Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Work&Travel / Evrópa / England
23.2.2018 : 22:38 : +0000

Í stuttu máli

Aldurstakmörk: 18-30 ára.

Starfsreynsla: Starfsreynsla æskileg. Þarf ekki að vera á sama sviði. 

Tungumálakunnátta: Góð enskukunnátta, önnur tungumál eru kostur.

Umsóknarfrestur: 8 vikur fyrir áætlaðan brottfarardag.

Lengd dvalar: Lágmark 3 mánuðir og hámark 6 mánuðir.  Hægt er að leggja í hann allan ársins hring. Flest störf eru í boði frá apríl til september.

Annað: Áhugasemi, sjálfstæði, hraustleiki og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag. 

 

 

 

 

 

Dvöl mín í Skotlandi

Mín reynsla var mjög gód, ég var rosalega heppin med hótel, yfirmann, og samstarfsfólk, og eignaðist marga góda vini þarna :) Ekki skemmdi fyrir hvað það er ofboðslega fallegt þarna í Oban og á hálendinu! 


Guðríður

Work & Travel England

Ekki er langt síðan Bretland hafði yfir sér ímynd stöðnunar og grámyglu, - hefðardömur sitjandi með tebolla og gúrkusamloku án skorpu eða drottningin sjálf þrammandi um í tvídd og gúmmistígvélum frosin einhvern veginn í þriðja áratug síðustu aldar. 

 

Raunveruleikinn gæti ekki verið fjarri sanni!  

 

Saga Bretlands er löng og eflaust gat Elísabet I og allt enska kóngafólkið ekki ímyndað sér hvaða áhrif nýlendustefna þeirra myndi hafa á menningu, mat og mállýskur landsins. Íbúar heimsveldisins hafa komið alls staðar að og gert Bretland að einu mesta fjölmenningarsamfélagi heimsins. Því má nú finna nokkrar af mest spennandi borgum heimsins með frábæru skemmtanalífi, ótrúlegu úrvali af veitingastöðum, óendanlegan fjölda af menningarviðburðum og flottum verslunum. Og ef þú þreytist á þessu geturðu alltaf leitað út fyrir borgarmörkin, - í ekta breska smábæi eða í angandi græna sveitasæluna. 

 

Veldu Work & Travel Bretland og kynnstu landi og þjóð, samhliða því að bæta enskukunnáttuna. Upplifðu the British Isles með því að starfa í allt að 6 mánuði á Suður Englandi.

 

Ekki hika, - því Bretland bíður eftir þér!

 

Better English, anyone?
Í fjölþjóðlegum heimi eru gerðar miklar kröfur um kunnáttu í ensku.

 

“Það er vandfundið það starf á Íslandi þar sem góð enskukunnátta er ekki nauðsynleg eða æskileg. Samhliða hnattvæðingu í viðskiptum, þekkingarleit og menningu verður til umhverfi þar sem fólk frá mismunandi menningarsvæðum starfar að sameiginlegum markmiðum. Tungumálið sem notað er í viðskiptum, í vísindum, í fræðsluefni um nýja tækni er enska.  Almenn og góð enskukunnátta er ekki aðeins kostur heldur grundvallaratriði – bæði fyrir afkomu einstaklingsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins í heild.”

(Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA náms og lektor við Háskólann í Reykjavík)

 

Eftir Work & Travel Bretland mun enskukunnátta þín gagnast bæði þér og því fyrirtæki sem þú velur að starfa hjá.