Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Work&Travel / Evrópa / Ítalía
23.2.2018 : 22:39 : +0000

Work & Travel Ítalía

Ítalía er ekki bara pasta og fótbolti, heldur veisla fyrir alla sem elska sögu, listir og fagurt umhverfi.  Hún er oft nefnd evrópska stígvélið og nær alla leið frá snæviþöktum Ölpunum í norðri, Flórens og Tuscany á vesturströndinni, til hinnar ævafornu Rómar og einstakra strandbæjanna við Adríahafið til Napólí og Sikileyjar í suðri.  Falleg, ástríðufull og dramatísk, - þrjú orð sem lýsa jafnt landinu og fólkinu. 

 

Við bjóðum upp á Work & Travel Ítalía á sumrin. Sumarið er mesti annatíminn í ferðaþjónustunni en Ítalía er eitt vinsælasta ferðamannaland í heimi. 

 

Í Work & Travel Ítalía býðst þér tækifæri til að starfa í ferðaþjónustu í suðurhluta Ítalíu, með upphafspunkt í Lecce, Puglia.

 

Lærðu ítölsku í Lecce
Í Puglia er að finna borgina Lecce þar sem tungumálanámskeiðin eru haldin.  Á námskeiðunum er kennt í 20 klst pr. viku og dvalið í einkaherbergi í skólanum. Athugaðu að einnig er að hægt fara í ítölskunám í Flórens eða Róm.

 

En af hverju ættir þú að vera að læra ítölsku?

 

Jú, með því að læra ítölsku opnast þér heillandi heimur ítalskrar tungu, sögu, bókmennta, hefða og menningar sem mótað hefur hinn vestræna heim í aldanna rás. Ítalska er líka opinbert tungumál á Ítalíu, í Sviss, San Marino og Vatíkaninu og alls tala um 115 milljón manns ítölsku í heiminum.  Ásamt áðurnefndra landa má finna víða fjölmenn samfélög ítölskumælandi fólks. 

 

Auk þess opnar kunnátta í ítölsku fleiri starfsmöguleika.

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18-35 ár
Starfsreynsla: Almennt er ekki krafist fyrri starfsreynslu.  Ef óskað er eftir starfi í móttöku þá er krafist mjög góðrar kunnáttu í ítölsku og starfsreynslu.
Tungumálakunnátta: Ítalska og/eða enska.  Þátttakendur með góða kunnáttu í ítölsku geta farið beint í vinnu, án þess að taka tungumálanámskeið.  Aðrir fara fyrst á tungumálanámskeið. Þeir sem hafa enga kunnáttu í ítölsku verða að hefja dvölina á lágmark 2 vikna tungumálanámi. 
Umsóknarfrestur: Sækja þarf um að lágmarki tveimur mánuðum fyrir áætlaðan brottfarardag.
Lengd dvalar: Lágmarksdvöl eru 8 vikur en hámark 4 mánuðir. Hægt er að dvelja frá maí til september.  
Annað: Áhugasemi, sjálfstæði, hraustleiki og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag.