Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Mozambique / Um vinnuna
23.1.2020 : 18:26 : +0000

Um vinnuna

Sjálfboðaliðar búa og starfa í strandbænum Tofo.

Verndun hvalahákarla og kóralrifa 

Í upphafi verkefnisins verða sjálfboðaliðarnir að læra köfun, sem er kennd eftir alþjóðlegum viðurkenndum stöðlum. Sjálfboðaliðar aðstoða svo við rannsóknir á sjávarlífinu (hvalahákörlum, sæskjaldbökum, kóralrifum o. fl.) sem hafa það markmið að reyna að sjá hvernig hægt er að bæta og vernda fjölbreytileika sjávarlífsins. Það krefst öflunar gagna, sem er aflað með gönguferðum um ströndina, bátaeftirliti, myndatökum, sundi og köfun.


 
Vaxandi arðrán sjávar ógnar sjávarlífi við strendur Mozambique.  Kóralrifin, sem eru svo mikilvæg sjávarlífinu eru í hættu vegna arðráns, og  innrásar framandi tegunda, en einnig vegna vistfræðilegra breytinga samfara ferðamennsku og athöfnum manna. 
Sjálfboðaliðar þurfa að geta kafað að og á milli kóralrifanna úti fyrir sröndinni til að fylgjast með ástandi þeirra og taka myndir af þeim. Til þú getir það þarftu að læra köfun og því ferðu á 4ra daga köfunarnámsskeið, sem er viðurkennt samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

 

Annar þáttur verkefnisins er að rannsaka hvalhákarlana. Þótt þeir séu hákarlar eru þeir meinlausir þar sem þeir nærast á svifdýrum. Hvalahákarlar eru stærstu dýr heims og er auðvelt að fylgjast með þeim vegna stærðar þeirra.  Þeir gefa góða vísbendingu um ástand sjávarins.  Þeir eru í leiðandi hlutverki fyrir verndun annarra sjávarlífvera. Með fjölgun báta og auknum fiskveiðum á svæðinu þrengist um þá. Það hefur áhrif á fæðumagn þeirra og getur þannig valdið dauða þeirra.

 

Í þessu verkefni er líka fylgst með djöflaskötum. Djölfaskötur er önnur tegund sem gefur til kynna heilbrigði hafsins.  Megnið af rannsóknunum byggjast á því að taka myndir neðansjávar, til að þekkja hvalhákarlana og djöflasköturnar einstaklingslega. Það að rannsaka fjölda þeirra, dreifingu og vistfræði hjálpar til við að skilja og vernda þessi stórkostlegu dýr. 


Þriðji þáttur þessa verkefnis er að fylgjast með varpi loggerhead sæskjaldbaka og leðurblöku skjaldbaka.  Hreiðurstöðum þeirra er virkilega ógnað af atferli manna á ströndunum.  Einnig er tilveru þeirra ógnað vegna veiða á fullorðnum sæskjaldbökum þegar þær verpa eggjunum.  Það þarf því að fygjast með þeim á ströndinni á næturna á varptímanum sem er október – desember. Þá eru hreiðrin skráð og sæskjaldbökurnar merktar. Síðan þarf að gæta hreiðranna þegar ungarnir koma út sem er í janúar til mars og skrá hvernig gékk.
 
 

 

Vinnu-og frítími

Vinnutími: Mismunandi eftir verkefnum, en almennt frá 4 til 8 klst á dag.


Frítími: Yfirleitt tveir dagar á viku um helgar.


Fæði og uppihald: Innifalið eru þrjár máltíðir á dag.  Léttur hádegisverður og heitur kvöldmatur.  Morgunmat sér hver og einn um sjálfur (kornflögur/hafragrautur, ristað brauð m/ te og kaffi). Sjálfboðaliðar aðstoða við matargerðina í Tofo.


Húsnæði: Sjálfboðaliðar í hvala- og munaðarleysingjaverkefninu í Inhambane búa á sama stað í 6 herbergja húsi í Tofo, sem er í um 100 m frá ströndinni. Tvö rúm í herbergi. Sameiginlegt baðherbergi með salerni og sturtu, eldhús er á efri hæð, setustofa á neðri hæð, rafmagn og rennandi vatn.  Rúmföt útveguð en á veturna maí til águst þarf að koma með svefnpoka með sér.