Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Work&Travel / Evrópa / Frakkland
23.2.2018 : 22:39 : +0000
Nínukot on Facebook

Work & Travel Frakkland

Frakkland, land öfganna og fegurðar, hefur verið miðpunktur Evrópu svo lengi sem menn muna.  Náttúran er einstaklega gjöful með fjölbreyttu landslagi allt frá háum fjallstoppum og jöklum, frjósömum sléttum, hæðum, ám og fljótum til endalausra strandlengja og miklum skóglendum.  

 

Einar elstu minjar um búsetu manna í Evrópu er að finna í Suður-Frakklandi og menning Frakklands hefur teygt sig um heim allan, hvort sem litið er til listaverka (Degas, Monet og Manet), matarhefða (Coq au Vin, Camembert, Dijon, Champagne), heimspeki (Rousseau, Descartes, Simone de Beauvoir), tísku (Chanel, Dior eða Gaultier) eða hugmyndafræði um lýðræði.


Með Work & Travel Frakklandi færðu tækifæri til að kynnast landinu og fólkinu í la belle France...

 

Starfaðu í ferðaþjónustu
Frakkland er eitt vinsælasta ferðamannaland í Evrópu og á hverju ári leggja milljónir manna leið sína til la belle France. Í Work & Travel Frakklandi getur þú æft frönskuna, notið landsins sem gaf heiminum kampavín og Camembert, Napóleon og frönsku byltinguna og unnið þér inn pening. 

 

Störfin eru aðallega í París og svæðinu í kringum París á veturna en um allt landið á sumrin. Störfin eru á hótelum og veitingastöðum og starfstíminn er um 3-6 mánuðir eða lengur. 

 

Þeir sem starfa á öðrum stöðum en í París eru yfirleitt í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Leigan gæti þá verið dregin af launum og þarf því í þeim tilfellum ekki að greiða leigu fyrirfram. Þar er húsnæði og fæði almennt á lægra verði en í stórborginni París.

 

Parlez-vous français?
Lengi vel var franska tungumál diplómata og enn í dag er hún, ásamt ensku, opinbert tungumál Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, NATO, OECD, Evrópuráðsins, Evrópusambandsins og Alþjóða Rauða Krossins.  Auk þess er franska töluð í fjölda landa um allan heim. 

 

Ef þú þarft að slípa til frönskuna áður en þú hefur störf er í boði tungumálanámskeið í París.  

Í stuttu máli

Aldurstakmark: 18 - 26 ára

Starfsreynsla:  Mikilvægt er að þátttakendur hafi einhverja starfsreynslu. 

Tungumálakunnátta: Að hafa góðan grunn í frönsku er skilyrði fyrir þátttöku.  Þátttakendur með mjög góða kunnáttu í frönsku geta farið beint í vinnu án þess að taka tungumálanámskeið.  Aðrir fara fyrst á tungumálanámskeið. Einnig er gott að hafa góða enskukunnáttu.

Umsóknarfrestur: Sækja þarf um að lágmarki átta vikum fyrir áætlaðan brottfarardag.

Lengd dvalar:  2-6 mánuðir. Mögulegt er að framlengja dvöl. Sum störf sem bjóðast eru allan ársins hring, önnur aðeins yfir háannatímann sem er frá apríl til október.  

Húsnæði: Algengt er að einstaklingar leigi sér herbergi á ungmennaheimilum eða svokallað ''youth hostels '' þegar starfað er í París. Þar er eins eða tveggja manna herbergi með baðherbergi og aðgengi að eldhúsi, stofu, interneti ofl. Húsnæðisþjónusta samstarfsaðila okkar sér um að bóka herbergin og útvega leigusamning. Gera þarf ráð fyrir tryggingargjaldi sem getur verið frá 300 EUR eða það sem jafngildir mánaðarleigu. Leigan í París er frá 450-600 EUR á mánuði.

Annað: Áhugasemi, sjálfstæði, hraustleiki og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag.