

Sjálfboðavinna Mozambique
Heillandi strandlengja og töfrandi eyjaklasar, frábær aðstaða til köfunar, litrík þjóðarmenning og aðlaðandi höfuðborg, - gera Mozambique að einu best geymda leyndarmáli suðurhluta Afríku. Átök innanlands eru að baki og landið er á góðri leið í að verða fastur liður á lista ferðamanna sem vilja sjá það besta sem Afríka býður upp á.
Þjóðfélag Mozambique er einstök blanda af afrískum, arabískum, indverskum og portúgölskum áhrifum, - maturinn er kryddaðri, tónlistin jazzaðri og takturinn almennt afslappaðri en hjá enskumælandi nágrönnum landsins.
Við bjóðum upp á Sjálfboðavinna Mozambique í strandbænum Tofo.
Íbúar Mozambique eru önnum kafnir við að byggja upp land sitt og með Sjálfboðavinna Mozambique getur þú tekið þátt í því með þeim.
Í stuttu máli
Aldurstakmörk: 18 til 70 ára
Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í ensku.
Starfsreynsla: Ekki er krafist starfsreynslu.
Vegabréfsáritun: Sækja þarf um vegabréfsáritun til sendiráðs Mozambique í Svíþjóð.
Lengd dvalar: Hvalahákarlaverkefnið 2, 3, 4, 6, 8, 10 eða 12 vikur.
Upphafstími: Fyrsta mánudag í hverjum mánuði.
Umsóknarfrestur: Bóka þarf helst 2 -3 mánuðum fyrir áætlaða brottför.
Annað: Ertu opinn fyrir nýjungum? Ertu sveigjanlegur? Hefurðu gaman af ævintýrum? Þá er Mozambique landið fyrir þig!