Þú ert hér: Vinna um víða veröld / Eyjaálfa / Ástralía
21.11.2017 : 6:14 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18-30 ár

Tungumálakunnátta: Enska 

Starfsreynsla: Krafist er reynslu eða menntunar í landbúnaði.

Umsóknarfrestur: Sækja þarf um að lágmarki 3 mánuðum fyrir áætlaðan brottfarardag.

Lengd dvalar: Dvalarlengd er allt að 12 mánuðir, fer eftir óskum umsækjanda og er fyrirfram ákveðin. Störfin bjóðast allan ársins hring og er umsækjandi kominn með starf áður en hann fer frá Íslandi.  

Annað: Áhugasamur um landbúnað, sjálfstæði, hreysti og sveigjanleiki varðandi vinnufyrirkomulag.

A pig of an experience

During my time working and backpacking around Australia, I've discovered that the best experiences usually happen when you least expect. I was lucky enough to get a job as a stationhand on a station in the 'accessible outback' of NSW - a great opportunity to meet and work with locals.

 

One day I was invited to go pig hunting with some guys from the nearby town (the town was a pub and a general store). I jumped at the the chance to go...

Lesa meira

Work & Travel Ástralía

Rauðar eyðimerkur, hvítar sandstendur, grænir regnskógar, heimsins stærsta kóralrif og allar þessar kengúrur, - já, við erum að tala um Ástralíu.  

Ástralía er heillandi, sem byggist ekki hvað síst á einstakri náttúru landsins. Landið er álíka stórt og Bandaríkin en íbúarnir eru aðeins um tuttugu milljónir.  Flestir íbúarnir búa við ströndina og því getur verið ansi langt á milli bæja þegar komið er inn í Outback.

 

Englendingurinn James Cook uppgötvaði meginland Ástralíu 1770 og um langt tímabil var landið notað sem fanganýlenda Breta.  Árið 1901 var landið sjálfstætt en er enn hluti af bresku krúnunni.  Í dag er landið eitt það auðugasta í heimi og byggist sú velmegun m.a. á námum og landbúnaði.

1001 rollur, 1002 rollur...

Í Work & Travel Ástralía gefst þér tækifæri til að kynnast landbúnaði á heimsmælikvarða.  Þar telst sauðfjárbóndi varla vera maður með mönnum nema hann geti talið rollurnar sínar í þúsundum og það sama gildir um nautgripabændur.  Kornrækt er einnig með miklum blóma og áströlsk vín þykja mjög góð.  

Þú starfar á sveitabæjum í dreifðum byggðum Ástralíu, og upplifir eitthvað sem er ólíkt öllu öðru sem þú hefur reynt áður.  Vinnan getur verið erfið, en launin eru góð og oft langt í næstu verslun...þannig að sparibaukurinn ætti að fyllast hratt.  

Næg tækifæri eru til að ferðast og gera þínar eigin uppgötvanir í Ástralíu.

Ævintýrið hefst með 5 daga námskeiði í Queensland þar sem þú færð þjálfun á AG bike (lítil mótorhjól), lærir að sitja hest, vinna með nautgripum á fæti og á hestbaki, keyra traktor, girða o.fl.

Nýttu þér þetta einstaka tækifæri,- í Work & Travel Ástralía!