Þú ert hér: Verkefni um víða veröld / Sjálfboðavinna / Afríka / Suður Afríka
23.1.2020 : 15:27 : +0000

Í stuttu máli

Lágmarksaldur: 18 ár

Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í ensku.

Starfsreynsla: Ekki er krafist starfsreynslu.

Vegabréfsáritun: Ekki er nauðsynlegt að sækja um vegabréfsáritun, aðeins að vera með gilt vegabréf og flugmiða tilbaka.  Við komuna til Suður Afríku er gefinn út 90 daga ferðamannaáritun.  Nauðsynlegt er að vegabréfið gildi allavega í 6 mánuði umfram áætlað dvalartíma.

Lengd dvalar kennsluverkefnis og dýraathvarfs:  2 - 12 vikur 

Upphafsdagssetningar: 1. og 3. mánudagur í mánuði. Fyrsti mánudagurinn er 15. janúar og síðasti er mánudagurinn 19. nóvember. Komutími þarf að vera á milli 09:00 og 15:00. Brottför er á mánudegi og verður flugið að vera bókað eftir klukkan 12:00.

Umsóknarfrestur: Bóka þarf helst 2 mánuðum fyrir áætlaða brottför.

Skólaannir 2018: 17. jan. - 28. mars, 20. apr. - 22. júní, 17.júl - 28.sept., 9. okt. - 12. des.. Kennsluverkefnið er ekki í boði vegna jólafría frá 15. desember fram í miðjan janúar. Þegar skólafrí eru þá breytist venjuleg dagsskrá, en verkefnin eru samt jafn gefandi og innihaldsrík.

Annað: Ertu opinn fyrir nýjungum?  Ertu sveigjanlegur?  Hefurðu gaman af ævintýrum?  Þá er Suður Afríka landið fyrir þig!

 

Sjálfboðavinna Suður Afríka

Suður Afríka er heillandi og flókið land.  Mikil gerjun hefur átt sér stað eftir að aðskilnaðarstefnan var aflögð, og stundum er nánast eins og hægt sé að taka á henni.  


Fyrir hinn klassíska ferðamann er nóg að sjá og gera: hefja daginn með því að flatmaga á hvítum og óendanlegum baðströndum, eyða eftirmiðdeginum í nánast snertifjarlægð frá rymjandi flóðhestum, gíröffum og fílum á gresjunum og ljúka deginum yfir lúxusveitingum undir blóðrauðu sólarlaginu.


En til að virkilega skilja fólkið og landið er nauðsynlegt að sjá allar hliðarnar og það gerir þú í gegnum Sjálfboðavinna Suður Afríka.  Fátækt er mikil, alnæmi er faraldur og þeir sem einna helst verða fyrir barðinu á þessu eru konur og börn.

 

Alsnægtir og þægindi - fátækt og örbirgð. Suður Afríka er allt þetta og svo margt fleira. 

 

Eina leiðin til að skilja þessa heillandi blöndu andstæðnanna er að búa þar og starfa.  Með því að taka þátt í sjálfboðavinnu í hinni sögufrægu borg, Cape Town í Suður Afríku býðst þér tækifæri til að kynnast landinu og fólkinu, og leggja þitt af mörkum til betri heims.

LESA MEIRA:

Um vinnuna

Ferðasögur

Um landið

Innihald og verð