Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Work&Travel / Evrópa / Portúgal
22.1.2018 : 19:46 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18-35 ár

Starfsreynsla: Almennt er ekki krafist fyrri starfsreynslu. 

Tungumálakunnátta: Þátttakendur þurfa að hafa enskukunnáttu. Þátttakendur með enga kunnáttu í portúgölsku verða að taka minnst 2ja vikna tungumálanám í portúgölsku í byrjun verkefnis. Þátttakendur með góða kunnáttu í portúgölsku geta farið beint í vinnu, án þess að taka tungumálanámskeið. 

Umsóknarfrestur: Sækja þarf um að lágmarki tveimur mánuðum fyrir áætlaðan brottfarardag.

Lengd dvalar: 8 til 12 vikur í starfi.  Hægt er að fara allan ársins hring. 

Annað: Áhugasemi, sjálfstæði, hraustleiki og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag.

 

Work & Travel Portúgal

Í Portúgal mætast gamli og nýi tíminn og mynda heillandi veröld.  Það er eitthvað ósnortið við Portúgal, landið og þjóðina sem þar býr – eitthvað sem erfitt er að útskýra eða festa hendur á.

 

Portúgal er land andstæðna sem býr yfir óendanlegum tilbrigðum lífs og listar.  Það er land skuggsælla skóga, öldusorfinna kletta, sólgylltra stranda og hvítkalkaðra húsa.  Land þar sem virðulegir kastalar, þöglar kirkjur og syngjandi vindmyllur standa eins og þær hafi orðið viðskila við nútímann.

 

Lærðu portúgölsku í Lissabon
Lissabon er höfuðborg Portúgals.  Sagt er að borgin sé jafn skemmtileg og Madrid, eins afslöppuð og Róm og jafn rómantísk og Paris, - en mun afslappaðri og notalegri.  Borgin býður upp á einstakan miðbæ með gamaldags götusteinum, hverfi sem eru allt frá því að vera bóhem yfir í mjög elegant og útsýnið af hæðunum er oft á tíðum ótrúlega fallegt. 

 

Tungumálaskólinn er í miðbæ Lissabon. Námskeiðin hefjast fyrsta mánudag hvers mánaðar.  Kennslustundirnar eru frá 9.30-13.30.

 

Hvar ætlar þú að vinna næst?
Í Work & Travel Portúgal býðst þér tækifæri til að eyða 3 mánuðum við störf í ferðaþjónustu víðs vegar um Portúgal.  Störfin eru á 3-5 stjörnu hótelum, gistihúsum og veitingastöðum á Algarve, Madeira og fleiri stöðum í Portúgal.  

 

Eftir vaktina, getur þú rölt niður á ströndina með vinum eða kíkt út á næturlífið þar sem allir geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk.

 

Aðeins í Work & Travel Portúgal...