Þú ert hér: Vinna um víða veröld / Evrópa / Spánn
24.11.2017 : 9:06 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18-35 ár

Tungumálakunnátta: Spænska og enska.  Þátttakendur sem eru með mjög góða kunnáttu í spænsku geta farið beint á vinnustaðinn, án þess að fara á tungumálanámskeið. Aðrir fara fyrst á tungumálanámskeið og hefst það á hverjum mánudegi allt árið um kring. Þeir sem hafa litla eða enga kunnáttu í spænsku verða að hefja dvölina á 4 vikna tungumálanámi að lágmarki. Upphafsdagur fyrir byrjendur 2016: 4. janúar, 1. febrúar, 1. mars, 4. apríl, 3. og 30. maí, 4.júlí, 1.ágúst, 5.september, 3. og 30. október, 28. nóvember. 

Skilyrði til þátttöku: Þátttakendur í þessu verkefni verða að vera námsmenn fyrir og eftir dvöl og skráðir í fullt nám. Umsækjendur þurfa að láta staðfestingu fylgja með umsókn sinni frá skólanum sínum, sem staðfestir skólavist fyrir og eftir dvöl á Spáni. Nemendur þurfa að vera í sama skólanum fyrir og eftir dvöl. Þeir sem eru að skipta um skóla á þessum tíma eða eru að fara á milli skólastiga t.d. fara úr framhaldsskóla í háskóla geta því miður ekki sótt um. Umsækjendur verða að hafa lokið a.m.k. 2 árum í framhaldsskóla. Hægt er að fara allan ársins hring og því er einnig hægt að fara í námshléi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá starfsmönnum Nínukots.

Lengd dvalar: Lágmarksdvöl eru 8 vikur og hámarksdvöl 6 mánuðir. 

Starfsreynsla: Almennt er ekki krafist fyrri starfsreynslu.

Umsóknarfrestur: Sækja þarf um að lágmarki 2 mánuðum fyrir áætlaðan brottfarardag.

Lengd dvalar: Lengd tungumálanámskeiðs miðast við starf.  Sum störf sem bjóðast eru allan ársins hring, önnur aðeins yfir háanna tímann sem er frá apríl til október. 

Annað: Áhugasemi, sjálfstæði, hraustleiki og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag.

 

 

Um landið

Höfuðborg: Madrid
Stærð: 504.030 km2
Mannfjöldi: 47 milljónir íbúa
Tungumál: Spænska
Trúarbrögð: 97% rómversk kaþólskir, 2% mótmælendur, 1% annað.
Gjaldmiðill: euro €
Tímamismunur: + 1 klst. (GMT) að vetri. +2 klst að sumri.
Rafmagn: 220V 50 HzHz
Landsnúmer: +34

Hvernig kemst ég á áfangastað?

Work & Travel Spánn

Einstakar sólarstrendur, stórkostlegar heimsborgir, notaleg sjávarþorp og stórfenglegar minjar þar sem sagan kallast á við nútímann. Allt frá Barcelona í suðri til Kanaríeyja við norðurströnd Afríku blasir við mikil náttúrufegurð. 

 

Því er það ekki af ástæðulausu sem Spánn hefur verið efst á vinsældalista sólarlandafara í Evrópu um áratuga skeið.  Auðvelt er að ferðast um Spán, mikið úrval af gistingu, veðrið milt, fólkið afslappað, strendurnar langar og fallegar og matur og drykkur með því besta sem gerist. Þetta vita hinar 60 milljónir ferðamanna sem koma árlega til Spánar, og er ferðamannaiðnaðurinn ein helsta atvinnugrein Spánverja.

 

Því er ekki að undra að Spánverjar óski eftir hjálp frá þér.  Njóttu alls þess sem Spánn býður upp fyrir ferðamenn, á meðan þú vinnur þér inn pening og lærir um menningu landsins og spænsku.

 

Al trabajo! – Til vinnu! 
Við bjóðum upp á Work & Travel Spánn allan ársins hring, þótt sumarið sé mesti annatíminn í ferðaþjónustunni.  Störfin eru víðsvegar um Spán, á 3-5 stjörnu hótelum og gistihúsum á Mallorca, Marbella, Barcelona, Kanaríeyjum og fleiri stöðum víðsvegar um Spán. 

 

Tungumálanámskeið í Sevilla
Hafðu ekki áhyggjur þótt spænskukunnáttan sé ekki upp á marga fiska.  Við bjóðum upp á tungumálanám í Sevilla, einni fallegustu borg Spánar.

 

Í Sevilla blandast nútíminn og fortíminn saman á ástríðufullan máta.  Þú upplifir flamenco, nautaat, Don Juan og Carmen í hinu suðræna loftslagi.  En um leið getur rölt um eitt stærsta og elsta hverfi Evrópu.  Þar hafa nær öll þjóðarbrot Miðjarðarhafsins hafa skilið eitthvað eftir sig, - hvort sem litið er til Italica, Giralda, Torre del Oro, Alcázar eða dómkirkjunnar.  En það besta við Sevilla er fólkið.  Fólkið er einstaklega opið, líflegt og alltaf tilbúnið til að bjóða gesti velkomna og deila með því lífi sínu og venjum.

 

Á námskeiðinu er kennt í 20 klst á viku.