Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Work&Travel
26.2.2018 : 3:10 : +0000

Flug og tryggingar

Flug og tryggingar eru ekki innifaldar í verkefnum Nínukots.  Þú getur bókað þitt eigið flug eða beðið okkur um að aðstoða þig.  Við bjóðum upp á mjög góðar ferðatryggingar frá CareMed.  Sjá nánar...

           SENDA FYRIRSPURN

Work & Travel

Ertu ekki orðinn þreyttur á gráum hversdagsleikanum? Hundleiður á skólabókunum eða stimpilklukkunni? Búinn að fara einu sinni of oft til Benidorm og Köben?

 

Við erum sannfærð um að Marco Polo, Kristófer Kólumbus og Leifur Eiríksson áttu ekki einkarétt á að kanna heiminn. 

Nú er komið að þér! 

 

Með Work & Travel verkefnunum okkar fetar þú svo sannarlega nýjar brautir og færð tækifæri til að gerast landkönnuður og færð borgað fyrir það!

 

Í boði eru Work & Travel verkefni í Afríku, Ameríku, Evrópu og Eyjaálfu.  

Nú er bara að ákveða hvar þú ætlar að vinna næst!

Markmið work & travel verkefna

Mikilvægt er að hafa í huga að markmið work and travel verkefna er að eiga kost á að kynnast nýrri menningu og öðlast mikilvæga starfsreynslu. Þekkingin og reynslan sem þú öðlast er árangur viðhorfa þinna, áhuga og framlags. Starfið mun vera það sem þú gerir úr því – svo  mundu að gera það frábært!