint efst á listanum yfir áhugamálin, þá er er nóg annað að sjá og upplifa bæði í borgunum og á öllum fjallstoppunum.

 

Talandi um Alpana...
Alparnir liggja eftir stórum hluta af landinum og því fátt vinsælla en skíði, snjóbretti, gönguskíði eða gönguferðir í undurfallegu landslaginu.  Á ári hverju hópast milljónir ferðamanna til landsins til að renna sér á skíðum eða snjóbrettum. Því er ekki að undra að það vanti góða skíðamenn til að leiðbeina öllum þessum ferðamönnum.


 
Við bjóðum Work & Travel Austurríki þar sem þér býðst tækifæri til að bruna eins og þér hjartans lystir, og fá borgað fyrir það!  Auk þess að læra að tala reiprennandi þýsku.

 

Ef skíðabrekkurnar heilla ekki nægilega, þá bjóðast einnig almenn störf í ferðaþjónustu í Work & Travel Austurríki.


Í stuttu máli

Aldurstakmörk: 18-30 ár

Starfsreynsla: Fyrri starfsreynslu í ferðaþjónustu (hótel og veitingahús) er kostur fyrir þá sem velja að starfa í ferðaþjónustu. Þeir sem sækja um að vera skíðaleiðbeinendur verða að hafa mikla reynslu á skíðum. Þeir sem sækja um að verða skíða- og snjóbrettaleiðbeinendur verða að hafa mikla reynslu af skíðum og snjóbrettum. Ekki er hægt að starfa aðeins sem snjóbrettaleiðbeinandi.

Tungumálanámskeið: Upphafsdagssetningar alla mánudaga nema ef þú ert byrjandi. Upphafsdagssetningar á tungumálanámskeiði í Vín fyrir byrjendur í þýsku er einu sinni í mánuði. Upplýsingar um dagssetningar er hægt að nálgast hjá starfsmönnum Nínukots. Engin kennsla er á opinberum frídögum; 1. og 6. jan., 6. apríl, 28. mars, 5. maí, 16. maí, 26. maí, 15. ágúst, 26. október, 1. nóvember, 8. og 24.-28. desember 2016.

Leiðbeinendanámskeið: Þeir sem vilja starfa sem skíðaleiðbeinandi eða sem skíða- og snjóbrettaleiðbeinandi byrja á því að taka leiðbeinendanámskeið til að öðlast réttindi sem skíðaleiðbeinandi eða sem skíða- og snjóbrettaleiðbeinandi.

Tungumálakunnátta: Enska og að geta gert sig skiljanlegan á þýsku. Þeir sem sækja um skíða- og snjóbrettanámskeiðin þurfa helst að hafa lokið 2-4 önnum í framhaldsskóla í þýsku. Þeir sem hafa minni kunnáttu geta tekið lengra tungumálanám áður en námskeiðið eða starf hefst.

Umsóknarfrestur: Lágmarki fjórum vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Ath. upphafsdaga fyrir byrjendur í þýsku hjá starfsmönnum Nínukots.

Námskeið hefst 12. nóvember 2016 fyrir skíða- og snjóbrettaleiðbeinendur (15 daga námskeið) og 02. desember 2015 fyrir skíðaleiðbeinendur (10 daga námskeið). Þeir sem fara á leiðbeinendanámskeið verða að taka sérsniðið 2ja vikna tungumálanám áður en leiðbeinendanámskeiðin byrja. Leiðbeinendur byrja að vinna eftir námskeiðið eða strax eftir jólin.

Lengd dvalar: 3-9 mánuðir. Hægt er að leggja í hann allan ársins hring fyrir almenna ferðaþjónustu. Hægt að athuga með styttri tíma.

Húsnæði: Hægt er að leigja húsnæði á vegum skólans. Húsnæði er innifalið í verðpökkum á meðan tungumálanámi stendur. Ef þú dvelur og starfar áfram í Vín þá getur þú bókað húsnæðið fyrir heildardvöl þína. Verðið fyrir langtímaleigu er 420 EUR fyrir tveggja manna herbergi hver mánuður og 585 EUR fyrir einstaklingsherbergi hver mánuður. Húsnæðið er deilt með öðrum nemendum. Í íbúðum er sameiginlegt eldhús, baðhergi og setustofa. Þrif er 2svar í viku. Þvottaaðstaða og nettenging er í húsnæði og fæst gegn vægu gjaldi. 

Annað: Áhugasemi, sjálfstæði, hraustleiki og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag.