Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Work&Travel / Evrópa / Noregur
23.2.2018 : 22:38 : +0000

Í stuttu máli

Aldurstakmörk: 18-30 ára.

Starfsreynsla: Starfsreynsla eða áhugi fyrir landbúnaði og/eða ferðaþjónustu.

Laun: 1100 NOK á viku ásamt fæði og húsnæði.

Tungumálakunnátta: Góð samskiptaenska.

Umsóknarfrestur: Fjórum vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Hægt að sækja um allan ársins hring.

Lengd dvalar: 2 til 6 mánuðir.  

Annað: Þátttakendur verða að hafa áhuga á að dvelja hjá norskri gistifjölskyldu, sem rekur annað hvort landbúnað eða ferðaþjónustu. Þeir verða að vera reiðubúnir til að aðlagast og taka þátt í venjum þeirra, lífi og starfi. Dugnaður, sjálfstæði, hraustleiki og sveigjanleiki.

Ertu með spurningu?

Hafðu samband!

aftenposten.no - Aftenposten
Nyheter fra aftenposten.no
Alexander Rybak: «Hvis tankene får lov til å kverne rundt uten at man kommer noe sted, blir det til slutt veldig vondt.»
23. February 2018
Tankene har gitt Alexander Rybak noen utfordrende nedturer. Nå gjør han comeback i Melodi Grand Prix.
Guvernøren i Florida foreslår politi på hver skole, men bryter med Trump og vil ikke væpne lærerne
23. February 2018
Den republikanske guvernørengår inn for at hver skole i staten skal få en øremerket politibetjent.
Marius (17) bor i Japan: Jeg fikk kultursjokk
23. February 2018
Heldigvis for meg er det skilt overalt i Japan som forklarer hva du kan og ikke kan, fra hvor du setter fra deg skoene til hvordan du skal sitte på doen.
Tidligere Trump-rådgiver innrømmer å ha løyet for FBI. Nå samarbeider han med spesialetterforsker Mueller
23. February 2018
Rick Gates erklærte seg fredag skyldig i økonomisk kriminalitet og for å ha løyet for FBI. Nå venter fem til seks års fengsel.

Work & Travel Noregur

Noregur, - landið sem forfeður okkar yfirgáfu fyrir þúsund árum til að geta ráðið yfir sér sjálfir.  Frændum okkar hefur farnast ágætlega síðan þá og ekki mikið saknað okkar, sérstaklega eftir að miklar olíulindir fundust við strandir landsins. 

Er ekki kominn tími til að endurnýja kynnin, heilsa upp á ættingja og kannski athuga með þessar jarðir sem við skildum eftir?   Í Work&Travel Noregi býðst þér tækifæri til að kynnast Norðmönnum, vinna þér inn smá pening um leið og þú upplifir eitt allra fallegasta land veraldar. Hvarvetna blasir við hrífandi náttúrufegurð, há fjöll, blá stöðuvötn, óendanlegir skógar og ekki síst hinir stórkostlegu norsku firðir þar sem fjöllin ganga þverhnípt niður og útsýnið er ótrúlegt.

Íslendingar hafa á undanförnum mánuðum margir ákveðið að leggjast í víking til hins gamla föðurlands, en frekar sóst eftir að leggja undir sig þéttbýlið en fyrrum bóndabýli.  Enda vel skiljanlegt þar sem margar af borgum Noregs eru mjög fallegar.  Má þar fyrst nefna Osló, höfuðborg Noregs sem var áður þekkt sem Kristianía, í höfuðið á einum af Kristjánunum sem ríkti yfir okkur Íslendingum, Noregi og Danmerkur.  Aðrar nafnverðar borgir eru Björgvin, með listahátíð sína og krúttlega höfn, Þrándheim þar sem allir konungar Noregs hafa verið krýndir, Stafangur sem er hin ókrýnda “olíuhöfuðborg” Noregs og Tromsö þar sem meira að segja Íslendingar geta fallið í stafi yfir miðnætursólinni.

Hver kannast ekki við hversu erfitt það getur verið þegar ættingjar og vinir manns fá alltaf betri einkunn eða standa sig betur.  Örlað getur fyrir þessari tilfinningu þegar maður fer að skoða árangur Norðmanna hvort sem litið er á mennta-, heilbrigðis-, félags- og samgöngukerfið og státa Norðmenn af einum bestu lífskjörum í heimi (olían…).  En þegar búið er að ýta öllum óæðri tilfinningum til hliðar þá eru Norðmenn gott fólk sem eru stoltir af tengslum sínum og sameiginlegri sögu okkar, og hafa svo sannarlega sýnt það á undanförnum mánuðum.

Svo var höfundur bókanna um Ísfólkið víst líka norsk…

Í Work&Travel Noregur býðst þér að starfa og dvelja með Norðmönnum, og kynnast þannig menningu landsins og venjum með beinni þátttöku í daglegu lífi. Störfin eru á sveitabýlum eða í ferðaþjónustu víðs vegar um landið.  Í boði er að búa hjá norskri fjölskyldu eða í húsnæði á vegum fyrirtækisins.    

 

Dönskukennslan í grunnskólanum er ágætisundirbúningur undir að ná norskunni á tiltölulega stuttum tíma.  Húrra, loksins eitthvað gagn af dönskunni. En hafðu ekki áhyggjur, þú þarft einungis að tala góða ensku til að taka þátt.

Við bjóðum þig velkominn til að taka þátt allan ársins hring...

Í Work & Travel Noregur